Yngstu morðingjar Bandaríkjanna losna brátt úr fangelsi Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 22. júlí 2015 15:50 Systkinin Catherine og Curtis. mynd/florida today Curtis Fairchild Jones var aðeins 12 ára gamall þegar hann og systir hans Catherine, sem er árinu eldri, myrtu kærustu föður þeirra, Sonyu Nicole Speights, í janúar 1999. Þau voru bæði dæmd í fangelsi fyrir morðið en Curtis spurði verjanda sinn eftir að dómur féll hvort hann mætti taka Nintendo-leikjatölvuna sína með sér í fangelsið. Í fyrstu var talið að börnin hefðu myrt kærustuna vegna afbrýðisemi en fljótlega kom í ljós að þau ætluðu einnig að drepa föður sinn og frænda sem bjó með fjölskyldunni. Frændinn beitti börnin kynferðislegu ofbeldi.„Ég ætla að drepa alla“ Barnaverndaryfirvöld vissu af ofbeldinu en gerðu lítið í málinu. Börnunum leið eins og ekki væri hlustað á hróp þeirra á hjálp. Sama kvöld og systkinin myrtu Speights hafði Catherine verið í sturtu þegar frændinn kom inn á bað og fróaði sér á meðan hún baðaði sig grátandi. Síðar um kvöldið skrifaði Catherine í dagbók sína: „Ég ætla að drepa alla.“ Hún sagði Curtis bróður sínum frá fyrirætlunum sínum og sagðist hann ætla að hjálpa henni. Hann vissi hvar faðir þeirra geymdi skammbyssuna sína sem þau sóttu og skutu kærustuna.Eru á ævilöngu skilorði Í kjölfarið urðu systkinin mjög óttaslegin og áætlun þeirra um að skjóta einnig pabba sinn og frænda rann út í sandinn. Þau hlupu út í skóg skammt frá heimili þeirra og földu sig þar uns lögreglan fann þau morguninn eftir. Systkinin eru yngstu Bandaríkjamennirnir sem ákærðir hafa verið fyrir morð að yfirlögðu ráði (e. first degree murder). Hefðu þau verið fundin sek um það hefðu þau farið í lífstíðarfangelsi svo systkinin játuðu á sig morð, ekki að yfirlögðu ráði (e. second degree murder). Þau voru því dæmd í 18 ára fangelsi og nú þegar þau losna verða þau á skilorði ævilangt. Mest lesið Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Algjört hrun í fálkastofninum Innlent Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Fleiri fréttir Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Sjá meira
Curtis Fairchild Jones var aðeins 12 ára gamall þegar hann og systir hans Catherine, sem er árinu eldri, myrtu kærustu föður þeirra, Sonyu Nicole Speights, í janúar 1999. Þau voru bæði dæmd í fangelsi fyrir morðið en Curtis spurði verjanda sinn eftir að dómur féll hvort hann mætti taka Nintendo-leikjatölvuna sína með sér í fangelsið. Í fyrstu var talið að börnin hefðu myrt kærustuna vegna afbrýðisemi en fljótlega kom í ljós að þau ætluðu einnig að drepa föður sinn og frænda sem bjó með fjölskyldunni. Frændinn beitti börnin kynferðislegu ofbeldi.„Ég ætla að drepa alla“ Barnaverndaryfirvöld vissu af ofbeldinu en gerðu lítið í málinu. Börnunum leið eins og ekki væri hlustað á hróp þeirra á hjálp. Sama kvöld og systkinin myrtu Speights hafði Catherine verið í sturtu þegar frændinn kom inn á bað og fróaði sér á meðan hún baðaði sig grátandi. Síðar um kvöldið skrifaði Catherine í dagbók sína: „Ég ætla að drepa alla.“ Hún sagði Curtis bróður sínum frá fyrirætlunum sínum og sagðist hann ætla að hjálpa henni. Hann vissi hvar faðir þeirra geymdi skammbyssuna sína sem þau sóttu og skutu kærustuna.Eru á ævilöngu skilorði Í kjölfarið urðu systkinin mjög óttaslegin og áætlun þeirra um að skjóta einnig pabba sinn og frænda rann út í sandinn. Þau hlupu út í skóg skammt frá heimili þeirra og földu sig þar uns lögreglan fann þau morguninn eftir. Systkinin eru yngstu Bandaríkjamennirnir sem ákærðir hafa verið fyrir morð að yfirlögðu ráði (e. first degree murder). Hefðu þau verið fundin sek um það hefðu þau farið í lífstíðarfangelsi svo systkinin játuðu á sig morð, ekki að yfirlögðu ráði (e. second degree murder). Þau voru því dæmd í 18 ára fangelsi og nú þegar þau losna verða þau á skilorði ævilangt.
Mest lesið Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Algjört hrun í fálkastofninum Innlent Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Fleiri fréttir Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Sjá meira