Erlent

Semja við uppreisnarmenn í Suður-Súdan

Atli Ísleifsson skrifar
Kiir og Machar skrifuðu undir samninginn í Eþíópíu.
Kiir og Machar skrifuðu undir samninginn í Eþíópíu. Vísir/AP
Salva Kiir, forseti Suður-Súdan, og Riek Machar, leiðtogi uppreisnarmanna í landinu, skrifuðu í dag undir samning um skipta mér sér völdum í landinu.

Samkomulaginu er ætlað að binda endi á átök sem hafa haft skelfileg og lamandi áhrif á allt samfélag í landinu.

Kiir og Machar skrifuðu undir samninginn í Eþíópíu, og er ætlað að binda endi á vopnuð átök fyrir 5. mars næstkomandi. Fram að því munu aðilar ræða saman um myndun nýrrar ríkisstjórnar.

Átök brutust út í landinu árið 2013 og er áætlað að 1,5 milljón manna hafi neyðst til að flýja heimili sín vegna þeirra.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×