Yngstu morðingjar Bandaríkjanna losna brátt úr fangelsi Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 22. júlí 2015 15:50 Systkinin Catherine og Curtis. mynd/florida today Curtis Fairchild Jones var aðeins 12 ára gamall þegar hann og systir hans Catherine, sem er árinu eldri, myrtu kærustu föður þeirra, Sonyu Nicole Speights, í janúar 1999. Þau voru bæði dæmd í fangelsi fyrir morðið en Curtis spurði verjanda sinn eftir að dómur féll hvort hann mætti taka Nintendo-leikjatölvuna sína með sér í fangelsið. Í fyrstu var talið að börnin hefðu myrt kærustuna vegna afbrýðisemi en fljótlega kom í ljós að þau ætluðu einnig að drepa föður sinn og frænda sem bjó með fjölskyldunni. Frændinn beitti börnin kynferðislegu ofbeldi.„Ég ætla að drepa alla“ Barnaverndaryfirvöld vissu af ofbeldinu en gerðu lítið í málinu. Börnunum leið eins og ekki væri hlustað á hróp þeirra á hjálp. Sama kvöld og systkinin myrtu Speights hafði Catherine verið í sturtu þegar frændinn kom inn á bað og fróaði sér á meðan hún baðaði sig grátandi. Síðar um kvöldið skrifaði Catherine í dagbók sína: „Ég ætla að drepa alla.“ Hún sagði Curtis bróður sínum frá fyrirætlunum sínum og sagðist hann ætla að hjálpa henni. Hann vissi hvar faðir þeirra geymdi skammbyssuna sína sem þau sóttu og skutu kærustuna.Eru á ævilöngu skilorði Í kjölfarið urðu systkinin mjög óttaslegin og áætlun þeirra um að skjóta einnig pabba sinn og frænda rann út í sandinn. Þau hlupu út í skóg skammt frá heimili þeirra og földu sig þar uns lögreglan fann þau morguninn eftir. Systkinin eru yngstu Bandaríkjamennirnir sem ákærðir hafa verið fyrir morð að yfirlögðu ráði (e. first degree murder). Hefðu þau verið fundin sek um það hefðu þau farið í lífstíðarfangelsi svo systkinin játuðu á sig morð, ekki að yfirlögðu ráði (e. second degree murder). Þau voru því dæmd í 18 ára fangelsi og nú þegar þau losna verða þau á skilorði ævilangt. Mest lesið Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Erlent Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Innlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Innlent Fleiri fréttir Trump útnefnir Warsh sem næsta seðlabankastjóra Tíu ákærðir fyrir að drepa friðaða úlfa Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Trump segir Pútín hafa samþykkt hlé á árásum á Kænugarð Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Segir Venesúela munu þurfa að sækja um úthlutun úr eigin olíusjóði í Katar Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Segir Trump ekki reiðan Íslandi Dómsdagsklukkan færð fram Sendir herskipaflota að Íran og hótar „ofbeldi“ Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Verða ekki viðstödd réttarhöld stjúpsonarins Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Svíar hyggjast lækka sakhæfisaldur „Móðir allra samninga“ Um þriðjungur Dana fær 50 þúsund króna „matartékka“ beint í vasann frá ríkinu Sjá meira
Curtis Fairchild Jones var aðeins 12 ára gamall þegar hann og systir hans Catherine, sem er árinu eldri, myrtu kærustu föður þeirra, Sonyu Nicole Speights, í janúar 1999. Þau voru bæði dæmd í fangelsi fyrir morðið en Curtis spurði verjanda sinn eftir að dómur féll hvort hann mætti taka Nintendo-leikjatölvuna sína með sér í fangelsið. Í fyrstu var talið að börnin hefðu myrt kærustuna vegna afbrýðisemi en fljótlega kom í ljós að þau ætluðu einnig að drepa föður sinn og frænda sem bjó með fjölskyldunni. Frændinn beitti börnin kynferðislegu ofbeldi.„Ég ætla að drepa alla“ Barnaverndaryfirvöld vissu af ofbeldinu en gerðu lítið í málinu. Börnunum leið eins og ekki væri hlustað á hróp þeirra á hjálp. Sama kvöld og systkinin myrtu Speights hafði Catherine verið í sturtu þegar frændinn kom inn á bað og fróaði sér á meðan hún baðaði sig grátandi. Síðar um kvöldið skrifaði Catherine í dagbók sína: „Ég ætla að drepa alla.“ Hún sagði Curtis bróður sínum frá fyrirætlunum sínum og sagðist hann ætla að hjálpa henni. Hann vissi hvar faðir þeirra geymdi skammbyssuna sína sem þau sóttu og skutu kærustuna.Eru á ævilöngu skilorði Í kjölfarið urðu systkinin mjög óttaslegin og áætlun þeirra um að skjóta einnig pabba sinn og frænda rann út í sandinn. Þau hlupu út í skóg skammt frá heimili þeirra og földu sig þar uns lögreglan fann þau morguninn eftir. Systkinin eru yngstu Bandaríkjamennirnir sem ákærðir hafa verið fyrir morð að yfirlögðu ráði (e. first degree murder). Hefðu þau verið fundin sek um það hefðu þau farið í lífstíðarfangelsi svo systkinin játuðu á sig morð, ekki að yfirlögðu ráði (e. second degree murder). Þau voru því dæmd í 18 ára fangelsi og nú þegar þau losna verða þau á skilorði ævilangt.
Mest lesið Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Erlent Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Innlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Innlent Fleiri fréttir Trump útnefnir Warsh sem næsta seðlabankastjóra Tíu ákærðir fyrir að drepa friðaða úlfa Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Trump segir Pútín hafa samþykkt hlé á árásum á Kænugarð Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Segir Venesúela munu þurfa að sækja um úthlutun úr eigin olíusjóði í Katar Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Segir Trump ekki reiðan Íslandi Dómsdagsklukkan færð fram Sendir herskipaflota að Íran og hótar „ofbeldi“ Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Verða ekki viðstödd réttarhöld stjúpsonarins Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Svíar hyggjast lækka sakhæfisaldur „Móðir allra samninga“ Um þriðjungur Dana fær 50 þúsund króna „matartékka“ beint í vasann frá ríkinu Sjá meira