Bróðir Cecils skotinn til bana Stefán Ó. Jónsson skrifar 1. ágúst 2015 19:07 Jericho, ljónið sem er fjær myndavélinni, var tignarlegur eins og bróðir sinn. Vísir/AFP Jericho, bróðir ljónsins Cecil sem drepið var af tannlækninum Walter Palmer á dögunum, hlaut sömu örlög í dag. Ljónið var skotið til bana af veiðiþjófum í Huwange þjóðgarðinum í Simbabve. Jericho hafði tekið unga bróður síns í fóstur eftir að tannlæknirinn réð Cecil af dögunum í liðinni viku. Ekki er vitað hverjir stóðu að baki drápinu á Jericho á þessari stundu er fram kemur í frétt Daily Mail um málið. Formaður dýraverndunarsamtaka Simbabve tilkynnti um dauða Jerichos í dag. „Við erum gjörsamlega niðurbrotin. Við erum ekki með nánari upplýsingar en munum upplýsa um allt þegar við vitum meira,“ sagði formaðurinn Johnny Rodrigues. Heimamenn í Simbabve höfðu haft miklar áhyggjur af því að Jericho gæti ekki varið unga Cecils og að óvinveitt ljón myndu hrekja þau í burtu af því landsvæði sem Cecil var búinn að leggja undir fyrir sig og afkvæmi sín. Ljónynjurnar og ungarnir eru nú óvarin eftir dauða Jerichos og talið er að þau muni þurfa að flytjast búferlum eftir tíðindi síðustu daga. Cecil var eitt frægasta ljón Afríku, helsta tákn og aðdráttarafl Hwange þjóðgarðsins í Simbabve. Cecil var sérstaklega vinsæll í Simbabve, auðþekkjanlegur á sínum mikla svarta makka. Cecil var þó einnig vel þekktur utan landsteinanna. Vísindamenn við Oxford-háskóla sem rannsökuðu vernd ljóna í Simbabve höfðu m.a. skoðað Cecil í rannsókn sinni. Tannlæknirinn Walter Palmer hefur viðurkennt að hafa skotið Cecil og hafa yfirvöld í Simbabve farið fram á að hann verði framseldur til landsins vegna drápsins. Þau geta hinsvegar ekki fundið hann. Tengdar fréttir Tannlæknirinn segist sjá eftir ljónadrápinu Bandaríski tannlæknirinn Walter Palmer, sem drap ljónið Cecil í Simbabve, segist hafa haldið sig vera á löglegum veiðum. 28. júlí 2015 22:23 Ljónaslátrarinn framseldur? Yfirvöld í Zimbabwe vilja hafa hendur í hári tannlæknisins sem felldi ljónið Cecil. 31. júlí 2015 10:34 Drápið sem gerði allt vitlaust Tannlæknirinn sem veiddi ljónið Cecil fær að kenna á því. 29. júlí 2015 14:30 Ljónaslátrarinn finnst ekki Bandarísk yfirvöld leita tannlæknisins sem drap ljónið Cecil. 31. júlí 2015 17:01 Mótmæli fyrir utan tannlæknastofu ljónaslátrara Hann harmar röskun á starfseminni. 30. júlí 2015 10:45 Mest lesið Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Viðskipti innlent Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum Innlent „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Innlent „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Innlent Von um frið en uggur um efndir Erlent Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Innlent Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Erlent Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Erlent Hitnar undir feldi Lilju Innlent Fleiri fréttir Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Fá Nóbelinn fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Hæstiréttur hafnar Maxwell Stofna rannsóknarnefnd um Afganistan sem Íslendingar kölluðu eftir Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Gisèle Pelicot aftur í réttarsal Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Viðræður um frið á Gasa hefjast í dag Nýskipaðri ríkisstjórn þegar hótað vantrausti Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Sjá meira
