Gervibarkaígræðsla ítalska læknisins telst ekki vísindalegt misferli Jóhann Óli Eiðsson skrifar 28. ágúst 2015 14:58 Tómas Guðbjartsson og Andemaryan Beyene. vísir/vilhelm Ítalski læknirinn Paolo Macchiarini gerðist ekki sekur um vísindalegt misferli. Þetta er niðurstaða ítarlegrar rannsóknar Karolinska háskólasjúkrahússins í Stokkhólmi en rektor þess, Anders Hamsten, tilkynnti um þetta í dag. „Eftir að hafa rannsakað fullyrðingar um vísindalegt misferli í sjö málum er það niðurstaða okkar að alvarlegir annmarkar hafi verið að finna á vinnu Macciarini í öllum tilvikum en þær eru ekki nægilegar til að teljast vísindalegt misferli,“ segir Hamsten. Málið snýst um aðgerðir sem Macchiarini framkvæmdi á fólki sem var með skaddaðan barka. Hann þróaði aðferð þar sem barka fólks er skipt út fyrir gervibarka úr plasti sem legið hafði í stofnfrumum.Sjá meira: Saksóknarar rannsaka brot gegn lögum um notkun lækningartækja vegna barkaígræðslunnar Fyrsti sjúklingurinn sem prófaði meðferðina var Eritreumaðurinn Andemarian Beyene árið 2011. Hann hafði verið við nám í jarðeðlisfræði við Háskóla Íslands er hann greindist með krabbamein í hálsi. Er ljóst var að meðferð myndi ekki bera árangur var það niðurstaðan að hann prófaði aðgerðina. Íslensku læknarnir Tómas Guðbjartsson og Óskar Einarsson höfðu milligöngu um það og voru meðal meðhöfunda greinar um aðgerðina. Athugun á málinu hófst eftir að fjórir menn sem komu að rannsóknum Ítalans kvörtuðu yfir meðhöndlun hans á því. Var hann meðal annars sakaður um að hafa falsað niðurstöður og að hafa falsað undirskriftir siðanefndar til að fá að hefja aðgerðir á fólki. Birgir Jakobsson landlæknir var yfir Karolinska á þeim tíma sem aðgerðirnar voru gerðar. Tómas Guðbjartsson segir í samtali við RÚV að þungu fargi sé af honum létt. Í júní hafi hann og Óskar skilað greinargerð sem reyndist lykilatriði í að sýna fram á að hluti ásakanna væri rangur. Hann bætir við að hann og Óskar hafi verið beðnir um að tjá sig ekki um málið og því átt erfitt með að svara rangfærslum. „Það hafa verið viðhöfð stór orð en við höfum alltaf trúað því að niðurstaðan yrði eins og hún er,“ segir Tómas. Plastbarkamálið Tengdar fréttir Fékk ekki leyfi siðanefndar fyrir aðgerðinni á Andemariam Söguleg aðgerð á Erítreumanni sem búsettur var á Íslandi nú til rannsóknar hjá sænska heilbrigðiseftirlitinu. 26. janúar 2015 23:27 Einstök aðgerð bjargaði lífi Ár er nú liðið frá því að framkvæmd var einstök aðgerð á Erítreubúanum Andemariam Beyene sem búsettur er á Íslandi. Í aðgerðinni var græddur gervibarki klæddur stofnfrumum í háls Andemariam en aldrei áður hafði gervilíffæri klætt stofnfrumum verið grætt í 9. júní 2012 14:00 Fjórir af átta sjúklingum látnir Saksóknari í Svíþjóð hefur til rannsóknar skurðaðgerð sem Tómas Guðbjartsson tengist. Grein um aðgerðina er sögð ein mesta lygi læknasögunnar. 27. maí 2015 22:30 Yfirlýsing frá Tómasi Guðbjartssyni og Óskari Einarssyni Óskar og Tómas segjast ekkert hafa komið að meðferð annarra barkaígræðslusjúklinga. Þeirra aðkoma að greininni sem birt var í læknariti hafi verið minniháttar. 28. maí 2015 14:53 Tómas segir að Andemariam hafi verið sendur í aðgerðina í góðri trú Búið er að kæra lækninn sem leiddi teymið, Paolo Macchiarini, til sænskra heilbrigðisyfirvalda. 