Innlent

Barkaígræðsla ratar í virtasta vísindatímarit heims

Jóhanna Margrét Gísladóttir skrifar
Skurðlæknar að störfum. Myndin tengist ekki fréttinni beint.
Skurðlæknar að störfum. Myndin tengist ekki fréttinni beint.
Grein um plastbarkaígræðslu sem íslenskur læknir tók þátt í hefur nú verið birt í einu virtasta vísindatímariti heims, the Lancet. Barkaþeganum, sem er nemandi við Háskóla Íslands, heilsast vel.

Greinin er unnin af Tómasi Guðbjartssyni, prófessor við Læknadeild Háskóla Íslands og hjarta- og lungnaskurðlækni á Landspítalanum ásamt vísindamönnum við fremstu rannsóknarstofnanir og háskóla heims um fyrstu plastbarkaígræðsluna sem fram fór á Karolinska háskólasjúkrahúsinu í Svíðþjóð í sumar.

Það var Andemariam Beyene, 36 ára Erítreu búi búsettur hér á landi, sem gekkst undir aðgerðina, en hann greindist með krabbamein í hálsi og þurfti að fjarlæga æxli á stærð við golfkúlu auk hluta af barkanum.

Aðgerðinni stjórnaði Paolo Macchiarini en Tómas, læknir Beyenes, tók þátt í henni.

Beyene leggur stund á jarðeðlisfræði við Háskóla Íslands og stefnir að meistaraprófi í greininni. Hann er samkvæmt tilkynningu frá Háskóla Íslands ákaflega ánægður með aðgerðina og lifir nú eðlilegu lífi hér á landi ásamt konu sinni og tveimur börnum.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.