Bjóða sextíu milljónir pesóa fyrir upplýsingar um eiturlyfjamógúl Jóhann Óli Eiðsson skrifar 14. júlí 2015 07:57 Göngin þykja mjög fullkomin og líklegt að aðrir fangar, og jafnvel fangaverðir, hafi komið að gerð þeirra. vísir/ap Mexíkósk yfirvöld hafa enn ekki hugmynd um hvar eiturlyfjabaróninn Joaquin Guzman er niðurkominn. Þau bjóða hverjum þeim sem getur vísað á hann 3,8 milljónir dollara í fundarlaun. CNN greinir frá. Síðastliðinn laugardag fór Guzman inn í sturtuklefa í Almoloya de Juarez öryggisfangelsinu og gekk út í frelsið eftir mílu löngum göngum sem virðast hafa verið byggð sérstaklega fyrir hann. Guzman, oft kallaður „hinn smávaxni“, er mikill sérfræðingur í að grafa göng enda þurft að smíða þau nokkur til að koma eiturlyfjum yfir landamærin til Bandaríkjanna.Joaquin Guzmanmynd/embætti saksóknara í mexikó„Fyrstu 72 klukkustundirnar eftir flóttann eru þær mikilvægustu,“ segir Mike Braun fyrrum yfirmaður í fíkniefnalögreglu Bandaríkjanna en hann hefur varið fjölda ára í að rannsaka Guzman. „Ef hann næst ekki á fyrstu þremur dögunum eru yfirgnæfandi líkur á að við munum aldrei sjá hann aftur.“ Sextíu milljónum pesóa hefur verið heitið til höfuðs Guzman. Yfirvöld birtu einnig nýja mynd af honum þar sem hann sést rakaður og án yfirvaraskeggs síns sem hefur, auk smæðarinnar, löngum verið hans aðalsmerki. Fjöldi fanga í fangelsinu hefur verið yfirheyrður vegna málsins og allir yfirmenn þess hafa verið látnir taka poka sinn. Talið er nær öruggt að þeir hafi aðstoðað við flóttann. Göngin sem hann slapp út um voru engin hrákasmíð en þau voru mílulöng, með loftræstikerfi og rúmlega 160 sentimetrar á hæð. Akkúrat passleg svo Guzman gæti gengið uppréttur út í frelsið. Þetta er í annað sinn á þessari öld sem hinn smávaxni sleppur úr fangelsi í landinu. Í fyrra skiptið tók það hann átta ár en það gerðist árið 2001. Núna var hann aðeins tæpt eitt og hálft ár að grafa sig út. Hinn smávaxni er tíundi ríkasti maður Mexíkó og eiturlyfjaveldi hans er það stærsta sem sögur fara af. Hann hefur iðulega ratað á lista Forbes yfir 100 áhrifamestu menn í heiminum. Tengdar fréttir Goðsagnakenndur eitulyfjabarón sleppur á ný Eiturlyfjabaróninn Joaquin Guzman, sem alla jafn er kallaður El Chapo eða "Sá stutti,“ slapp úr fangelsi í Mexíkó í morgun. 12. júlí 2015 11:22 Strokið þykir mikið áfall fyrir forsetann Ráðist hefur verið í umfangsmiklar aðgerðir til að finna strokufangann Joaquin Guzman í Mexíkó. 14. júlí 2015 07:00 Mest lesið „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Erlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna Erlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Innlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent „Gamla góða Ísland, bara betra“ Innlent Milljón dalir eða meira fyrir náðun Erlent Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna Erlent Fleiri fréttir Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Sjá meira
Mexíkósk yfirvöld hafa enn ekki hugmynd um hvar eiturlyfjabaróninn Joaquin Guzman er niðurkominn. Þau bjóða hverjum þeim sem getur vísað á hann 3,8 milljónir dollara í fundarlaun. CNN greinir frá. Síðastliðinn laugardag fór Guzman inn í sturtuklefa í Almoloya de Juarez öryggisfangelsinu og gekk út í frelsið eftir mílu löngum göngum sem virðast hafa verið byggð sérstaklega fyrir hann. Guzman, oft kallaður „hinn smávaxni“, er mikill sérfræðingur í að grafa göng enda þurft að smíða þau nokkur til að koma eiturlyfjum yfir landamærin til Bandaríkjanna.Joaquin Guzmanmynd/embætti saksóknara í mexikó„Fyrstu 72 klukkustundirnar eftir flóttann eru þær mikilvægustu,“ segir Mike Braun fyrrum yfirmaður í fíkniefnalögreglu Bandaríkjanna en hann hefur varið fjölda ára í að rannsaka Guzman. „Ef hann næst ekki á fyrstu þremur dögunum eru yfirgnæfandi líkur á að við munum aldrei sjá hann aftur.“ Sextíu milljónum pesóa hefur verið heitið til höfuðs Guzman. Yfirvöld birtu einnig nýja mynd af honum þar sem hann sést rakaður og án yfirvaraskeggs síns sem hefur, auk smæðarinnar, löngum verið hans aðalsmerki. Fjöldi fanga í fangelsinu hefur verið yfirheyrður vegna málsins og allir yfirmenn þess hafa verið látnir taka poka sinn. Talið er nær öruggt að þeir hafi aðstoðað við flóttann. Göngin sem hann slapp út um voru engin hrákasmíð en þau voru mílulöng, með loftræstikerfi og rúmlega 160 sentimetrar á hæð. Akkúrat passleg svo Guzman gæti gengið uppréttur út í frelsið. Þetta er í annað sinn á þessari öld sem hinn smávaxni sleppur úr fangelsi í landinu. Í fyrra skiptið tók það hann átta ár en það gerðist árið 2001. Núna var hann aðeins tæpt eitt og hálft ár að grafa sig út. Hinn smávaxni er tíundi ríkasti maður Mexíkó og eiturlyfjaveldi hans er það stærsta sem sögur fara af. Hann hefur iðulega ratað á lista Forbes yfir 100 áhrifamestu menn í heiminum.
Tengdar fréttir Goðsagnakenndur eitulyfjabarón sleppur á ný Eiturlyfjabaróninn Joaquin Guzman, sem alla jafn er kallaður El Chapo eða "Sá stutti,“ slapp úr fangelsi í Mexíkó í morgun. 12. júlí 2015 11:22 Strokið þykir mikið áfall fyrir forsetann Ráðist hefur verið í umfangsmiklar aðgerðir til að finna strokufangann Joaquin Guzman í Mexíkó. 14. júlí 2015 07:00 Mest lesið „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Erlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna Erlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Innlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent „Gamla góða Ísland, bara betra“ Innlent Milljón dalir eða meira fyrir náðun Erlent Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna Erlent Fleiri fréttir Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Sjá meira
Goðsagnakenndur eitulyfjabarón sleppur á ný Eiturlyfjabaróninn Joaquin Guzman, sem alla jafn er kallaður El Chapo eða "Sá stutti,“ slapp úr fangelsi í Mexíkó í morgun. 12. júlí 2015 11:22
Strokið þykir mikið áfall fyrir forsetann Ráðist hefur verið í umfangsmiklar aðgerðir til að finna strokufangann Joaquin Guzman í Mexíkó. 14. júlí 2015 07:00