Kóreuskagi á barmi styrjaldar Stefán Rafn Sigurbjörnsson skrifar 24. ágúst 2015 08:00 Suðurkóreskir hermenn eru viðbúnir stríði. Yfirvöld í Suður-Kóreu hafa heitið því að svara öllum árásum af fullum krafti. Fréttablaðið/AFP Um fimmtán þúsund íbúar Suður-Kóreu hafa verið fluttir frá heimilum sínum við landamæri Norður-Kóreu vegna árása stórskotaliðs Norður-Kóreuhers yfir landamærin. Margir íbúanna dvelja í loftvarnarbyrgjum. Kim Jong-un, leiðtogi Norður-Kóreu, fyrirskipaði hernum að koma sér í viðbragðsstöðu á föstudaginn ef til stríðs kæmi. Kim Hyun Joon, sendiherra Norður-Kóreu í Rússlandi, sagði í samtali við Russia Today að Suður-Kórea og Bandaríkin bæru ábyrgð á eldfimu ástandi á skaganum. „Kóreuskagi er á barmi stríðs vegna óendanlegra pólitískra og hernaðarlegra ögrana,“ sagði hann, en Bandaríkin og Suður-Kórea eru með heræfingar í gangi til 28. ágúst. Norður- og Suður-Kóreumenn ásaka hvorir aðra um að hafa hafið stórskotaárásir síðastliðinn föstudag. Tæknilega séð eru ríkin tvö í stríði eftir Kóreustríðið 1950 til 1953. Eftir að þeim stríðsátökum lauk var samið um vopnahlé en ekki stríðslok. Norður-Kóreumenn eru Suður-Kóreumönnum reiðir vegna hátalarakerfis sem varpar áróðursskilaboðum yfir landamærin til norðurs. Friðarviðræður milli ríkjanna hófust á laugardaginn en krafa Norður-Kóreu eru að áróðurskerfið verði tekið niður. Viðræðurnar virðast engan enda ætla að taka. Áróðurinn er hluti af sálfræðihernaði gegn Norður-Kóreu en í hátölurunum eru spilaðar fréttir af umheiminum sem hermenn og íbúar á landamærunum heyra. Sérfræðingar innan suðurkóreska hersins telja að ef friðarviðræður gangi ekki upp muni Norður-Kórea beina árásum sínum á hátalarakerfin sjálf. Suður-Kórea hefur heitið því að svara árásum af fullum krafti. Norður-Kóreumenn hafa tvöfaldað stórskotahríð sína yfir landamærin og gangsett kafbátaflota sinn í Gulahafi. Fimmtíu kafbátar lögðu af stað úr höfn um helgina. Þá hafa Suður-Kóreumenn sakað nágranna sína í norðri um að hafa lagt jarðsprengjur við landamærin en talsmenn norðurkóreska hersins hafna þeim ásökunum. Suðurkóreskar og bandarískar orrustuþotur sinna eftirliti með landamærunum við Norður-Kóreu. Bandaríkjaher er með 28 þúsund hermenn staðsetta í Suður-Kóreu en Bandaríkin sjá um eftirlit með því að friður haldist á skaganum fyrir hönd Sameinuðu þjóðanna. Mest lesið Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Innlent Húsleit á heimili þekkts brotamanns Innlent Vöknuðu með rottu upp í rúmi Innlent Ekki allt sem sýnist varðandi launin Innlent Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Innlent „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent Segir ásakanir Evrópu barnalegar Erlent „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Erlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Erlent Fleiri fréttir Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu „Því miður vantar ennþá ansi mikið“ Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Sneru aftur og er fylgt af lögreglu svo þeir flýi ekki Flytja eina frægustu kirkju Svíþjóðar um fimm kílómetra Vill vísa Thunberg frá Noregi fyrir mótmæli gegn olíuvinnslu Hafa afturkallað yfir 6.000 námsmannaleyfi „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Hamasliðar ganga að tillögum um 60 daga vopnahlé Góður fundur en fátt fast í hendi Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Mögulegt að ná fram öryggistryggingum en aðild að NATO úr myndinni Ákærður fyrir fjórar nauðganir Gífurlegur munur á pyngjum flokkanna vestanhafs Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Hægri sveifla í Bólivíu eftir tveggja áratuga stjórnartíð sósíalista Handtekinn í tengslum við morðið við mosku í Örebro „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Evrópuleiðtogar fylkja liði í Hvíta húsið Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Selenskí mun funda með Trump Sjá meira
