Erlent

Fimmtíu flóttamenn fundust látnir í vörubíl í Austurríki

Atli Ísleifsson skrifar
Nærri 340 þúsund flóttamenn komu til aðildarríkja Evrópusambandsins á fyrstu mánuðum ársins.
Nærri 340 þúsund flóttamenn komu til aðildarríkja Evrópusambandsins á fyrstu mánuðum ársins. Vísir/AFP
Allt að fimmtíu flóttamenn fundust látnir í vöruflutningabíl í austurhluta Austurríkis fyrr í dag.

Blaðið Kronen Zeitung greinir frá því að fólkið hafi fundist í bílnum sem hafði verið lagt á A4 hraðbrautinni í Burgenland-héraði, nærri landamærunum að Ungverjalandi.

Vörubíllinn hafði staðið óhreyfður í vegakantinum um nokkurt skeið og voru það vegavinnumenn sem tilkynntu um bílinn til yfirvalda.

Rannsókn lögreglu á málinu er hafin.

Fjölmörg tilfelli hafa komið upp í Austurríki og víðar í sumar þar sem flóttafólk hefur fundist í vörubílum.

Nærri 340 þúsund flóttamenn komu til aðildarríkja Evrópusambandsins á fyrstu mánuðum ársins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×