Erlent

Yanukovych segist bera að hluta ábyrgð á skotárás á mótmælendur

Aðalsteinn Kjartansson skrifar
Fleiri en 100 mótmælendur létust í árásinni sem átti sér stað eftir mánaðalöng mótmæli.
Fleiri en 100 mótmælendur létust í árásinni sem átti sér stað eftir mánaðalöng mótmæli. Vísir/AFP
Viktor Yanukovych, fyrrverandi forseti Úkraínu, gengst við því að bera að hluta ábyrgð á skotárás hersins á mótmælendur sem leiddu til þess að honum var steypt af stóli í febrúar á síðasta ári. Fleiri en 100 mótmælendur létust í árásinni sem átti sér stað eftir mánaðalöng mótmæli.

Í samtali við BBC segist hann ekki hafa skipað öryggissveitum hersins að skjóta á mótmælendur en að hann hafi ekki gert nóg til að koma í veg fyrir blóðsúthellingar. Herinn hafi hins vegar farið að lögum þegar hún hóf að skjóta mótmælendur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×