27. janúar 2015 12:59 Barkaígræðsla ratar í virtasta vísindatímarit heims Grein um plastbarkaígræðslu sem íslenskur læknir tók þátt í hefur nú verið birt í einu virtasta vísindatímariti heims, the Lancet. Barkaþeganum, sem er nemandi við Háskóla Íslands, heilsast vel. 24. nóvember 2011 12:24 Mest lesið Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Erlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Innlent Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Innlent Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Innlent Úr Kvennaskólanum í píparann Innlent Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Innlent Steinn reistur við með eins konar blöðrum Innlent Fleiri fréttir Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Níu af tíu börnum tveggja lækna létust í árásum Ísraela Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Tólf særðir eftir hnífstunguárás í Hamborg Vilja breyta mannréttindasáttmála til að auðvelda sér að sparka innflytjendum úr landi Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Ákærður fyrir að myrða sendiráðsstarfsfólk Ísraels Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Sjá meira
Ítalski læknirinn Paolo Macchiarini gerðist ekki sekur um vísindalegt misferli. Þetta er niðurstaða ítarlegrar rannsóknar Karolinska háskólasjúkrahússins í Stokkhólmi en rektor þess, Anders Hamsten, tilkynnti um þetta í dag. „Eftir að hafa rannsakað fullyrðingar um vísindalegt misferli í sjö málum er það niðurstaða okkar að alvarlegir annmarkar hafi verið að finna á vinnu Macciarini í öllum tilvikum en þær eru ekki nægilegar til að teljast vísindalegt misferli,“ segir Hamsten. Málið snýst um aðgerðir sem Macchiarini framkvæmdi á fólki sem var með skaddaðan barka. Hann þróaði aðferð þar sem barka fólks er skipt út fyrir gervibarka úr plasti sem legið hafði í stofnfrumum.Sjá meira: Saksóknarar rannsaka brot gegn lögum um notkun lækningartækja vegna barkaígræðslunnar Fyrsti sjúklingurinn sem prófaði meðferðina var Eritreumaðurinn Andemarian Beyene árið 2011. Hann hafði verið við nám í jarðeðlisfræði við Háskóla Íslands er hann greindist með krabbamein í hálsi. Er ljóst var að meðferð myndi ekki bera árangur var það niðurstaðan að hann prófaði aðgerðina. Íslensku læknarnir Tómas Guðbjartsson og Óskar Einarsson höfðu milligöngu um það og voru meðal meðhöfunda greinar um aðgerðina. Athugun á málinu hófst eftir að fjórir menn sem komu að rannsóknum Ítalans kvörtuðu yfir meðhöndlun hans á því. Var hann meðal annars sakaður um að hafa falsað niðurstöður og að hafa falsað undirskriftir siðanefndar til að fá að hefja aðgerðir á fólki. Birgir Jakobsson landlæknir var yfir Karolinska á þeim tíma sem aðgerðirnar voru gerðar. Tómas Guðbjartsson segir í samtali við RÚV að þungu fargi sé af honum létt. Í júní hafi hann og Óskar skilað greinargerð sem reyndist lykilatriði í að sýna fram á að hluti ásakanna væri rangur. Hann bætir við að hann og Óskar hafi verið beðnir um að tjá sig ekki um málið og því átt erfitt með að svara rangfærslum. „Það hafa verið viðhöfð stór orð en við höfum alltaf trúað því að niðurstaðan yrði eins og hún er,“ segir Tómas.
