Innlent

Alþingi í beinni: Þingfundur hefst klukkan 13.30

Jóhann Óli Eiðsson skrifar
Alþingishúsið
Alþingishúsið vísir/gva
Þingfundur, sem átti að hefjast klukkan tíu, er enn ekki hafinn. Nú er áætlað að hann hefjist klukkan 13.30. 

Ekki hefur verið gefið út hvað olli töfinni en víst er að þingflokksfundir seinkuðu dagskránni. Einhverjir þingmenn, þeirra á meðal Össur Skarphéðinsson, hafa gert því í skóna að fundi hafi verið seinkað þar sem Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnhagsráðherra, þurfti að taka til máls á fundi í Valhöll um afnám hafta og lækkun skatta.

Á fundinum mun sjávarútvegs- og landbúðarráðherra mæla fyrir frumvarpi ríkisstjórnarinnar um lög um kjaramál félagsmanna tiltekinna stéttarfélaga innan Bandalags háskólamanna og Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga. Fordæmalaust er að annar ráðherra en forsætisráðherra mæli fyrir frumvarpi um lög á vinnudeilu þegar deilan heyrir undir fleiri en eitt ráðuneyti.

Þegar fundurinn hefst verður hægt að fylgjast með honum í beinni útsendingu hér fyrir neðan.


Tengdar fréttir

Sigmundur mun ekki flytja frumvarpið

Fordæmalaust er að forsætisráðherra flytji ekki frumvarp um frestun verkfalla ef það snertir starfsstéttir fleiri en eins ráðuneytis.

Segir sömu rök gilda um hjúkrunarfólk og lækna

Formaður Félags hjúkrunarfræðinga segir viðbúið að félagsmenn leiti út fyrir landsteinana eftir starfi ef lög verða sett á verkfall. Formaður samninganefndar BHM segir félagið tilbúið til samninga hvenær sem er.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×