Erlent

Farþegar GermanWings vélarinnar fluttir heim

Samúel Karl Ólason skrifar
Fjölmargir hafa skilið eftir skilaboð til þeirra sem létust á flugvellinum í Dusseldorf.
Fjölmargir hafa skilið eftir skilaboð til þeirra sem létust á flugvellinum í Dusseldorf. Vísir/AFP
Jarðneskar leifar fjörutíu og fjögurra þýskra flugfarþega sem fórust með GermanWings þotunni sem hrapaði í Ölpunum í mars hafa nú verið fluttar til Þýskalands þar sem fjölskyldur þeirra taka við þeim. Flugmaðurinn Andreas Lubitz tók völdin í flugstjórnarklefanum þegar flugstjórinn brá sér frá og flaug vélinni viljandi utan í fjallgarðinn.

150 manns létust í kjölfarið. Fórnarlömbin voru frá átján löndum en flestir hinna látnu voru Spánverjar og Þjóðverjar, enda var vélin á leiðinni frá Barcelona til Dusseldorf í Þýskalandi.

Lögmaður nokkurra fjölskyldna segir að það muni sefa sorg þeirra að fá loks leifar fjölskyldumeðlima sinna. Sextán af 44 voru skólabörn á leið heim úr skólaferðalagi. Jarðneskar leifar hinna farþega vélarinnar verða sendar heim á komandi vikum. Farþegarnir voru frá 17 löndum þó flestir hafi verið spænskir eða þýskir.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×