"Vissum ekki að landbúnaðarráðherra færi með kjaramál“ Jóhann Óli Eiðsson skrifar 12. júní 2015 15:53 Þingmenn stjórnarandstöðunnar kalla Sigurð Inga Jóhannsson kjaramálaráðherra þessa stundina vísir/vilhelm Umræða um frumvarp ríkisstjórnarinnar um kjaramál félagsmanna tiltekinna stéttarfélaga BHM og Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga er hafin í þinginu. Samþykkt hefur verið að koma á kvöldfundi. „Við höfum lengi kallað eftir því að fram færi samtal og umræða um þessi mál en við höfum greinilega talað við vitlausa menn. Við gerðum okkur ekki grein fyrir því að hæstvirtur ráðherra, Sigurður Ingi Jóhannsson, færi með kjaramál. Því spyr ég nú, hví varð landbúnaðarráðherra ekki við kröfum okkar um að taka kjaramál til umræðu?“ spurði Guðmundur Steingrímsson í kjölfar þess að Sigurður Ingi Jóhannsson hafði lokið framsögu sinni. Ráðherrann sagði að það væri ekki við hæfi að tala um þessi mál af léttúð. Þeir þingmenn sem tekið hafa til máls í kjölfarið hafa ítrekað talað um Sigurð Inga sem kjaramálaráðherra.Gera athugasemdir við gerðardóminn Gerðar hafa verið athugasemdir, meðal annars af Steingrími J. Sigfússyni og Kristjáni L. Möller, við þau skilyrði sem gerðardómi eru sett og hvernig hann skal skipaður. Í frumvarpinu er tekið fram að Hæstiréttur skuli skipa þrjá nefndarmenn sem muni sitja í dómnum. „Þetta er enginn gerðardómur sem inniheldur aðila deilunnar og einn oddamann. Þetta er nefnd skipuð af Hæstarétti,“ sagði Steingrímur J. Einnig hefur verið sett út á það fyrirkomulag að komi til starfa gerðardóms eigi hann að hafa hliðsjón af kjarasamningum sem undirritaðir hafa verið frá 1. maí þessa árs en slíkt útilokar að tillit verði tekið til samninga sem læknar undirrituðu. „Ég segi til dæmis fyrir mitt leyti nú þegar ég er loksins búinn að sjá þetta frumvarp, að í því samráði hefði til dæmis komið fram tillaga um að væntanlegum gerðardómi, ef hann þyrfti að taka til starfa, bæri þá að taka mið af þeim samningum sem ríkisstjórnin hefur gert. Nefni ég þá læknasamninga og kennarasamninga. Af hverju eru þeir ekki hér inni? Hér er nefnilega dagsetning sett inn í frumvarpið til þess að þeir samningar komi ekki til álita hjá gerðardómi,“ sagði Kristján L. Möller í umræðum um fundarstjórn forseta. Alþingi Verkfall 2016 Tengdar fréttir Hlustaðu á ræðuna: Hróp og köll gerð að utanríkisráðherra Mikill hiti er á Alþingi sem stendur. Rætt hefur verið um fundarstjórn forseta í tæpa klukkustund. 12. júní 2015 14:16 Segja lög á verkfallið nauðsynleg til að gæta almannahagsmuna Frumvarpið komið á vef Alþingis. Áætlað er að þingfundur hefjist klukkan 13.30. 12. júní 2015 11:53 „Það er orðin býsna kindarleg stjórnin á þjóðþingi Íslendinga.“ Helgi Hjörvar sagði Bjarna Benediktsson stjórna þingfundartímum á Alþingi. 12. júní 2015 14:25 Gestir á þingpöllum klöppuðu fyrir Jóni Þór Samþykkt var að taka frumvarp um verkföll á dagskrá þingsins en Píratar greiddu atkvæði gegn því. 12. júní 2015 15:15 Alþingi í beinni: Þingfundur hefst klukkan 13.30 Lög á verkfall BHM og hjúkrunarfræðinga eru á dagskránni. 12. júní 2015 13:15 Mest lesið „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Erlent Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Innlent Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Neytendur Gular viðvaranir vegna norðaustan hríðar Veður Þvag, saur og uppköst í klefum Innlent „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Ekið inn í verslun og á ljósastaur Innlent Fleiri fréttir „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Sjá meira
