Enski boltinn

Fellaini verður notaður í framlínunni

Marouane Fellaini.
Marouane Fellaini. vísir/getty
Man. Utd hefur átt í miklum vandræðum fyrir framan mark andstæðinganna í vetur. Liðið hefur aðeins skorað tvö mörk í fyrstu þremur leikjum sínum í deildinni. Annað markið var sjálfsmark.

Wayne Rooney hefur verið að leika í fremstu víglínu og ekki fundið sig. Hann hefur fyrir vikið verið harðlega gagnrýndur enda ekki búinn að skora í tíu leikjum í röð.

Það er búið að orða Man. Utd við fjölda framherja upp á síðkastið en það lítur ekki út fyrir að neinn þeirra sé að koma á Old Trafford.

Stjóri liðsins, Louis van Gaal, trúir því að Belginn stóri, Marouane Fellaini, geti leyst þennan hausverk.

„Hann getur spilað sem nía og einnig sem tía. Hann getur reyndar líka verið sexa og átta. Í ár verður hann notaður meira sem nía eða tía þar sem við eigum nóg af miðjumönnum," sagði Van Gaal.

Fellaini skoraði sjö mörk á síðustu leiktíð og hefur átt í erfiðleikum með að festa sig í sessi í liðinu síðna hann kom frá Everton á 27 milljónir punda árið 2013.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×