Erlent

Lyklaskipti í Danmörku: Lars Løkke gaf Helle selfie-stöng

Atli Ísleifsson skrifar
Ný minnihlutastjórn Venstre tók við völdum í Danmörku í dag, þrátt fyrir að hafa misst þingmenn í kosningunum sem fram fóru fyrr í mánuðinum.
Ný minnihlutastjórn Venstre tók við völdum í Danmörku í dag, þrátt fyrir að hafa misst þingmenn í kosningunum sem fram fóru fyrr í mánuðinum. Vísir/EPA
Lars Løkke Rasmussen tók í dag við forsætisráðherraembættinu í Danmörku. Hann tekur við embættinu af Helle Thorning-Schmidt og höfðu þau lyklaskipti í ráðuneytinu í Kaupmannahöfn nú í hádeginu.

„Þegar maður hættir að gegna embætti forsætisráðherra gefst meiri tími til að verja með fjölskyldunni,“ sagði Rasmussen þegar hann tók við lyklunum úr hendi Thorning-Schmidt og gaf henni fjóra miða á Grøn Koncert, tónlistarhátíðar sem nú stendur yfir í landinu.

„Og til að taka svona „ofur-selfie“, þegar þú stendur fyrir framan sviðið með fjölskyldunni, þá færðu líka svona selfie-stöng,“ sagði nýr forsætisráðherra Danmerkur.

Ný minnihlutastjórn Venstre tók við völdum í Danmörku í dag, þrátt fyrir að hafa misst þingmenn í kosningunum sem fram fóru fyrr í mánuðinum.

Når man ikke skal være statsminister længere, har man mere tid til familien, lød det fra Lars Løkke Rasmussen, da han i...

Posted by DR Nyheder on Monday, 29 June 2015

Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×