Fótbolti

Vidal sviptur ökuleyfi í tvö ár

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Vidal í réttarsalnum í dag.
Vidal í réttarsalnum í dag. Vísir/AFP
Arturo Vidal hefur verið sviptur ökuleyfi næstu tvö árin fyrir ölvunarakstur. Dómari kvað upp þann úrskurð í Síle í dag.

Vidal varð á dögunum Suður-Ameríkukeppninni með landsliði sínu en keppnin fór fram í Síle. Heimamenn höfðu betur gegn Argentínu í vítaspyrnukeppni.

Á meðan keppninni stóð var Vidal ásamt eiginkonu sinni á heimleið eftir að hafa varið kvöldinu í spilavíti þegar þau lentu í árekstri. Vidal var ölvaður við stýri og lét svo öllum illum látum við lögregluna þegar hann var handtekinn.

Vidal baðst í dag afsökunar á að hafa móðgað lögregluþjón og var gert að greiða öðrum ökumanni í árekstrinum bætur. Hann þarf einnig að sinna samfélagsþjónustu, meðal annars með því að ræða við fanga.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×