Sálum fleytt til betri heims Heimir Már Pétursson skrifar 6. ágúst 2015 18:45 Þess er minnst víða um heim að í dag eru sjötíu ár frá því Bandaríkjamenn vörpuðu kjarnorkusprengju á borgina Hiroshima í Japan og þremur dögum síðar annarri á Nagasagi, sem varð tugum þúsunda manna að bana. Sendiherra Japans segir Japani vilja að borganna sé minnst með uppbyggilegum hætti í baráttunni fyrir friði. Samband Íslands og Japans stendur á traustum fótum. Við Tjörnina standa til að mynda Kirsuberjablómatré sem vináttufélag Japans og Íslands gaf Reykjavíkurborg og Háskólanum sem vináttutákn. En sendiherra Japans segir Kirsjuberjablómatré blómstra á undan öðrum trjám á vorin og boða lok vetrar. Japönsk menning byggir á gömlum merg og mörg þúsund ára gömlum hefðum. Kirsjuberjablómatréð hefur til að mynda sína sögu í japanskri menningu. Mitsuko Shino sendiherra Japans trén öll blómstra á skömmum tíma og þá þeysi fólk út til að fylgjast með þeim. „Blómin blómstra en hverfa síðan og sama blómið kemur aldrei aftur. Tréð sjálft stendur hins vegar áfram eins og sagan. Og það gildir það sama um fólk, nýtt fólk kemur eins og ný blóm á hverju ári þótt þau líti eins út. Við teljum að við eigum að njóta þess að hittast saman eina ævistund,“ segir Shino sendiherra.Vilja minnast eyðileggingarinnar með uppbyggilegum hætti Og nú þegar 70 ár eru liðin frá því kjarnorkusprengju var varpað á Hiroshima, fyrst borga í veraldarsögunni, og Nagasaki þremur dögum síðar, minnast Japanir þess sjálfir á hefðbundinn hátt. En þeir minnast ekki bara fórnarlambanna. „Á sama tíma viljum við að þessara nafna, Hiroshima og Nagasaki, sé minnst með meira uppbyggilegri hætti. Þessi borgarheiti standa ekki einungis fyrir harmleik heldur boða þau von um heim án kjarnorkuvopna,“ segir Shino. Í kvöld sýnir Stöð 2 vandaða og áhrifamikil heimildarmynd, „When they Dropped the Bomb,“ þar sem m.a. er bæði rætt við þá sem smíðuðu sprengjuna sem féll á Hiroshima og fólk sem lifði sprenginguna af. En fyrir utan þá tugi þúsunda sem létust í sprengingunni þjást þúsundir eftirlifenda sem voru á barnsaldri enn af sjúkdómum vegna geilsunar frá sprengjunum. Þá fer fram hefðbundin kertafleyting við Tjörnina í Reykjavík og Minjasafnstjörnina á Akureyri klukkan 22:30 í kvöld. Shino var skipuð sendiherra á Íslandi fyrir tæpu ári og hún verður því í fyrsta skipti viðstödd athöfnina í Reykjavík. „Eitt af því sem Íslendingar og Japanir eigum sameignlegt er að við erum eyþjóðir. Og sem eyþjóðir trúum við því að það sé betra líf handan hafsins. Þannig að við táknum sálir þeirra látnu með ljósi sem við fleytum út á vatnið til betra heims,“ segir Mitsuku Shino. Mest lesið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Innlent Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Innlent Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? Innlent Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Erlent Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Erlent Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Innlent 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Innlent Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent Segir Trump ekki reiðan Íslandi Erlent Dómsdagsklukkan færð fram Erlent Fleiri fréttir Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Segir Trump ekki reiðan Íslandi Dómsdagsklukkan færð fram Sendir herskipaflota að Íran og hótar „ofbeldi“ Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Verða ekki viðstödd réttarhöld stjúpsonarins Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Svíar hyggjast lækka sakhæfisaldur „Móðir allra samninga“ Um þriðjungur Dana fær 50 þúsund króna „matartékka“ beint í vasann frá ríkinu Segja mögulegt að yfir 30.000 hafi verið drepin í mótmælunum Franska þingið samþykkti símabann hjá börnum Evrópusambandið og Indland ganga frá fríverslunarsamningi Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Trump sagður hafa lofað óháðum rannsóknum í Minnesota Einn lifði flugslys í Maine af en sjö dóu Hafa fundið lík síðasta gíslsins á Gasa Börnin heima þegar móðir þeirra var stungin til bana Flugferðum aflýst og hvatt til heimavinnu vegna snjókomu Leita að líkamsleifum síðasta gíslsins Sjá meira
