Erlent

Vísað á dyr í atvinnuviðtali fyrir að vera samkynhneigður | Myndband

Jóhann Óli Eiðsson skrifar
„Við fengum ábendingu frá strák sem sagði að hann hefði verið rekinn eftir að hann sagði yfirmanni sínum að hann væri samkynhneigður,“ segja Svíarnir Konrad Ydhage og Olle Öberg í samtali við The Local. Aðilinn bað þá um að prófa að sækja um vinnuna og athuga þetta sjálfir.

Báðir fengu þeir viðtal við yfirmanninn. Annar þeirra þóttist vera hinn mesti slúbbert á meðan sá síðari var öllu hæfari í starfið. Sá sagðist hins vegar vera samkynhneigður á meðan sá fyrri var gagnkynhneigður.

„Við höfðum gert ráð fyrir því að manninum væri örlítið illa við homma en okkur datt ekki í hug að það væri svona mikið,“ segir Öberg. Um leið og hann nefndi að hann ætti kærasta lauk atvinnuviðtalinu og honum var fleygt á dyr.

Upptöku af báðum atvinnuviðtölunum má sjá hér fyrir ofan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×