Þórður Steinar: Menn eiga hiklaust að fara til Færeyja Tómas Þór Þórðarson skrifar 27. apríl 2015 09:30 Þórður Steinar Hreiðarsson. mynd/skjáskot „Við erum vel gíraðir, búnir að æfa stíft og mikið og erum klárir,“ segir Þórður Steinar Hreiðarsson, miðvörður Vals, um komandi tímabili í Pepsi-deildnini við Vísi. Valur, sem varð Reykjavíkurmeistari, féll úr leik í átta liða úrslitum Lengjubikarsins þegar liðið tapaði, 5-1, fyrir Breiðabliki. Valsliðið hefur, fyrir utan þann leik, spilað ágætlega á undirbúningstímabilinu. Það skoraði mest í sínum riðli í Lengjubikarnum og fékk á sig fæst. „Mestmegnis höfum við verið ánægðir en auðvitað hafa einn eða tveir leikir ekki gengið upp,“ segir Þórður Steinar. „Við förum þannig séð vel í gegnum riðlakeppnina en leikurinn á móti Blikum henti öllu á hvolf. Vegna hans getum við ekki verið jafnsáttir og við vorum og þurfum að halda áfram að fínpússa ákveðna hluti.“ „Pabbi vildi nú meina að við værum ekki að spila í þeim eins og við höfum verið að gera. Mér finnst við vera á skemmtiskokki þegar ég horfi á leikinn aftur. Þetta var ljótur skellur en það verður bara að halda áfram,“ segir Þórður Steinar.Ánægðastur með liðsheildina Ólafur Jóhannesson, þjálfari Vals, sagði í viðtali á dögunum að Valur væri ekki með nógu gott lið til að berjast um Evrópusæti. Þórður tekur í raun undir það og kippir sér ekkert upp við að Fréttablaðið og Vísir spáir Val sjötta sætinu. „Það er í raun og veru ekki hægt að gera neinar stærri kröfur. Við erum með lið eins og FH, KR, Stjörnuna og Breiðablik sem eru búin að bæta öll svakalega við sig. Ég er smá smeykur við þá en hlakka til að mæta þeim,“ segir Þórður, en hvað er hann ánægðastur með hjá liðinu? „Ég er mjög ánægður með liðsheildina og hvernig menn snúa bökum saman og þjappa sér saman þegar svona hlutir eins og gegn Blikum koma fyrir. Það er ekki farið í rifrildi eða leiðindi heldur setjumst við niður og ræðum málin. Við segjum hvað okkur finnst hafa farið úrskeiðis og svo er reynt að laga það á næstu æfingu,“ segir Þórður Steinar.Ævintýri í Færeyjum Þórður Steinar spilaði eitt sumar í Færeyjum með HB í Þórshöfn þegar Kristján Guðmundsson þjálfaði liðið. Hann fylgist enn með gangi mála þar. „Ég fylgist með því á netinu, en ég hef ekki verið nógu duglegur að hringja og horfa. Þetta er svolítið mikið breytt lið og flestir af mínum félögum farnir,“ segir Þórður. „Þetta var frekar furðulegur hópur þegar ég var þarna. Það var einhver smiður sem hafði búið í Danmörku og svo hætti hann þegar hann komst í landsliðið. Hann var bara í einhverju djóki.“ Hann mælir með að allir leikmenn sem vantar meiri spiltíma fari til Færeyjar. „Þetta var ævintýri og ég mæli með að menn geri þetta hiklaust ef þeir eru að leita sér að spiltíma. Alveg hiklaust að fara til Færeyja,“ segir Þórður Steinar Hreiðarsson. Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Spá Fréttablaðsins og Vísis: Valur hafnar í 6. sæti Valsmenn eru komnir með fyrrverandi landsliðsþjálfara í brúnna og enda um miðja deild samkvæm spánni. 27. apríl 2015 09:00 Mest lesið „Gætum ekki verið spenntari að koma aftur til Íslands“ Fótbolti Leggur til bíl ef félagið ákveður að ræna Antony Fótbolti Segir sína menn þurfa að vera í „meistara ásigkomulagi“ Körfubolti „Þeir vilja náttúrulega fleiri leiki líka“ Körfubolti Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára Körfubolti Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Handbolti Dagskráin í dag: Sextán beinar útsendingar Sport Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Handbolti Brynjar Karl svarar fyrir sig: „Ég má ekki verja mig opinberlega“ Körfubolti Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Handbolti Fleiri fréttir „Þetta var ákvörðun sem ég þurfti að taka“ „Finnst þessir fyrstu tveir leikir hræðilegir“ Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ „Fannst ekkert gerast nema Fanndís væri að gera eitthvað“ „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Sjáðu sjálfsmarkið sem skipti sköpum og fyrstu mörk Lífar Fylki og Keflavík spáð sigri í Lengjudeildunum Stokke í raðir Aftureldingar Bikarvörnin hefst gegn Fram „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni „Fannst við halda góðri stjórn á leiknum“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Uppgjörið: Víkingur R. - Þróttur R. 0-1 | Óheppilegt sjálfsmark skilaði gestunum sigri Hin þaulreynda Anna Björk heim í KR Henríetta lánuð til Þór/KA Aftur heim í Stjörnuna eftir dvöl hjá FH Gylfi valdið mestum vonbrigðum Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik Fagnaði tvítugsafmæli í gær og lánaður til FH í dag Stærsti sigur KR á ÍA í deildarleik Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu „Jæja Heimir, þú verður að hjálpa mér að enda þetta vel“ Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum „Þetta var erfitt og maður var aldrei rólegur“ Sjá meira
