Þungi sögunnar hvílir á Þýskalandi Stefán Ó. Jónsson skrifar 12. júlí 2015 13:04 Angela Merkel, kanslari Þýskalands Vísir/Epa Mikil ábyrgð er nú sögð hvíla á herðum Angelu Merkel Þýskalandskanslara fyrir komandi viðræður leiðtoga evruríkjanna fyrir stöðu Grikklands innan myntsamstarfsins. Það kom skýrt fram í viðbörgðum Jean Asselborn, utanríkisráðherra Lúxemborgar sem var ómyrkur í máli við fréttamenn fyrir fund fjármálaráðherra evruríkjanna í Brussel í dag. „Það verður að koma í veg fyrir að Grikkir yfirgefi evrusamstarfið,“ sagði Asselborn í samtali við þýska blaðið Süddeutsche Zeitung. „Það myndi hafa verulega skaðleg áhrif á stöðu Þýskalands innan Evrópusambandsins og heimsþorpsins.“ Asselborn bætti við: „Ábyrgð Þjóðverja er mikil og snýst í grunninn um að endurvekja ekki drauga fortíðarinnar. Ef Þjóðverjar fara fram á að Grikkir hætti í evrusamstarfinu myndi það hafa í för með sér djúpstæð átök við Frakka. Það myndi þýða glundroða fyrir Evrópu.“ Andrúmsloftið var lævi blandið í Brussel í dag og spennan mikil. Þýski miðillinn Der Spiegel sagði daginn í dag þann stærsta í 10 ára valdatíð Angelu Merkel og biðlaði til kanslarans að hún „sýndi mikilleika“ og bjargaði Evrópu. Þar er einnig greint frá orðrómum þess efnis að Matteo Renzi, forsætisráðherra Ítalíu, hygðist ætla að kljást við Merkel ef fundurinn þróaðist ekki á þá vegu sem hann vonaðist. Hann ætli sér að setja hnefann í borðið og lýsa því yfir að Evrópusamstarfið myndi ekki þrífast ef Þýskaland hefði í hyggju að halda áfram að niðurlægja samstarfslönd sín. Grikkland Tengdar fréttir Fundi aflýst með skömmum fyrirvara Leiðtogar Evrópusambandsins hugðust ákveða framtíð Grikklands. 12. júlí 2015 09:41 Tillögur Grikkja ræddar Fjármálaráðherrar evruríkjanna hittast á fundi í dag til að ræða tillögur Grikkja til að taka á skuldavanda landsins. 11. júlí 2015 10:27 Óvíst hvort grískur almenningur þoli tvö ár af óvissu Gangi Grikkir úr evrusamstarfinu geta myndast aðstæður sem líkjast fremur stríðssvæði en efnhagsvanda að mati grísks efnahags- og fjármálaráðgjafa. 11. júlí 2015 20:23 Sigmundur segir vanda Grikkja geta haft neikvæð áhrif hér á landi Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra segir viðbúið að komi til efnahagssamdráttar á evrusvæðinu út af skuldavanda Grikklands muni það hafa neikvæð áhrif hér á landi. 11. júlí 2015 12:57 Erfiður en árangurslítill dagur að baki í Brussel Talið er að leiðtogar evrusvæðisins séu verulega efins um að Grikkir fylgi niðurskurðartillögum sínum eftir en áfram verður fundað um vanda gríska ríkisins á morgun. 11. júlí 2015 22:34 Mest lesið Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Erlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Innlent Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Innlent Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Innlent Úr Kvennaskólanum í píparann Innlent Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Innlent Steinn reistur við með eins konar blöðrum Innlent Fleiri fréttir Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Níu af tíu börnum tveggja lækna létust í árásum Ísraela Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Tólf særðir eftir hnífstunguárás í Hamborg Vilja breyta mannréttindasáttmála til að auðvelda sér að sparka innflytjendum úr landi Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Ákærður fyrir að myrða sendiráðsstarfsfólk Ísraels Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Sjá meira