Þess er minnst víða um heim að í dag eru sjötíu ár frá því Bandaríkjamenn vörpuðu kjarnorkusprengju á borgina Hiroshima í Japan og þremur dögum síðar annarri á Nagasagi, sem varð tugum þúsunda manna að bana. Sendiherra Japans segir Japani vilja að borganna sé minnst með uppbyggilegum hætti í baráttunni fyrir friði. Samband Íslands og Japans stendur á traustum fótum. Við Tjörnina standa til að mynda Kirsuberjablómatré sem vináttufélag Japans og Íslands gaf Reykjavíkurborg og Háskólanum sem vináttutákn. En sendiherra Japans segir Kirsjuberjablómatré blómstra á undan öðrum trjám á vorin og boða lok vetrar. Japönsk menning byggir á gömlum merg og mörg þúsund ára gömlum hefðum. Kirsjuberjablómatréð hefur til að mynda sína sögu í japanskri menningu. Mitsuko Shino sendiherra Japans trén öll blómstra á skömmum tíma og þá þeysi fólk út til að fylgjast með þeim. „Blómin blómstra en hverfa síðan og sama blómið kemur aldrei aftur. Tréð sjálft stendur hins vegar áfram eins og sagan. Og það gildir það sama um fólk, nýtt fólk kemur eins og ný blóm á hverju ári þótt þau líti eins út. Við teljum að við eigum að njóta þess að hittast saman eina ævistund,“ segir Shino sendiherra.Vilja minnast eyðileggingarinnar með uppbyggilegum hætti Og nú þegar 70 ár eru liðin frá því kjarnorkusprengju var varpað á Hiroshima, fyrst borga í veraldarsögunni, og Nagasaki þremur dögum síðar, minnast Japanir þess sjálfir á hefðbundinn hátt. En þeir minnast ekki bara fórnarlambanna. „Á sama tíma viljum við að þessara nafna, Hiroshima og Nagasaki, sé minnst með meira uppbyggilegri hætti. Þessi borgarheiti standa ekki einungis fyrir harmleik heldur boða þau von um heim án kjarnorkuvopna,“ segir Shino. Í kvöld sýnir Stöð 2 vandaða og áhrifamikil heimildarmynd, „When they Dropped the Bomb,“ þar sem m.a. er bæði rætt við þá sem smíðuðu sprengjuna sem féll á Hiroshima og fólk sem lifði sprenginguna af. En fyrir utan þá tugi þúsunda sem létust í sprengingunni þjást þúsundir eftirlifenda sem voru á barnsaldri enn af sjúkdómum vegna geilsunar frá sprengjunum. Þá fer fram hefðbundin kertafleyting við Tjörnina í Reykjavík og Minjasafnstjörnina á Akureyri klukkan 22:30 í kvöld. Shino var skipuð sendiherra á Íslandi fyrir tæpu ári og hún verður því í fyrsta skipti viðstödd athöfnina í Reykjavík. „Eitt af því sem Íslendingar og Japanir eigum sameignlegt er að við erum eyþjóðir. Og sem eyþjóðir trúum við því að það sé betra líf handan hafsins. Þannig að við táknum sálir þeirra látnu með ljósi sem við fleytum út á vatnið til betra heims,“ segir Mitsuku Shino.
Mest lesið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Innlent Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Innlent Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? Innlent Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Erlent Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Erlent Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Innlent 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Innlent Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent Segir Trump ekki reiðan Íslandi Erlent Dómsdagsklukkan færð fram Erlent Fleiri fréttir Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Segir Trump ekki reiðan Íslandi Dómsdagsklukkan færð fram Sendir herskipaflota að Íran og hótar „ofbeldi“ Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Verða ekki viðstödd réttarhöld stjúpsonarins Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Svíar hyggjast lækka sakhæfisaldur „Móðir allra samninga“ Um þriðjungur Dana fær 50 þúsund króna „matartékka“ beint í vasann frá ríkinu Segja mögulegt að yfir 30.000 hafi verið drepin í mótmælunum Franska þingið samþykkti símabann hjá börnum Evrópusambandið og Indland ganga frá fríverslunarsamningi Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Trump sagður hafa lofað óháðum rannsóknum í Minnesota Einn lifði flugslys í Maine af en sjö dóu Hafa fundið lík síðasta gíslsins á Gasa Börnin heima þegar móðir þeirra var stungin til bana Flugferðum aflýst og hvatt til heimavinnu vegna snjókomu Leita að líkamsleifum síðasta gíslsins Sjá meira