Erlent

Átök í Ferguson

sunna karen sigurþórsdóttir skrifar
vísir/epa
Að minnsta kosti einn slasaðist þegar til átaka kom í fjöldagöngu í Ferguson í Bandaríkjunum í nótt. Gangan var tileinkuð blökkupiltinum Michael Brown sem fyrir ári síðan féll fyrir hendi lögreglu. Hún hafði farið friðsamlega fram þar til hópur fólks dró sig úr göngunni, hleyptu af skotum, rændu verslun og gengu berserksgang.  

Fyrstu dagana og vikurnar eftir morðið á Brown var efnt til fjöldamótmæla nánast daglega í Ferguson og víðar í Bandaríkjunum. Lögreglan var sökuð um kynþáttamisrétti, en lögreglumaðurinn var hvítur en Brown svartur á hörund.


Tengdar fréttir

Ferguson ólgar enn

Lögreglumennirnir tveir, sem skotið var á í Ferguson í gærmorgun, særðust illa en munu ná sér. Lögreglustjórinn í St. Louis segir talið að setið hafi verið fyrir þeim. Daginn áður sagði lögreglustjórinn í Ferguson af sér vegna alvarlegrar gagnrýni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×