Plastbarkamálið Tengdar fréttir Fékk ekki leyfi siðanefndar fyrir aðgerðinni á Andemariam Söguleg aðgerð á Erítreumanni sem búsettur var á Íslandi nú til rannsóknar hjá sænska heilbrigðiseftirlitinu. 26. janúar 2015 23:27 Einstök aðgerð bjargaði lífi Ár er nú liðið frá því að framkvæmd var einstök aðgerð á Erítreubúanum Andemariam Beyene sem búsettur er á Íslandi. Í aðgerðinni var græddur gervibarki klæddur stofnfrumum í háls Andemariam en aldrei áður hafði gervilíffæri klætt stofnfrumum verið grætt í 9. júní 2012 14:00 Fjórir af átta sjúklingum látnir Saksóknari í Svíþjóð hefur til rannsóknar skurðaðgerð sem Tómas Guðbjartsson tengist. Grein um aðgerðina er sögð ein mesta lygi læknasögunnar. 27. maí 2015 22:30 Yfirlýsing frá Tómasi Guðbjartssyni og Óskari Einarssyni Óskar og Tómas segjast ekkert hafa komið að meðferð annarra barkaígræðslusjúklinga. Þeirra aðkoma að greininni sem birt var í læknariti hafi verið minniháttar. 28. maí 2015 14:53 Tómas segir að Andemariam hafi verið sendur í aðgerðina í góðri trú Búið er að kæra lækninn sem leiddi teymið, Paolo Macchiarini, til sænskra heilbrigðisyfirvalda. 27. janúar 2015 12:59 Barkaígræðsla ratar í virtasta vísindatímarit heims Grein um plastbarkaígræðslu sem íslenskur læknir tók þátt í hefur nú verið birt í einu virtasta vísindatímariti heims, the Lancet. Barkaþeganum, sem er nemandi við Háskóla Íslands, heilsast vel. 24. nóvember 2011 12:24 Mest lesið Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Erlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Innlent Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Innlent Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Innlent Úr Kvennaskólanum í píparann Innlent Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Innlent Steinn reistur við með eins konar blöðrum Innlent Fleiri fréttir Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Níu af tíu börnum tveggja lækna létust í árásum Ísraela Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Tólf særðir eftir hnífstunguárás í Hamborg Vilja breyta mannréttindasáttmála til að auðvelda sér að sparka innflytjendum úr landi Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Ákærður fyrir að myrða sendiráðsstarfsfólk Ísraels Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Sjá meira
Fékk ekki leyfi siðanefndar fyrir aðgerðinni á Andemariam Söguleg aðgerð á Erítreumanni sem búsettur var á Íslandi nú til rannsóknar hjá sænska heilbrigðiseftirlitinu. 26. janúar 2015 23:27
Einstök aðgerð bjargaði lífi Ár er nú liðið frá því að framkvæmd var einstök aðgerð á Erítreubúanum Andemariam Beyene sem búsettur er á Íslandi. Í aðgerðinni var græddur gervibarki klæddur stofnfrumum í háls Andemariam en aldrei áður hafði gervilíffæri klætt stofnfrumum verið grætt í 9. júní 2012 14:00
Fjórir af átta sjúklingum látnir Saksóknari í Svíþjóð hefur til rannsóknar skurðaðgerð sem Tómas Guðbjartsson tengist. Grein um aðgerðina er sögð ein mesta lygi læknasögunnar. 27. maí 2015 22:30
Yfirlýsing frá Tómasi Guðbjartssyni og Óskari Einarssyni Óskar og Tómas segjast ekkert hafa komið að meðferð annarra barkaígræðslusjúklinga. Þeirra aðkoma að greininni sem birt var í læknariti hafi verið minniháttar. 28. maí 2015 14:53
Tómas segir að Andemariam hafi verið sendur í aðgerðina í góðri trú Búið er að kæra lækninn sem leiddi teymið, Paolo Macchiarini, til sænskra heilbrigðisyfirvalda. 27. janúar 2015 12:59
Barkaígræðsla ratar í virtasta vísindatímarit heims Grein um plastbarkaígræðslu sem íslenskur læknir tók þátt í hefur nú verið birt í einu virtasta vísindatímariti heims, the Lancet. Barkaþeganum, sem er nemandi við Háskóla Íslands, heilsast vel. 24. nóvember 2011 12:24