„Íslandsvinurinn“ Hahne rekinn úr Svíþjóðardemókrötum Bjarki Ármannsson skrifar 27. apríl 2015 17:36 William Hahne hefur verið rekinn úr Svíþjóðardemókrötum. Gustav Kasselstrand, formaður ungliðahreyfingar Svíþjóðardemókrata, og William Hahne, varaformaður ungliðahreyfingarinnar, hafa verið reknir úr flokknum. Aftonbladet hefur eftir Richard Jomshof, formanni flokksins, að alls hafi sjö manns verið reknir úr flokknum en Kasselstrand og Hahne eru þeir einu sem hafa verið nafngreindir að svo stöddu. Svíþjóðardemókratarnir eru þjóðernissinnaður hægriflokkur sem lýst hafa yfir andúð á innflytjendum. Flokkurinn mældist sá þriðji stærsti í þingkosningunum í Svíþjóð í fyrra með 12,9 prósent atkvæða. Hinn umdeildi Hahne er Íslendingum ef til vill kunnugur fyrir að hafa tvívegis ratað í fjölmiðla hér á landi. Árið 2010 greindi Fréttablaðið frá því að honum hefði verið hent út af Ölstofunni fyrir að veitast að barþjóni af palestínskum uppruna. Hahne var þá staddur hér á landi vegna þings Norðurlandaráðs. Hann baðst síðar opinberlega afsökunar á hegðun sinni.Sjá einnig: Íslendingur í myndbandi sænsks öfgaflokks Vísir greindi svo frá því í fyrra að Diljá Helgadóttir, fulltrúi ungra framsóknarmanna á þingi Norðurlandaráðs æskunnar, hefði birt mynd af sér með Hahne á samfélagsmiðlum. Hún eyddi þó síðar myndinni og meðlimir íslenskra ungliðahreyfinga sem sóttu þingið sögðu að hún hefði ekki vitað hver Hahne væri þegar hún birti myndina. Hahne og Kasselstrand eru ásakaðir af forystumönnum Svíþjóðardemókrata um að hafa, í slagtogi við fólk úr „öfgahópum“ utan flokksins, reynt að styrkja stöðu sína innan flokksins og breyta um leið áherslum hans. Tvímenningarnir greindu frá því á Twitter fyrr í mánuðinum að til stæði að reka þá og nokkra aðra úr flokknum og sakaði Hahne leiðtoga flokksins um „sovésk vinnubrögð.“ Tengdar fréttir Segist ekki vera rasisti - bara hrokafullur „Ég hef aldrei hent neinu í neinn,” segir upplýsingafulltrúi ungliðahreyfingar Svíþjóðardemókrata, William Hahne, en hann var sakaður um rasíska tilburði á Ölstofunni fyrr í vikunni sem endaði á því að hann hellti vatni á barþjón sem er af palenstínsku uppruna. 5. nóvember 2010 13:41 Íslendingur í myndbandi sænsks öfgaflokks Í myndbandinu beina ungliðar Svíþjóðardemókratar orðum sínum að ungu fólki í Evrópu og vara það við erlendum áhrifum. 28. maí 2014 14:45 Fullyrða að Diljá hafi ekki vitað í hvaða flokki Hahne væri Fulltrúi Framsóknar á þingi Norðurlandaráðs æskunnar birti mynd af sér með varaformanni ungliðahreyfingar Svíþjóðardemókrata. 27. október 2014 15:33 Vonarstjarna Framsóknarflokks í slagtogi með umdeildum ungliða Vel fór á með fulltrúa Framsóknarflokksins og varaformanni ungliðahreyfingar Svíðþjóðardemókrata um helgina. 27. október 2014 14:01 Rasismi ungliða skók sendinefnd Svíþjóðar Ungliði úr röðum Svíþjóðardemókrata veittist að barþjóni af erlendum uppruna á Ölstofu Kormáks og Skjaldar í fyrrakvöld og kastaði í hann bjórglasi. Sendinefnd Svíþjóðar á Norðurlandaráðsþinginu hafði samband við barþjóninn í gær og óskaði eftir að fá að hitta hann svo ungliðinn gæti beðist afsökunar. 