Brutu upp líkkistuna því óttast var að 16 ára stúlka hefði verið grafin lifandi Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 26. ágúst 2015 08:06 Ættingjar stúlkunnar brutu sér leið að kistunni og opnuðu hana þar sem stúlkan lá í brúðarkjól. Ættingjar 16 ára gamallar stúlku í Hondúras óttuðust að hún hefði verið grafin lifandi og brugðu því á það ráð að opna kistu stúlkunnar til að athuga hvort svo gæti verið. Stúlkan, Nelsy Perez, var komin þrjá mánuði á leið með fyrsta barn sitt þegar hún var úrskurðuð látin á sjúkrahúsi. Ættingjar hennar fóru að óttast um að hún hefði verið grafin lifandi þegar kærasti hennar, Rody Gonzalez, fór að gröf hennar og taldi sig hafa heyrt hljóð koma innan úr kistunni. Gonzalez segir að hann hafi í fyrstu haldið að ímyndunaraflið væri að spila með sig en starfsmaður í kirkjugarðinum hafði þá einnig heyrt skrýtin hljóð koma úr kistunni. Ættingjar stúlkunnar brutu sér því leið að kistunni og opnuðu hana þar sem Perez lá í brúðarkjól sem hún ætlaði að klæðast þegar hún myndi giftast barnsföður sínum. Farið var með stúlkuna á spítala í kistunni en læknar fundu engin merki um að hún væri á lífi. Fjölskyldan segir að ummerki innan í kistunni bendi til að stúlkan hafi verið grafin lifandi; til að mynda hafi glerið yfir andliti Perez verið brotið og þá væri hún með sár á fingrunum. „Hún lyktaði ekki illa og líkami hennar virtist eðlilegur og liturinn á húðinni einnig,“ er haft eftir frænku Perez á vef Guardian. Málið hefur vakið mikla athygli í Hondúras og velta margir fyrir sér hvort það geti verið að stúlkan hafi verið grafin lifandi. Ekki er annað vitað um orsök dauða hennar en að hún hafi verið mjög veik en því er nú velt upp hvort stúlkan hafi ekki verið dáin heldur verið með dástjarfa eða eitthvað slíkt. Lögreglan hefur þó bent á að glerið í kistunni hafi getað brotnað vegna gastegunda sem losna þegar líkami rotnar. Myndband af því þegar ættingjar stúlkunnar opna kistuna má sjá hér að neðan. Mest lesið Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ Innlent Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Erlent Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Innlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Erlent Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Innlent Karlarnir leiða að ósk kvennanna Innlent Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Innlent Fleiri fréttir Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Verða ekki viðstödd réttarhöld stjúpsonarins Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Svíar hyggjast lækka sakhæfisaldur „Móðir allra samninga“ Um þriðjungur Dana fær 50 þúsund króna „matartékka“ beint í vasann frá ríkinu Segja mögulegt að yfir 30.000 hafi verið drepin í mótmælunum Franska þingið samþykkti símabann hjá börnum Evrópusambandið og Indland ganga frá fríverslunarsamningi Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Trump sagður hafa lofað óháðum rannsóknum í Minnesota Einn lifði flugslys í Maine af en sjö dóu Hafa fundið lík síðasta gíslsins á Gasa Börnin heima þegar móðir þeirra var stungin til bana Flugferðum aflýst og hvatt til heimavinnu vegna snjókomu Leita að líkamsleifum síðasta gíslsins Morðið á Pretti gagnrýnt úr ólíklegustu áttum Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Annar maður skotinn til bana af ICE Hótar að setja hundrað prósenta toll á Kanada Sjá meira
Ættingjar 16 ára gamallar stúlku í Hondúras óttuðust að hún hefði verið grafin lifandi og brugðu því á það ráð að opna kistu stúlkunnar til að athuga hvort svo gæti verið. Stúlkan, Nelsy Perez, var komin þrjá mánuði á leið með fyrsta barn sitt þegar hún var úrskurðuð látin á sjúkrahúsi. Ættingjar hennar fóru að óttast um að hún hefði verið grafin lifandi þegar kærasti hennar, Rody Gonzalez, fór að gröf hennar og taldi sig hafa heyrt hljóð koma innan úr kistunni. Gonzalez segir að hann hafi í fyrstu haldið að ímyndunaraflið væri að spila með sig en starfsmaður í kirkjugarðinum hafði þá einnig heyrt skrýtin hljóð koma úr kistunni. Ættingjar stúlkunnar brutu sér því leið að kistunni og opnuðu hana þar sem Perez lá í brúðarkjól sem hún ætlaði að klæðast þegar hún myndi giftast barnsföður sínum. Farið var með stúlkuna á spítala í kistunni en læknar fundu engin merki um að hún væri á lífi. Fjölskyldan segir að ummerki innan í kistunni bendi til að stúlkan hafi verið grafin lifandi; til að mynda hafi glerið yfir andliti Perez verið brotið og þá væri hún með sár á fingrunum. „Hún lyktaði ekki illa og líkami hennar virtist eðlilegur og liturinn á húðinni einnig,“ er haft eftir frænku Perez á vef Guardian. Málið hefur vakið mikla athygli í Hondúras og velta margir fyrir sér hvort það geti verið að stúlkan hafi verið grafin lifandi. Ekki er annað vitað um orsök dauða hennar en að hún hafi verið mjög veik en því er nú velt upp hvort stúlkan hafi ekki verið dáin heldur verið með dástjarfa eða eitthvað slíkt. Lögreglan hefur þó bent á að glerið í kistunni hafi getað brotnað vegna gastegunda sem losna þegar líkami rotnar. Myndband af því þegar ættingjar stúlkunnar opna kistuna má sjá hér að neðan.
Mest lesið Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ Innlent Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Erlent Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Innlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Erlent Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Innlent Karlarnir leiða að ósk kvennanna Innlent Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Innlent Fleiri fréttir Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Verða ekki viðstödd réttarhöld stjúpsonarins Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Svíar hyggjast lækka sakhæfisaldur „Móðir allra samninga“ Um þriðjungur Dana fær 50 þúsund króna „matartékka“ beint í vasann frá ríkinu Segja mögulegt að yfir 30.000 hafi verið drepin í mótmælunum Franska þingið samþykkti símabann hjá börnum Evrópusambandið og Indland ganga frá fríverslunarsamningi Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Trump sagður hafa lofað óháðum rannsóknum í Minnesota Einn lifði flugslys í Maine af en sjö dóu Hafa fundið lík síðasta gíslsins á Gasa Börnin heima þegar móðir þeirra var stungin til bana Flugferðum aflýst og hvatt til heimavinnu vegna snjókomu Leita að líkamsleifum síðasta gíslsins Morðið á Pretti gagnrýnt úr ólíklegustu áttum Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Annar maður skotinn til bana af ICE Hótar að setja hundrað prósenta toll á Kanada Sjá meira