Erlent

160 til viðbótar bjargað úr klóm Boko Haram

Atli Ísleifsson skrifar
Foreldrar skólastúlkna sem var rænt í Nígeríu fyrir um ári koma saman.
Foreldrar skólastúlkna sem var rænt í Nígeríu fyrir um ári koma saman. Vísir/AFP
Nígerískar öryggissveitir hafa bjargað um 160 gíslum til viðbótar úr klóm hryðjuverkasamtakanna Boko Haram. AFP greinir frá þessu.

„Þetta snýst um í kringum sextíu konur og hundrað börn,“ segir Sani Usman, talsmaður Nígeríuhers.

Fyrr í vikunni greindi nígeríski herinn frá því að hermenn hefðu bjargað tvö hundruð stúlkum og 93 konum úr höndum Boko Haram í Sambisa-skógi í norðausturhluta landsins.

Öfgasamtökin Boko Haram hafa látið mikið að sér kveða síðustu ár og hafa þúsundir fallið í árásum þeirra í Nígeríu.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×