Erlent

Forseti Suður-Súdan segist ætla að undirrita friðarsamning

Atli Ísleifsson skrifar
Salva Kiir tók við forsetaembættinu í Suður-Súdan árið 2011.
Salva Kiir tók við forsetaembættinu í Suður-Súdan árið 2011. Vísir/AFP
Salva Kiir, forseti Suður-Súdan, mun skrifa undir friðarsamning við uppreisnarmenn í landinu þrátt fyrir allar þær efasemdir sem hann segist hafa. Talsmaður forsetans greinir frá þessu í samtali við BBC.

Riek Machar, leiðtogi uppreisnarmanna, skrifaði undir samninginn í síðustu viku, en Kiir neitaði að gera slíkt hið sama.

Samningnum er ætlað að binda endi á margra mánaða blóðuga borgarastyrjöld, en hann felur meðal annars í sér að Machar snúi aftur í embætti varaforseta.

Í frétt BBC kemur fram að um 2,2 milljónir manna hafi neyðst til að flýja heimili sín vegna átakanna síðustu mánuði.

Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna hefur áður lýst því yfir að viðskiptaþvingunum og vopnasölubanni verði komið á þegar í stað, skrifi Kiir ekki undir samninginn.


Tengdar fréttir

Semja við uppreisnarmenn í Suður-Súdan

Salva Kiir, forseti Suður-Súdan, og Riek Machar, leiðtogi uppreisnarmanna í landinu, skrifuðu í dag undir samning um skipta mér sér völdum í landinu.

Nærri tvær milljónir á vergangi

Tugir þúsunda hafa látið lífið og nærri tvær milljónir hrakist að heiman eftir að stríðsátök hófust í höfuðborginni Júba í Suður-Súdan fyrir ári.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×