Innlent

Gestir á þingpöllum klöppuðu fyrir Jóni Þór

Jóhann Óli Eiðsson skrifar
Gestir á þingpöllum Alþingis klöppuðu fyrir píratanum Jóni Þór Ólafssyni þegar hann hvatti þingmenn til þess að kjósa gegn því að frumvarp um kjaramál tiltekinna félagsmanna innan BHM og Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga yrði tekið fyrir á dagskrá Alþingis.

„Einn þriðji þingmanna verður að kjósa gegn tillögunni til að hún komi ekki á dagskrá og þá sendum við ríkisstjórnina heim með það heim yfir helgina svo hún geti hugsað sinn gang,“ sagði þingmaðurinn.

Félagar í þeim félögum sem lögin munu ná til voru gestir á þingpöllum og klöppuðu er Jón Þór lauk máli sínu áður en Einar K. Guðfinnsson stöðvaði lófatakið með því að slá í bjöllu sína.

Samþykkt var að taka málið á dagskrá en 31 þingmaður greiddi atkvæði með því en þingmenn pírata greiddu atkvæði gegn því. Tuttugu þingmenn sátu hjá. Í kjölfarið var samþykkt að leyfa að þingfundur stæði fram á kvöld.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×