Lars Lökke Rasmussen nýr forsætisráðherra Danmerkur Samúel Karl Ólason og Sveinn Arnarsson skrifa 28. júní 2015 11:31 Lars Lökke Rasmussen ásamt ráðherrum nýrrar ríkisstjórnar. Vísir/EPA Lars Lökke Rasmussen er nýr forsætisráðherra Danmerkur, en hann fór á fund Margrétar Danadrottningar nú í morgun og fékk umboð hennar. Flokkur Lars Lökke, Venstre flokkurinn, er í minnihlutastjórn sem studd er og varin vantrausti af öðrum hægri flokkum. Hægri flokkarnir náðu naumum meirihluta í síðustu kosningum Danmerkur fyrr í mánuðinum. Lars Lökke varð formaður Venstre flokksins þegar Anders Fogh Rasmussen hætti sem formaður og forsætisráðherra til að verða framkvæmdastjóri NATO. Hann var síðast forsætisráðherra fyrir tæpum fimm árum þegar Venstre tapaði kosningum fyrir rauðu blokkinni og Helle Torning Schmidt tók við keflinu. Segja má að Lars Lökke eigi níu líf í pólitík. Hann hefur sætt gagnrýni fyrir tóbakskaup og fatakaup sem greidd hafa verið af flokk sínum, Venstre. En nú er hann kominn aftur í stól forsætisráðherra. Helle Torning Schmidt, fráfarandi forsætisráðherra, sagði af sér eftir þingkosningarnar þrátt fyrir að hafa bætt við sig fylgi og flokkur hennar bætt við sig þremur þingmönnum. Rauða blokkin svokallaða, flokkar á vinstri væng danskra stjórnmála, misstu mikið fylgi samanlagt og töpuðu meirihluta sínum í kosningunum. Helle Torning sagði þann tíma sem hún hafi verið forsætisráðherra verið gifturíkan og ábyrgðin á ríkisstjórnarsamstarfinu hafi hvern einasta dag verið hennar. Það hafi einnig verið á hennar ábyrgð að þeir hafi misst meirihlutann og því sagði hún af sér. Danske Folkeparty, sem er hægrisinnaður flokkur með sterkar skoðanir á innflytjendamálum varð stærri en Venstre en þeir vildu vera utan ríkisstjórnar til að hafa sem mest áhrif. Það gerði Lars Lökke erfitt fyrir í ríkisstjórnarviðræðum. Alls eru sautján ráðherrar í ríkisstjórn Rasmussen, en samkvæmt Jyllandsposten voru þeir tuttugu í síðustu ríkisstjórn. Lista yfir meðlimi ríkisstjórnarinnar má sjá hér á vef Jyllandsposten. Meðal helstu málefna nýju ríkisstjórnarinnar er að afnema rannsóknarnefnd sem sett var á laggirnar á síðasta kjörtímabili, en hennar verk var að rannsaka aðild Danmerkur að Íraksstríðinu. Einnig vill Lars Lökke draga úr þróunaraðstoð. Danmörk Þingkosningar í Danmörku Tengdar fréttir Stjórnin fallin í Danmörku Danski þjóðarflokkurinn næststærsti flokkur landsins. 18. júní 2015 21:39 Helle Thorning gengur á fund drottningar Forsætisráðherran biðst lausnar fyrir sig á ráðuneyti sitt. Stjórnarmyndun gæti orðið erfið vegna sterkrar stöðu Þjóðarflokksins. 19. júní 2015 08:49 Helle Thorning-Schmidt segir af sér "Ég var fyrsta konan í Danmörku til að verða forsætisráðherra, en vitið þið hvað? Ég verð ekki sú síðasta.“ 18. júní 2015 23:22 Mest lesið Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Innlent „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Innlent Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Innlent Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Innlent Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Innlent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ Innlent Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Innlent Fleiri fréttir Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Yfir hundrað látnir í Texas Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Eldgos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Sjá meira
