Erlent

Hakkarar hóta að svipta hulunni af ótrúum notendum AshleyMadison

Birgir Olgeirsson skrifar
Forsíða AshleyMadison.com.
Forsíða AshleyMadison.com. Vísir
Hakkarar hafa hótað að svipta hulunni af 37 milljónum notenda síðunnar AshleyMadison ef stjórnendur hennar loka ekki síðunni. Síðan býður þeim sem vilja halda fram hjá maka sínum upp á vettvang til að finna einstaklinga sem vilja slíkt hið sama.

Hópur hakkara sem kallar sig The Impact Team segjast vera með upplýsingar um alla notendur síðunnar og hefur hótað að uppljóstra nöfn þeirra ef síðunni verður ekki lokað. Hópurinn hefur birt sýnishorn af þessum upplýsingum en hann býr ekki einungis yfir upplýsingum um notendur AshleyMadison heldur einnig notendur síðnanna Cougar Life og Established Men.

Fyrirtækið Avid Life Media rekur síðuna Ashley Madison en framkvæmdastjóri ALM, Noel Niderman, staðfesti við KrebsOnSecurity að gögnum hefði verið stolið frá fyrirtækinu og væri unnið í því að kom í veg fyrir að hakkararnir muni opinbera þau.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×