Fótbolti

Vidal fær að spila áfram þrátt fyrir ölvunarakstur

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Vidal á blaðamannafundinum í morgun.
Vidal á blaðamannafundinum í morgun. Vísir/Getty
Arturo Vidal mun spila áfram með landsliði Síle í Suður-Ameríkukeppninni sem nú stendur yfir í landinu. Þrátt fyrir að hann hafi nýlegar verið handtekinn fyrir ölvunarakstur eftir að hafa klessukeyrt Ferrari-bifreið sína.

„Ég vil biða alla afsökunar. Alla þá sem voru í árekstrinum og alla í Síle,“ sagði Vidal á blaðamannafundinum í dag. „Ég fór á spilavíti, drakk tvo drykki og lenti svo í slysi sem ógnaði lífi eiginkonu minnar.“

„Ég ætla að gera allt sem ég get til að hjálpa Síle að vinna keppnina,“ bætti hann við en Vidal var handtekinn eftir áreksturinn og missti svo ökuskírteinið í fjóra mánuið.

Forráðamenn landsliðsins hafa nú staðfest að Vidal verði áfram í leikmannahópi Síle þrátt fyrir atvikið. „Ég held að þetta sé ekki jafn alvarlegt og margir halda. Við ákváðum að vísa honum ekki úr hópnum,“ sagði landsliðsþjálfarinn Jorge Sampaoli.

Síle er á toppi A-riðils með fjögur stig en liðið gerði 3-3 jafntefli við Mexíkó á mánudagskvöldið þar sem Vidal skoraði tvö mörk. Síle leikur gegn Bólivíu annað kvöld.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×