Umræða um frumvarp ríkisstjórnarinnar um kjaramál félagsmanna tiltekinna stéttarfélaga BHM og Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga er hafin í þinginu. Samþykkt hefur verið að koma á kvöldfundi. „Við höfum lengi kallað eftir því að fram færi samtal og umræða um þessi mál en við höfum greinilega talað við vitlausa menn. Við gerðum okkur ekki grein fyrir því að hæstvirtur ráðherra, Sigurður Ingi Jóhannsson, færi með kjaramál. Því spyr ég nú, hví varð landbúnaðarráðherra ekki við kröfum okkar um að taka kjaramál til umræðu?“ spurði Guðmundur Steingrímsson í kjölfar þess að Sigurður Ingi Jóhannsson hafði lokið framsögu sinni. Ráðherrann sagði að það væri ekki við hæfi að tala um þessi mál af léttúð. Þeir þingmenn sem tekið hafa til máls í kjölfarið hafa ítrekað talað um Sigurð Inga sem kjaramálaráðherra.Gera athugasemdir við gerðardóminn Gerðar hafa verið athugasemdir, meðal annars af Steingrími J. Sigfússyni og Kristjáni L. Möller, við þau skilyrði sem gerðardómi eru sett og hvernig hann skal skipaður. Í frumvarpinu er tekið fram að Hæstiréttur skuli skipa þrjá nefndarmenn sem muni sitja í dómnum. „Þetta er enginn gerðardómur sem inniheldur aðila deilunnar og einn oddamann. Þetta er nefnd skipuð af Hæstarétti,“ sagði Steingrímur J. Einnig hefur verið sett út á það fyrirkomulag að komi til starfa gerðardóms eigi hann að hafa hliðsjón af kjarasamningum sem undirritaðir hafa verið frá 1. maí þessa árs en slíkt útilokar að tillit verði tekið til samninga sem læknar undirrituðu. „Ég segi til dæmis fyrir mitt leyti nú þegar ég er loksins búinn að sjá þetta frumvarp, að í því samráði hefði til dæmis komið fram tillaga um að væntanlegum gerðardómi, ef hann þyrfti að taka til starfa, bæri þá að taka mið af þeim samningum sem ríkisstjórnin hefur gert. Nefni ég þá læknasamninga og kennarasamninga. Af hverju eru þeir ekki hér inni? Hér er nefnilega dagsetning sett inn í frumvarpið til þess að þeir samningar komi ekki til álita hjá gerðardómi,“ sagði Kristján L. Möller í umræðum um fundarstjórn forseta.
Alþingi Verkfall 2016 Tengdar fréttir Hlustaðu á ræðuna: Hróp og köll gerð að utanríkisráðherra Mikill hiti er á Alþingi sem stendur. Rætt hefur verið um fundarstjórn forseta í tæpa klukkustund. 12. júní 2015 14:16 Segja lög á verkfallið nauðsynleg til að gæta almannahagsmuna Frumvarpið komið á vef Alþingis. Áætlað er að þingfundur hefjist klukkan 13.30. 12. júní 2015 11:53 „Það er orðin býsna kindarleg stjórnin á þjóðþingi Íslendinga.“ Helgi Hjörvar sagði Bjarna Benediktsson stjórna þingfundartímum á Alþingi. 12. júní 2015 14:25 Gestir á þingpöllum klöppuðu fyrir Jóni Þór Samþykkt var að taka frumvarp um verkföll á dagskrá þingsins en Píratar greiddu atkvæði gegn því. 12. júní 2015 15:15 Alþingi í beinni: Þingfundur hefst klukkan 13.30 Lög á verkfall BHM og hjúkrunarfræðinga eru á dagskránni. 12. júní 2015 13:15 Mest lesið „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Erlent Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Innlent Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Neytendur Gular viðvaranir vegna norðaustan hríðar Veður Þvag, saur og uppköst í klefum Innlent „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Ekið inn í verslun og á ljósastaur Innlent Fleiri fréttir „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Sjá meira
Hlustaðu á ræðuna: Hróp og köll gerð að utanríkisráðherra Mikill hiti er á Alþingi sem stendur. Rætt hefur verið um fundarstjórn forseta í tæpa klukkustund. 12. júní 2015 14:16
Segja lög á verkfallið nauðsynleg til að gæta almannahagsmuna Frumvarpið komið á vef Alþingis. Áætlað er að þingfundur hefjist klukkan 13.30. 12. júní 2015 11:53
„Það er orðin býsna kindarleg stjórnin á þjóðþingi Íslendinga.“ Helgi Hjörvar sagði Bjarna Benediktsson stjórna þingfundartímum á Alþingi. 12. júní 2015 14:25
Gestir á þingpöllum klöppuðu fyrir Jóni Þór Samþykkt var að taka frumvarp um verkföll á dagskrá þingsins en Píratar greiddu atkvæði gegn því. 12. júní 2015 15:15
Alþingi í beinni: Þingfundur hefst klukkan 13.30 Lög á verkfall BHM og hjúkrunarfræðinga eru á dagskránni. 12. júní 2015 13:15