Taílenskir kadettar þurftu að brjóta snjallsíma sína Jóhann Óli Eiðsson skrifar 18. september 2015 13:48 Hægt var að dæma alla símana ónothæfa eftir að þeir urðu múrsteinunum að bráð. myndir/úr myndbandinu Þegar yfirmenn í taílenska hernum sögðu að símar væru bannaðir í herskólanum þá meintu þeir hvert einasta orð. Þessu fengu kadettar landsins að kynnast fyrir skemmstu er þeir voru þvingaðir til að brjóta snjallsíma sína. Fjallað er um málið af AP. Myndband af atvikinu fór á flug á þarlendum samfélagsmiðlum áður en það rataði á Facebook og YouTube. Myndbandið er titlað „Hermenn verða að afbera ýmislegt“ og sýnir nokkra kadetta brjóta glænýja síma frá Samsung og Apple. Á meðan stendur yfirmaður þeirra yfir þeim og stráir salti í sárin með að kalla að símarnir hafi flestir verið dýrir og séu nýir. Myndbandið hefur vakið upp talsverð viðbrögð í heimalandinu en flestir vilja meina að refsingin sé ekki í nokkru samræmi við glæpinn. Flestir voru sammála um að hæfilegt hefði verið að svipta þá vörslu síma sinna og skila þeim að skóla loknum. Aðrir grínast með að þetta sé nokkurs konar líkamleg pynting en Taílendingar eru einn stærsti notendahópur snjallsíma og hefur ítrekað verið í efsta sæti yfir þá staði heimsins sem oftast hafa verið „Instagrammaðir“. Fjölmiðlar í Taílandi hafa bent á að snjallsímabannið sé tímaskekkja. Rétt væri að nýta tæknina til að læra. Bannið sýni svart á hvítu hve langt frá samtímanum herinn sé kominn. Í yfirlýsingu frá taílenska sjóhernum kemur fram að refsingin hafi ekki verið fyrirskipuð af yfirmönnum skólans heldur. Heiðursmannasamkomulag hafi verið milli nemenda og kennara á þann veg að þeir sem yrðu uppvísir að broti myndu sjálfviljugir brjóta síma sína. „Þetta heiðursmannasamkomulag var ekki runnið undan rifjum stjórnenda og hefur nú verið þvertekið fyrir að atburðir sem þessi gerist á ný,“ segir í yfirlýsingunni. Tækni Mest lesið Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Innlent Segist vilja komast til himna Erlent Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Innlent Mínútuþögn á Menningarnótt Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf Innlent Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Innlent „Það er engin sleggja“ Innlent Ísland frumstætt samanborið við Noreg Innlent Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Innlent Fleiri fréttir Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu „Því miður vantar ennþá ansi mikið“ Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Sneru aftur og er fylgt af lögreglu svo þeir flýi ekki Flytja eina frægustu kirkju Svíþjóðar um fimm kílómetra Vill vísa Thunberg frá Noregi fyrir mótmæli gegn olíuvinnslu Hafa afturkallað yfir 6.000 námsmannaleyfi „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Hamasliðar ganga að tillögum um 60 daga vopnahlé Góður fundur en fátt fast í hendi Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Mögulegt að ná fram öryggistryggingum en aðild að NATO úr myndinni Ákærður fyrir fjórar nauðganir Gífurlegur munur á pyngjum flokkanna vestanhafs Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Hægri sveifla í Bólivíu eftir tveggja áratuga stjórnartíð sósíalista Handtekinn í tengslum við morðið við mosku í Örebro „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Evrópuleiðtogar fylkja liði í Hvíta húsið Sjá meira
Þegar yfirmenn í taílenska hernum sögðu að símar væru bannaðir í herskólanum þá meintu þeir hvert einasta orð. Þessu fengu kadettar landsins að kynnast fyrir skemmstu er þeir voru þvingaðir til að brjóta snjallsíma sína. Fjallað er um málið af AP. Myndband af atvikinu fór á flug á þarlendum samfélagsmiðlum áður en það rataði á Facebook og YouTube. Myndbandið er titlað „Hermenn verða að afbera ýmislegt“ og sýnir nokkra kadetta brjóta glænýja síma frá Samsung og Apple. Á meðan stendur yfirmaður þeirra yfir þeim og stráir salti í sárin með að kalla að símarnir hafi flestir verið dýrir og séu nýir. Myndbandið hefur vakið upp talsverð viðbrögð í heimalandinu en flestir vilja meina að refsingin sé ekki í nokkru samræmi við glæpinn. Flestir voru sammála um að hæfilegt hefði verið að svipta þá vörslu síma sinna og skila þeim að skóla loknum. Aðrir grínast með að þetta sé nokkurs konar líkamleg pynting en Taílendingar eru einn stærsti notendahópur snjallsíma og hefur ítrekað verið í efsta sæti yfir þá staði heimsins sem oftast hafa verið „Instagrammaðir“. Fjölmiðlar í Taílandi hafa bent á að snjallsímabannið sé tímaskekkja. Rétt væri að nýta tæknina til að læra. Bannið sýni svart á hvítu hve langt frá samtímanum herinn sé kominn. Í yfirlýsingu frá taílenska sjóhernum kemur fram að refsingin hafi ekki verið fyrirskipuð af yfirmönnum skólans heldur. Heiðursmannasamkomulag hafi verið milli nemenda og kennara á þann veg að þeir sem yrðu uppvísir að broti myndu sjálfviljugir brjóta síma sína. „Þetta heiðursmannasamkomulag var ekki runnið undan rifjum stjórnenda og hefur nú verið þvertekið fyrir að atburðir sem þessi gerist á ný,“ segir í yfirlýsingunni.
Tækni Mest lesið Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Innlent Segist vilja komast til himna Erlent Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Innlent Mínútuþögn á Menningarnótt Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf Innlent Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Innlent „Það er engin sleggja“ Innlent Ísland frumstætt samanborið við Noreg Innlent Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Innlent Fleiri fréttir Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu „Því miður vantar ennþá ansi mikið“ Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Sneru aftur og er fylgt af lögreglu svo þeir flýi ekki Flytja eina frægustu kirkju Svíþjóðar um fimm kílómetra Vill vísa Thunberg frá Noregi fyrir mótmæli gegn olíuvinnslu Hafa afturkallað yfir 6.000 námsmannaleyfi „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Hamasliðar ganga að tillögum um 60 daga vopnahlé Góður fundur en fátt fast í hendi Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Mögulegt að ná fram öryggistryggingum en aðild að NATO úr myndinni Ákærður fyrir fjórar nauðganir Gífurlegur munur á pyngjum flokkanna vestanhafs Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Hægri sveifla í Bólivíu eftir tveggja áratuga stjórnartíð sósíalista Handtekinn í tengslum við morðið við mosku í Örebro „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Evrópuleiðtogar fylkja liði í Hvíta húsið Sjá meira