Erlent

Lögregla í Bangkok sleppir tveimur grunuðum að loknum yfirheyrslum

Atli Ísleifsson skrifar
Tuttugu manns fórust í sprengingunni á mánudag.
Tuttugu manns fórust í sprengingunni á mánudag. Vísir/AFP
Tveimur mönnum sem grunaðir voru um aðild að sprengjuárásinni í taílensku höfuðborginni Bangkok á mánudag hefur verið sleppt að loknum yfirheyrslum.

Mennirnir sáust á öryggismyndavélum standa nærri manninum sem grunaður er um að hafa valdið sprengingunni við Erawanhofið á mánudag. Tuttugu manns fórust í sprengingunni og fleiri tugir særðust.

Talsmaður lögreglu segir að fullvissa sé nú fyrir því að mennirnir – kínverskur ferðamaður og taílenskur leiðsögumaður hans – tengist málinu ekki á nokkurn hátt.

Sprengjumaðurinn gengur enn laus, en taílensk yfirvöld telja að hann sé enn að finna í landinu og að tugur manna hið minnsta hafi komið að skipulagningu sprengjuárásarinnar.

Mennirnir sem voru yfirheyrðir sáust standa hjá sprengjumanninum þegar hann kom bakpoka sínum með sprengiefninu fyrir undir bekk við hofið, skömmu áður en sprengjan sprakk.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×