Erlent

Búið að bera kennsl á öll fórnarlömb vélar Germanwings

Atli Ísleifsson skrifar
150 fórust þegar vélinni var flogið á fjallið.
150 fórust þegar vélinni var flogið á fjallið. Vísir/AFP
Saksóknari í Frakklandi hefur staðfest að búið sé að bera kennsl á alla þá 150 sem fórust þegar vél Germanwings var flogið á fjall í frönsku Ölpunum í apríl.

Í frétt Reuters kemur fram að þetta þýði að nú loks sé hægt að senda líkamsleifar fórnarlambanna til aðstandenda og til greftrunar.

150 manns létust þegar Airbus A320 vél þýska flugfélagsins Germanwings var grandað nærri bænum Barcelonette þann 23. mars síðastliðinn.

Rannsókn leiddi í ljós að aðstoðarflugmaður vélarinnar hafi læst flugstjóra vélarinnar úti úr flugstjórnarklefanum og svo flogið vélinni viljandi á fjallið.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×