Merkel segir breytingar í vændum í Þýskalandi Guðsteinn Bjarnason skrifar 8. september 2015 07:00 Danskur lögreglumaður spjallar við flóttafólk frá Sýrlandi, sem komið er til Rødby. Vísir/EPA Samsteypustjórnin í Þýskalandi hefur ákveðið að verja milljörðum evra á þessu ári og því næsta til að taka á móti flóttafólki og hælisleitendum. Angela Merkel segist reikna með að kostnaðurinn geti numið tíu milljörðum evra á næsta ári. Hún segir að flóttamannastraumurinn til Þýskalands um síðustu helgi hafi verið ævintýralegur. „Það sem við erum að upplifa nú mun breyta landinu okkar,“ sagði hún í gærmorgun. Hún sagði Þýskaland tilbúið til að taka við fólki, en önnur ríki Evrópu verði einnig að taka þátt í þessu verkefni og bjóða fólki vernd. „Við vorum snögg til þegar bjarga þurfti bönkunum, og nú þurfum við að bregðast jafn snöggt við,“ sagði Merkel. Þá eru tillögur Evrópusambandsins um eins konar kvótakerfi flóttafólks að taka á sig mynd. Samkvæmt því munu aðildarríkin taka við 120 þúsund flóttamönnum frá Grikklandi, Ítalíu og Ungverjalandi, til viðbótar þeim 40 þúsundum, sem þegar var búið að samþykkja að taka við. Þar af taka Þjóðverjar og Frakkar við um 60 þúsundum. Inni í þessum tölum eru 66 þúsund manns nú stödd í Grikklandi, 54 þúsund í Ungverjalandi og 40 þúsund á Ítalíu. Þá upplýsti David Cameron, forsætisráðherra Bretlands, að Bretar ætluðu að taka við 20 þúsund sýrlenskum flóttamönnum næstu fimm árin. Ekki kom fram hve mörgum þeirra yrði tekið við á þessu ári, en nú þegar hefðu um 5.000 Sýrlendingar fengið hæli í Bretlandi. Þá komu rúmlega 240 manns til Danmerkur á sunnudag frá Þýskalandi, sumir með ferju til Rødby en aðrir með lest. Fleiri bættust í hópinn í gær. Flestir virðast þeir vilja halda áfram til Svíþjóðar. Sænsk stjórnvöld segjast fús til að taka við fólkinu. Dönsk stjórnvöld voru þó ekki búin að gera upp við sig hvort fólkinu yrði hleypt áfram til Svíþjóðar. Reglurnar segja að senda eigi fólkið til baka til þess aðildarríkis Evrópusambandsins, sem það kom fyrst til. „Þetta er óvenjuleg staða,“ hefur danska fréttastofan Ritzau eftir John Andersen lögregluforingja. „Þeir ættu að fá ósköp venjulega meðferð. En það sem er óvenjulegt, er að þeir eru svo margir.“ Stjórnin í Ungverjalandi situr hins vegar fast við sinn keip um að stöðva eigi flóttamannastrauminn. Viktor Orban, forsætisráðherra landsins, hafnar öllum kvótahugmyndum og segist einungis vilja fara að núgildandi reglum Evrópusambandsins, sem kveða á um að umsóknir hælisleitenda eigi að afgreiða í því aðildarríki sem það kemur fyrst til. „Ef Grikkland færi eftir þessum Evrópureglum, þá væri ekkert flóttamannavandamál í Ungverjalandi eða Austurríki,“ sagði hann í sjónvarpsviðtali í Austurríki. Flóttamenn Grikkland Mest lesið Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Innlent Mjög alvarlegt tilfelli Innlent Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Innlent Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Innlent Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Innlent Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Innlent Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Innlent Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Innlent Fjórtán ára piltur grunaður um að leggja hníf að hálsi annars við Hvaleyrarvatn Innlent Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ Innlent Fleiri fréttir Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Sjá meira
Samsteypustjórnin í Þýskalandi hefur ákveðið að verja milljörðum evra á þessu ári og því næsta til að taka á móti flóttafólki og hælisleitendum. Angela Merkel segist reikna með að kostnaðurinn geti numið tíu milljörðum evra á næsta ári. Hún segir að flóttamannastraumurinn til Þýskalands um síðustu helgi hafi verið ævintýralegur. „Það sem við erum að upplifa nú mun breyta landinu okkar,“ sagði hún í gærmorgun. Hún sagði Þýskaland tilbúið til að taka við fólki, en önnur ríki Evrópu verði einnig að taka þátt í þessu verkefni og bjóða fólki vernd. „Við vorum snögg til þegar bjarga þurfti bönkunum, og nú þurfum við að bregðast jafn snöggt við,“ sagði Merkel. Þá eru tillögur Evrópusambandsins um eins konar kvótakerfi flóttafólks að taka á sig mynd. Samkvæmt því munu aðildarríkin taka við 120 þúsund flóttamönnum frá Grikklandi, Ítalíu og Ungverjalandi, til viðbótar þeim 40 þúsundum, sem þegar var búið að samþykkja að taka við. Þar af taka Þjóðverjar og Frakkar við um 60 þúsundum. Inni í þessum tölum eru 66 þúsund manns nú stödd í Grikklandi, 54 þúsund í Ungverjalandi og 40 þúsund á Ítalíu. Þá upplýsti David Cameron, forsætisráðherra Bretlands, að Bretar ætluðu að taka við 20 þúsund sýrlenskum flóttamönnum næstu fimm árin. Ekki kom fram hve mörgum þeirra yrði tekið við á þessu ári, en nú þegar hefðu um 5.000 Sýrlendingar fengið hæli í Bretlandi. Þá komu rúmlega 240 manns til Danmerkur á sunnudag frá Þýskalandi, sumir með ferju til Rødby en aðrir með lest. Fleiri bættust í hópinn í gær. Flestir virðast þeir vilja halda áfram til Svíþjóðar. Sænsk stjórnvöld segjast fús til að taka við fólkinu. Dönsk stjórnvöld voru þó ekki búin að gera upp við sig hvort fólkinu yrði hleypt áfram til Svíþjóðar. Reglurnar segja að senda eigi fólkið til baka til þess aðildarríkis Evrópusambandsins, sem það kom fyrst til. „Þetta er óvenjuleg staða,“ hefur danska fréttastofan Ritzau eftir John Andersen lögregluforingja. „Þeir ættu að fá ósköp venjulega meðferð. En það sem er óvenjulegt, er að þeir eru svo margir.“ Stjórnin í Ungverjalandi situr hins vegar fast við sinn keip um að stöðva eigi flóttamannastrauminn. Viktor Orban, forsætisráðherra landsins, hafnar öllum kvótahugmyndum og segist einungis vilja fara að núgildandi reglum Evrópusambandsins, sem kveða á um að umsóknir hælisleitenda eigi að afgreiða í því aðildarríki sem það kemur fyrst til. „Ef Grikkland færi eftir þessum Evrópureglum, þá væri ekkert flóttamannavandamál í Ungverjalandi eða Austurríki,“ sagði hann í sjónvarpsviðtali í Austurríki.
Flóttamenn Grikkland Mest lesið Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Innlent Mjög alvarlegt tilfelli Innlent Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Innlent Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Innlent Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Innlent Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Innlent Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Innlent Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Innlent Fjórtán ára piltur grunaður um að leggja hníf að hálsi annars við Hvaleyrarvatn Innlent Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ Innlent Fleiri fréttir Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Sjá meira