Erlent

Salva Kiir áfram við völd í Suður-Súdan: Kosningum frestað

Stefán Árni Pálsson skrifar
Kiir og Machar
Kiir og Machar vísir/ap
Salva Kiir, forseti Suður-Súdan, verður áfram við völd næstu tvö ár en ríkisstjórn landsins hefur ákveðið að fresta þingkosningum um tvö ár.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá talsmanni ríkisstjórnarinnar en kosningarnar fara fram þann 9. júlí 2017.

Salva Kiir, forseti Suður-Súdan, og Riek Machar, leiðtogi uppreisnarmanna í landinu, skrifuðu undir samning fyrr í þessum mánuði um að skipta mér sér völdum í landinu.

Átök brutust út í landinu árið 2013 og er áætlað að 1,5 milljón manna hafi neyðst til að flýja heimili sín vegna þeirra.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×