Sakaður um stríðsglæpi og glæpi gegn mannkyninu Samúel Karl Ólason skrifar 2. september 2015 09:52 Bosco Ntaganda í dómssal í morgun. Vísir/EPA Réttarhöldin yfir uppreisnarleiðtoganum Bosco Ntaganda eru nú hafin í Alþjóðlega sakamáladómstólnum í Haag. Hann er sakaður um stríðsglæpi sem og glæpi gegn mannkyninu sem hann mun hafa framið í Lýðstjórnarlýðveldinu Kongó. Meðal ákæruliða eru morð, nauðgun og notkun barna í hernaði. Ntaganda hefur neitað öllum ákæruliðunum sem alls eru 18.Samkvæmt BBC hafði hans verið leitað í nokkur ár áður en hann gaf sig fram í sendiráði Bandaríkjanna í Rúanda árið 2013. Hinn 41 árs gamli Ntaganda, sem einnig gekk undir nafninu Tortímandinn (The Terminator), barðist fyrir mismunandi uppreisnarhópa sem og herinn í Kongó. Þar á meðal barðist hann í Union of Congolese Patriots uppreisnarhópnum. Sá hópur var leiddur af Thomas Lubanga, sem er eini maðurinn sem hefur verið sakfelldur í Alþjóðlega sakamáladómstólnum. Ntaganda er sakaður um að hafa myrt minnst 800 borgara í árásum á nokkur þorp árið 2002 og 2003. Auk þess er hann sagður hafa nauðgað fjölda stúlkna sem hann hafði neitt í hernað. Saksóknarar stefna á að kalla rúmlega 80 vitni fyrir dóminn og þar á meðal fyrrverandi barnahermenn Ntaganda. Talið er að réttarhöldin muni standa yfir í nokkra mánuði. Hér að neðan má sjá myndband sem Human Rights Watch gerði um meinta stríðsglæpi Ntaganda þegar hann var í felum. Vert er að vara við því að myndbandið gæti vakið óhug áhorfenda. Mest lesið Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna Erlent „Gamla góða Ísland, bara betra“ Innlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Erlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Erlent Fleiri fréttir Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Sjá meira
Réttarhöldin yfir uppreisnarleiðtoganum Bosco Ntaganda eru nú hafin í Alþjóðlega sakamáladómstólnum í Haag. Hann er sakaður um stríðsglæpi sem og glæpi gegn mannkyninu sem hann mun hafa framið í Lýðstjórnarlýðveldinu Kongó. Meðal ákæruliða eru morð, nauðgun og notkun barna í hernaði. Ntaganda hefur neitað öllum ákæruliðunum sem alls eru 18.Samkvæmt BBC hafði hans verið leitað í nokkur ár áður en hann gaf sig fram í sendiráði Bandaríkjanna í Rúanda árið 2013. Hinn 41 árs gamli Ntaganda, sem einnig gekk undir nafninu Tortímandinn (The Terminator), barðist fyrir mismunandi uppreisnarhópa sem og herinn í Kongó. Þar á meðal barðist hann í Union of Congolese Patriots uppreisnarhópnum. Sá hópur var leiddur af Thomas Lubanga, sem er eini maðurinn sem hefur verið sakfelldur í Alþjóðlega sakamáladómstólnum. Ntaganda er sakaður um að hafa myrt minnst 800 borgara í árásum á nokkur þorp árið 2002 og 2003. Auk þess er hann sagður hafa nauðgað fjölda stúlkna sem hann hafði neitt í hernað. Saksóknarar stefna á að kalla rúmlega 80 vitni fyrir dóminn og þar á meðal fyrrverandi barnahermenn Ntaganda. Talið er að réttarhöldin muni standa yfir í nokkra mánuði. Hér að neðan má sjá myndband sem Human Rights Watch gerði um meinta stríðsglæpi Ntaganda þegar hann var í felum. Vert er að vara við því að myndbandið gæti vakið óhug áhorfenda.
Mest lesið Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna Erlent „Gamla góða Ísland, bara betra“ Innlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Erlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Erlent Fleiri fréttir Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Sjá meira