Erlent

47 látnir í sprengjuárás í Nígeríu

Samúel Karl Ólason skrifar
Sprengjuárásir eru algengar í kringum Borno í Nígeríu.
Sprengjuárásir eru algengar í kringum Borno í Nígeríu. Vísir/AFP
Minnst 47 létu lífið þegar sprengja sprakk á fjölmennum markaði í borginni Borno í norðausturhluta Nígeríu í dag. Allt að 52 særðust í árásinni, en ekki liggur fyrir hvort að um sjálfsmorðssprengju hafi verið að ræða.

Á vef BBC segir að vígamenn Boko Haram hryðjuverkasamtakanna hafi fellt hundruð manna í héraðinu. Þar er þungamiðja samtakanna, sem einnig hafa ráðist á þorp og bæi í nærliggjandi Tjad og Níger.

Átökin hafa harðnað frá því að Muhammadu Buhari, nýkjörinn forseti Nígeríu, hét því að eyða Boko Haram. Hann tók við völdum í maí og síðan þá hafa rúmlega 800 manns fallið í átökum á svæðinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×