Mikil ábyrgð er nú sögð hvíla á herðum Angelu Merkel Þýskalandskanslara fyrir komandi viðræður leiðtoga evruríkjanna fyrir stöðu Grikklands innan myntsamstarfsins. Það kom skýrt fram í viðbörgðum Jean Asselborn, utanríkisráðherra Lúxemborgar sem var ómyrkur í máli við fréttamenn fyrir fund fjármálaráðherra evruríkjanna í Brussel í dag. „Það verður að koma í veg fyrir að Grikkir yfirgefi evrusamstarfið,“ sagði Asselborn í samtali við þýska blaðið Süddeutsche Zeitung. „Það myndi hafa verulega skaðleg áhrif á stöðu Þýskalands innan Evrópusambandsins og heimsþorpsins.“ Asselborn bætti við: „Ábyrgð Þjóðverja er mikil og snýst í grunninn um að endurvekja ekki drauga fortíðarinnar. Ef Þjóðverjar fara fram á að Grikkir hætti í evrusamstarfinu myndi það hafa í för með sér djúpstæð átök við Frakka. Það myndi þýða glundroða fyrir Evrópu.“ Andrúmsloftið var lævi blandið í Brussel í dag og spennan mikil. Þýski miðillinn Der Spiegel sagði daginn í dag þann stærsta í 10 ára valdatíð Angelu Merkel og biðlaði til kanslarans að hún „sýndi mikilleika“ og bjargaði Evrópu. Þar er einnig greint frá orðrómum þess efnis að Matteo Renzi, forsætisráðherra Ítalíu, hygðist ætla að kljást við Merkel ef fundurinn þróaðist ekki á þá vegu sem hann vonaðist. Hann ætli sér að setja hnefann í borðið og lýsa því yfir að Evrópusamstarfið myndi ekki þrífast ef Þýskaland hefði í hyggju að halda áfram að niðurlægja samstarfslönd sín.
Grikkland Tengdar fréttir Fundi aflýst með skömmum fyrirvara Leiðtogar Evrópusambandsins hugðust ákveða framtíð Grikklands. 12. júlí 2015 09:41 Tillögur Grikkja ræddar Fjármálaráðherrar evruríkjanna hittast á fundi í dag til að ræða tillögur Grikkja til að taka á skuldavanda landsins. 11. júlí 2015 10:27 Óvíst hvort grískur almenningur þoli tvö ár af óvissu Gangi Grikkir úr evrusamstarfinu geta myndast aðstæður sem líkjast fremur stríðssvæði en efnhagsvanda að mati grísks efnahags- og fjármálaráðgjafa. 11. júlí 2015 20:23 Sigmundur segir vanda Grikkja geta haft neikvæð áhrif hér á landi Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra segir viðbúið að komi til efnahagssamdráttar á evrusvæðinu út af skuldavanda Grikklands muni það hafa neikvæð áhrif hér á landi. 11. júlí 2015 12:57 Erfiður en árangurslítill dagur að baki í Brussel Talið er að leiðtogar evrusvæðisins séu verulega efins um að Grikkir fylgi niðurskurðartillögum sínum eftir en áfram verður fundað um vanda gríska ríkisins á morgun. 11. júlí 2015 22:34 Mest lesið Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Erlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Innlent Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Innlent Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Innlent Úr Kvennaskólanum í píparann Innlent Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Innlent Steinn reistur við með eins konar blöðrum Innlent Fleiri fréttir Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Níu af tíu börnum tveggja lækna létust í árásum Ísraela Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Tólf særðir eftir hnífstunguárás í Hamborg Vilja breyta mannréttindasáttmála til að auðvelda sér að sparka innflytjendum úr landi Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Ákærður fyrir að myrða sendiráðsstarfsfólk Ísraels Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Sjá meira
Fundi aflýst með skömmum fyrirvara Leiðtogar Evrópusambandsins hugðust ákveða framtíð Grikklands. 12. júlí 2015 09:41
Tillögur Grikkja ræddar Fjármálaráðherrar evruríkjanna hittast á fundi í dag til að ræða tillögur Grikkja til að taka á skuldavanda landsins. 11. júlí 2015 10:27
Óvíst hvort grískur almenningur þoli tvö ár af óvissu Gangi Grikkir úr evrusamstarfinu geta myndast aðstæður sem líkjast fremur stríðssvæði en efnhagsvanda að mati grísks efnahags- og fjármálaráðgjafa. 11. júlí 2015 20:23
Sigmundur segir vanda Grikkja geta haft neikvæð áhrif hér á landi Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra segir viðbúið að komi til efnahagssamdráttar á evrusvæðinu út af skuldavanda Grikklands muni það hafa neikvæð áhrif hér á landi. 11. júlí 2015 12:57
Erfiður en árangurslítill dagur að baki í Brussel Talið er að leiðtogar evrusvæðisins séu verulega efins um að Grikkir fylgi niðurskurðartillögum sínum eftir en áfram verður fundað um vanda gríska ríkisins á morgun. 11. júlí 2015 22:34