Erlent

Halda áfram að klífa Everest

Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Átján létust í skriðunni.
Átján létust í skriðunni. Vísir/AFP
Opnað verður fyrir göngur upp Everest fjall strax í næstu viku þrátt fyrir hinn stóra skjálfta í Nepal síðastliðinn laugardag.

Átján létust á fjallinu af völdum skriðu sem kom í kjölfar jarðskjálftans. Skriðan eyðilagði einnig stiga í hinu ótrausta svæði ofarlega í fjallinu sem kallast Khumbu og því var ekki ljóst hvort að hægt yrði að klífa tindinn á þessu ári. En fulltrúar ferðaþjónustunar hafa ráðlagt fjallgöngumönnum frá því að hætta við áform sín þar sem til stendur að laga stigana á næstu dögum. Sagt er að engin vísindaleg ástæða sé til staðar sem gæti gefið til kynna að annars skjálfta væri von.

Sjá einnig: Bjargaði lífi Ingólfs að vera ekki í grunnbúðunum

Átta hundruð manns voru á fjallinu þegar skriðan féll en hún gjöreyðilagði grunnbúðirnar.

Vilborg Arna Gissurardóttir og Ingólfur Axelsson sem voru á fjallinu þegar skjálftinn átti sér stað eru þó bæði hætt við að klífa fjallið og eru á leið heim. Þau segja það hafa bjargað sér að hafa verið staðsett í búðum eitt en ekki grunnbúðunum þegar skjálftinn átti sér stað. 


Tengdar fréttir

Þrír úr hópi Ingólfs fórust

Ingólfur Axelsson segir frá því á samskiptamiðlinum Facebook að hann sé kominn í grunnbúðir Everest.

Tala látinna hækkar enn

Neyðarástandið versnar hratt víða í einangruðum þorpum þar sem matar- og vatnsskortur blasir við. Tala látinna var í gær komin yfir fjögur þúsund og átti líklega eftir að hækka. Nærri sjö þúsund manns slösuðust.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×