„Við erum vel gíraðir, búnir að æfa stíft og mikið og erum klárir,“ segir Þórður Steinar Hreiðarsson, miðvörður Vals, um komandi tímabili í Pepsi-deildnini við Vísi. Valur, sem varð Reykjavíkurmeistari, féll úr leik í átta liða úrslitum Lengjubikarsins þegar liðið tapaði, 5-1, fyrir Breiðabliki. Valsliðið hefur, fyrir utan þann leik, spilað ágætlega á undirbúningstímabilinu. Það skoraði mest í sínum riðli í Lengjubikarnum og fékk á sig fæst. „Mestmegnis höfum við verið ánægðir en auðvitað hafa einn eða tveir leikir ekki gengið upp,“ segir Þórður Steinar. „Við förum þannig séð vel í gegnum riðlakeppnina en leikurinn á móti Blikum henti öllu á hvolf. Vegna hans getum við ekki verið jafnsáttir og við vorum og þurfum að halda áfram að fínpússa ákveðna hluti.“ „Pabbi vildi nú meina að við værum ekki að spila í þeim eins og við höfum verið að gera. Mér finnst við vera á skemmtiskokki þegar ég horfi á leikinn aftur. Þetta var ljótur skellur en það verður bara að halda áfram,“ segir Þórður Steinar.Ánægðastur með liðsheildina Ólafur Jóhannesson, þjálfari Vals, sagði í viðtali á dögunum að Valur væri ekki með nógu gott lið til að berjast um Evrópusæti. Þórður tekur í raun undir það og kippir sér ekkert upp við að Fréttablaðið og Vísir spáir Val sjötta sætinu. „Það er í raun og veru ekki hægt að gera neinar stærri kröfur. Við erum með lið eins og FH, KR, Stjörnuna og Breiðablik sem eru búin að bæta öll svakalega við sig. Ég er smá smeykur við þá en hlakka til að mæta þeim,“ segir Þórður, en hvað er hann ánægðastur með hjá liðinu? „Ég er mjög ánægður með liðsheildina og hvernig menn snúa bökum saman og þjappa sér saman þegar svona hlutir eins og gegn Blikum koma fyrir. Það er ekki farið í rifrildi eða leiðindi heldur setjumst við niður og ræðum málin. Við segjum hvað okkur finnst hafa farið úrskeiðis og svo er reynt að laga það á næstu æfingu,“ segir Þórður Steinar.Ævintýri í Færeyjum Þórður Steinar spilaði eitt sumar í Færeyjum með HB í Þórshöfn þegar Kristján Guðmundsson þjálfaði liðið. Hann fylgist enn með gangi mála þar. „Ég fylgist með því á netinu, en ég hef ekki verið nógu duglegur að hringja og horfa. Þetta er svolítið mikið breytt lið og flestir af mínum félögum farnir,“ segir Þórður. „Þetta var frekar furðulegur hópur þegar ég var þarna. Það var einhver smiður sem hafði búið í Danmörku og svo hætti hann þegar hann komst í landsliðið. Hann var bara í einhverju djóki.“ Hann mælir með að allir leikmenn sem vantar meiri spiltíma fari til Færeyjar. „Þetta var ævintýri og ég mæli með að menn geri þetta hiklaust ef þeir eru að leita sér að spiltíma. Alveg hiklaust að fara til Færeyja,“ segir Þórður Steinar Hreiðarsson.
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Spá Fréttablaðsins og Vísis: Valur hafnar í 6. sæti Valsmenn eru komnir með fyrrverandi landsliðsþjálfara í brúnna og enda um miðja deild samkvæm spánni. 27. apríl 2015 09:00 Mest lesið „Gætum ekki verið spenntari að koma aftur til Íslands“ Fótbolti Leggur til bíl ef félagið ákveður að ræna Antony Fótbolti Segir sína menn þurfa að vera í „meistara ásigkomulagi“ Körfubolti „Þeir vilja náttúrulega fleiri leiki líka“ Körfubolti Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára Körfubolti Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Handbolti Dagskráin í dag: Sextán beinar útsendingar Sport Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Handbolti Brynjar Karl svarar fyrir sig: „Ég má ekki verja mig opinberlega“ Körfubolti Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Handbolti Fleiri fréttir „Þetta var ákvörðun sem ég þurfti að taka“ „Finnst þessir fyrstu tveir leikir hræðilegir“ Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ „Fannst ekkert gerast nema Fanndís væri að gera eitthvað“ „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Sjáðu sjálfsmarkið sem skipti sköpum og fyrstu mörk Lífar Fylki og Keflavík spáð sigri í Lengjudeildunum Stokke í raðir Aftureldingar Bikarvörnin hefst gegn Fram „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni „Fannst við halda góðri stjórn á leiknum“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Uppgjörið: Víkingur R. - Þróttur R. 0-1 | Óheppilegt sjálfsmark skilaði gestunum sigri Hin þaulreynda Anna Björk heim í KR Henríetta lánuð til Þór/KA Aftur heim í Stjörnuna eftir dvöl hjá FH Gylfi valdið mestum vonbrigðum Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik Fagnaði tvítugsafmæli í gær og lánaður til FH í dag Stærsti sigur KR á ÍA í deildarleik Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu „Jæja Heimir, þú verður að hjálpa mér að enda þetta vel“ Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum „Þetta var erfitt og maður var aldrei rólegur“ Sjá meira
Spá Fréttablaðsins og Vísis: Valur hafnar í 6. sæti Valsmenn eru komnir með fyrrverandi landsliðsþjálfara í brúnna og enda um miðja deild samkvæm spánni. 27. apríl 2015 09:00
Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Handbolti
Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Handbolti