Jericho, bróðir ljónsins Cecil sem drepið var af tannlækninum Walter Palmer á dögunum, hlaut sömu örlög í dag. Ljónið var skotið til bana af veiðiþjófum í Huwange þjóðgarðinum í Simbabve. Jericho hafði tekið unga bróður síns í fóstur eftir að tannlæknirinn réð Cecil af dögunum í liðinni viku. Ekki er vitað hverjir stóðu að baki drápinu á Jericho á þessari stundu er fram kemur í frétt Daily Mail um málið. Formaður dýraverndunarsamtaka Simbabve tilkynnti um dauða Jerichos í dag. „Við erum gjörsamlega niðurbrotin. Við erum ekki með nánari upplýsingar en munum upplýsa um allt þegar við vitum meira,“ sagði formaðurinn Johnny Rodrigues. Heimamenn í Simbabve höfðu haft miklar áhyggjur af því að Jericho gæti ekki varið unga Cecils og að óvinveitt ljón myndu hrekja þau í burtu af því landsvæði sem Cecil var búinn að leggja undir fyrir sig og afkvæmi sín. Ljónynjurnar og ungarnir eru nú óvarin eftir dauða Jerichos og talið er að þau muni þurfa að flytjast búferlum eftir tíðindi síðustu daga. Cecil var eitt frægasta ljón Afríku, helsta tákn og aðdráttarafl Hwange þjóðgarðsins í Simbabve. Cecil var sérstaklega vinsæll í Simbabve, auðþekkjanlegur á sínum mikla svarta makka. Cecil var þó einnig vel þekktur utan landsteinanna. Vísindamenn við Oxford-háskóla sem rannsökuðu vernd ljóna í Simbabve höfðu m.a. skoðað Cecil í rannsókn sinni. Tannlæknirinn Walter Palmer hefur viðurkennt að hafa skotið Cecil og hafa yfirvöld í Simbabve farið fram á að hann verði framseldur til landsins vegna drápsins. Þau geta hinsvegar ekki fundið hann.
Tengdar fréttir Tannlæknirinn segist sjá eftir ljónadrápinu Bandaríski tannlæknirinn Walter Palmer, sem drap ljónið Cecil í Simbabve, segist hafa haldið sig vera á löglegum veiðum. 28. júlí 2015 22:23 Ljónaslátrarinn framseldur? Yfirvöld í Zimbabwe vilja hafa hendur í hári tannlæknisins sem felldi ljónið Cecil. 31. júlí 2015 10:34 Drápið sem gerði allt vitlaust Tannlæknirinn sem veiddi ljónið Cecil fær að kenna á því. 29. júlí 2015 14:30 Ljónaslátrarinn finnst ekki Bandarísk yfirvöld leita tannlæknisins sem drap ljónið Cecil. 31. júlí 2015 17:01 Mótmæli fyrir utan tannlæknastofu ljónaslátrara Hann harmar röskun á starfseminni. 30. júlí 2015 10:45 Mest lesið Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Viðskipti innlent Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum Innlent „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Innlent „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Innlent Von um frið en uggur um efndir Erlent Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Innlent Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Erlent Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Erlent Hitnar undir feldi Lilju Innlent Fleiri fréttir Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Fá Nóbelinn fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Hæstiréttur hafnar Maxwell Stofna rannsóknarnefnd um Afganistan sem Íslendingar kölluðu eftir Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Gisèle Pelicot aftur í réttarsal Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Viðræður um frið á Gasa hefjast í dag Nýskipaðri ríkisstjórn þegar hótað vantrausti Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Sjá meira
Tannlæknirinn segist sjá eftir ljónadrápinu Bandaríski tannlæknirinn Walter Palmer, sem drap ljónið Cecil í Simbabve, segist hafa haldið sig vera á löglegum veiðum. 28. júlí 2015 22:23
Ljónaslátrarinn framseldur? Yfirvöld í Zimbabwe vilja hafa hendur í hári tannlæknisins sem felldi ljónið Cecil. 31. júlí 2015 10:34
Drápið sem gerði allt vitlaust Tannlæknirinn sem veiddi ljónið Cecil fær að kenna á því. 29. júlí 2015 14:30
Ljónaslátrarinn finnst ekki Bandarísk yfirvöld leita tannlæknisins sem drap ljónið Cecil. 31. júlí 2015 17:01
Mótmæli fyrir utan tannlæknastofu ljónaslátrara Hann harmar röskun á starfseminni. 30. júlí 2015 10:45