Um fimmtán þúsund íbúar Suður-Kóreu hafa verið fluttir frá heimilum sínum við landamæri Norður-Kóreu vegna árása stórskotaliðs Norður-Kóreuhers yfir landamærin. Margir íbúanna dvelja í loftvarnarbyrgjum. Kim Jong-un, leiðtogi Norður-Kóreu, fyrirskipaði hernum að koma sér í viðbragðsstöðu á föstudaginn ef til stríðs kæmi. Kim Hyun Joon, sendiherra Norður-Kóreu í Rússlandi, sagði í samtali við Russia Today að Suður-Kórea og Bandaríkin bæru ábyrgð á eldfimu ástandi á skaganum. „Kóreuskagi er á barmi stríðs vegna óendanlegra pólitískra og hernaðarlegra ögrana,“ sagði hann, en Bandaríkin og Suður-Kórea eru með heræfingar í gangi til 28. ágúst. Norður- og Suður-Kóreumenn ásaka hvorir aðra um að hafa hafið stórskotaárásir síðastliðinn föstudag. Tæknilega séð eru ríkin tvö í stríði eftir Kóreustríðið 1950 til 1953. Eftir að þeim stríðsátökum lauk var samið um vopnahlé en ekki stríðslok. Norður-Kóreumenn eru Suður-Kóreumönnum reiðir vegna hátalarakerfis sem varpar áróðursskilaboðum yfir landamærin til norðurs. Friðarviðræður milli ríkjanna hófust á laugardaginn en krafa Norður-Kóreu eru að áróðurskerfið verði tekið niður. Viðræðurnar virðast engan enda ætla að taka. Áróðurinn er hluti af sálfræðihernaði gegn Norður-Kóreu en í hátölurunum eru spilaðar fréttir af umheiminum sem hermenn og íbúar á landamærunum heyra. Sérfræðingar innan suðurkóreska hersins telja að ef friðarviðræður gangi ekki upp muni Norður-Kórea beina árásum sínum á hátalarakerfin sjálf. Suður-Kórea hefur heitið því að svara árásum af fullum krafti. Norður-Kóreumenn hafa tvöfaldað stórskotahríð sína yfir landamærin og gangsett kafbátaflota sinn í Gulahafi. Fimmtíu kafbátar lögðu af stað úr höfn um helgina. Þá hafa Suður-Kóreumenn sakað nágranna sína í norðri um að hafa lagt jarðsprengjur við landamærin en talsmenn norðurkóreska hersins hafna þeim ásökunum. Suðurkóreskar og bandarískar orrustuþotur sinna eftirliti með landamærunum við Norður-Kóreu. Bandaríkjaher er með 28 þúsund hermenn staðsetta í Suður-Kóreu en Bandaríkin sjá um eftirlit með því að friður haldist á skaganum fyrir hönd Sameinuðu þjóðanna.
Mest lesið Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Innlent Húsleit á heimili þekkts brotamanns Innlent Vöknuðu með rottu upp í rúmi Innlent Ekki allt sem sýnist varðandi launin Innlent Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Innlent „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent Segir ásakanir Evrópu barnalegar Erlent „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Erlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Erlent Fleiri fréttir Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu „Því miður vantar ennþá ansi mikið“ Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Sneru aftur og er fylgt af lögreglu svo þeir flýi ekki Flytja eina frægustu kirkju Svíþjóðar um fimm kílómetra Vill vísa Thunberg frá Noregi fyrir mótmæli gegn olíuvinnslu Hafa afturkallað yfir 6.000 námsmannaleyfi „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Hamasliðar ganga að tillögum um 60 daga vopnahlé Góður fundur en fátt fast í hendi Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Mögulegt að ná fram öryggistryggingum en aðild að NATO úr myndinni Ákærður fyrir fjórar nauðganir Gífurlegur munur á pyngjum flokkanna vestanhafs Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Hægri sveifla í Bólivíu eftir tveggja áratuga stjórnartíð sósíalista Handtekinn í tengslum við morðið við mosku í Örebro „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Evrópuleiðtogar fylkja liði í Hvíta húsið Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Selenskí mun funda með Trump Sjá meira