Lars Lökke Rasmussen er nýr forsætisráðherra Danmerkur, en hann fór á fund Margrétar Danadrottningar nú í morgun og fékk umboð hennar. Flokkur Lars Lökke, Venstre flokkurinn, er í minnihlutastjórn sem studd er og varin vantrausti af öðrum hægri flokkum. Hægri flokkarnir náðu naumum meirihluta í síðustu kosningum Danmerkur fyrr í mánuðinum. Lars Lökke varð formaður Venstre flokksins þegar Anders Fogh Rasmussen hætti sem formaður og forsætisráðherra til að verða framkvæmdastjóri NATO. Hann var síðast forsætisráðherra fyrir tæpum fimm árum þegar Venstre tapaði kosningum fyrir rauðu blokkinni og Helle Torning Schmidt tók við keflinu. Segja má að Lars Lökke eigi níu líf í pólitík. Hann hefur sætt gagnrýni fyrir tóbakskaup og fatakaup sem greidd hafa verið af flokk sínum, Venstre. En nú er hann kominn aftur í stól forsætisráðherra. Helle Torning Schmidt, fráfarandi forsætisráðherra, sagði af sér eftir þingkosningarnar þrátt fyrir að hafa bætt við sig fylgi og flokkur hennar bætt við sig þremur þingmönnum. Rauða blokkin svokallaða, flokkar á vinstri væng danskra stjórnmála, misstu mikið fylgi samanlagt og töpuðu meirihluta sínum í kosningunum. Helle Torning sagði þann tíma sem hún hafi verið forsætisráðherra verið gifturíkan og ábyrgðin á ríkisstjórnarsamstarfinu hafi hvern einasta dag verið hennar. Það hafi einnig verið á hennar ábyrgð að þeir hafi misst meirihlutann og því sagði hún af sér. Danske Folkeparty, sem er hægrisinnaður flokkur með sterkar skoðanir á innflytjendamálum varð stærri en Venstre en þeir vildu vera utan ríkisstjórnar til að hafa sem mest áhrif. Það gerði Lars Lökke erfitt fyrir í ríkisstjórnarviðræðum. Alls eru sautján ráðherrar í ríkisstjórn Rasmussen, en samkvæmt Jyllandsposten voru þeir tuttugu í síðustu ríkisstjórn. Lista yfir meðlimi ríkisstjórnarinnar má sjá hér á vef Jyllandsposten. Meðal helstu málefna nýju ríkisstjórnarinnar er að afnema rannsóknarnefnd sem sett var á laggirnar á síðasta kjörtímabili, en hennar verk var að rannsaka aðild Danmerkur að Íraksstríðinu. Einnig vill Lars Lökke draga úr þróunaraðstoð.
Danmörk Þingkosningar í Danmörku Tengdar fréttir Stjórnin fallin í Danmörku Danski þjóðarflokkurinn næststærsti flokkur landsins. 18. júní 2015 21:39 Helle Thorning gengur á fund drottningar Forsætisráðherran biðst lausnar fyrir sig á ráðuneyti sitt. Stjórnarmyndun gæti orðið erfið vegna sterkrar stöðu Þjóðarflokksins. 19. júní 2015 08:49 Helle Thorning-Schmidt segir af sér "Ég var fyrsta konan í Danmörku til að verða forsætisráðherra, en vitið þið hvað? Ég verð ekki sú síðasta.“ 18. júní 2015 23:22 Mest lesið Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Innlent „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Innlent Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Innlent Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Innlent Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Innlent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ Innlent Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Innlent Fleiri fréttir Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Yfir hundrað látnir í Texas Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Eldgos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Sjá meira
Helle Thorning gengur á fund drottningar Forsætisráðherran biðst lausnar fyrir sig á ráðuneyti sitt. Stjórnarmyndun gæti orðið erfið vegna sterkrar stöðu Þjóðarflokksins. 19. júní 2015 08:49
Helle Thorning-Schmidt segir af sér "Ég var fyrsta konan í Danmörku til að verða forsætisráðherra, en vitið þið hvað? Ég verð ekki sú síðasta.“ 18. júní 2015 23:22