5. nóvember 2010 08:00 Norðurlandaráð bað barþjón afsökunar Frétt af árás ungliðaforingja Svíþjóðardemókrata á barþjón í Reykjavík var meðal mest lesnu frétta sænskra vefmiðla í gær. Norðurlandaráð æskunnar bað barþjóninn afsökunar eftir fund forseta þess með forseta Norðurlandaráðs. 6. nóvember 2010 06:00 Mest lesið Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Innlent Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Fyrstu þreifingar áramótaveðurspár Veður Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Fær íshellaferð ekki endurgreidda Innlent Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Erlent Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Innlent Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Gefur lítið fyrir staðhæfingar um nýfallið hitamet Veður Fleiri fréttir Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Baulað á Albanese á minningarathöfn á Bondi-strönd Kvarta yfir ritskoðun Epstein-skjala: „Við vitum ekki hvað við vitum ekki“ Níu skotnir til bana á krá Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Sjá meira
Gustav Kasselstrand, formaður ungliðahreyfingar Svíþjóðardemókrata, og William Hahne, varaformaður ungliðahreyfingarinnar, hafa verið reknir úr flokknum. Aftonbladet hefur eftir Richard Jomshof, formanni flokksins, að alls hafi sjö manns verið reknir úr flokknum en Kasselstrand og Hahne eru þeir einu sem hafa verið nafngreindir að svo stöddu. Svíþjóðardemókratarnir eru þjóðernissinnaður hægriflokkur sem lýst hafa yfir andúð á innflytjendum. Flokkurinn mældist sá þriðji stærsti í þingkosningunum í Svíþjóð í fyrra með 12,9 prósent atkvæða. Hinn umdeildi Hahne er Íslendingum ef til vill kunnugur fyrir að hafa tvívegis ratað í fjölmiðla hér á landi. Árið 2010 greindi Fréttablaðið frá því að honum hefði verið hent út af Ölstofunni fyrir að veitast að barþjóni af palestínskum uppruna. Hahne var þá staddur hér á landi vegna þings Norðurlandaráðs. Hann baðst síðar opinberlega afsökunar á hegðun sinni.Sjá einnig: Íslendingur í myndbandi sænsks öfgaflokks Vísir greindi svo frá því í fyrra að Diljá Helgadóttir, fulltrúi ungra framsóknarmanna á þingi Norðurlandaráðs æskunnar, hefði birt mynd af sér með Hahne á samfélagsmiðlum. Hún eyddi þó síðar myndinni og meðlimir íslenskra ungliðahreyfinga sem sóttu þingið sögðu að hún hefði ekki vitað hver Hahne væri þegar hún birti myndina. Hahne og Kasselstrand eru ásakaðir af forystumönnum Svíþjóðardemókrata um að hafa, í slagtogi við fólk úr „öfgahópum“ utan flokksins, reynt að styrkja stöðu sína innan flokksins og breyta um leið áherslum hans. Tvímenningarnir greindu frá því á Twitter fyrr í mánuðinum að til stæði að reka þá og nokkra aðra úr flokknum og sakaði Hahne leiðtoga flokksins um „sovésk vinnubrögð.“
Tengdar fréttir Segist ekki vera rasisti - bara hrokafullur „Ég hef aldrei hent neinu í neinn,” segir upplýsingafulltrúi ungliðahreyfingar Svíþjóðardemókrata, William Hahne, en hann var sakaður um rasíska tilburði á Ölstofunni fyrr í vikunni sem endaði á því að hann hellti vatni á barþjón sem er af palenstínsku uppruna. 5. nóvember 2010 13:41 Íslendingur í myndbandi sænsks öfgaflokks Í myndbandinu beina ungliðar Svíþjóðardemókratar orðum sínum að ungu fólki í Evrópu og vara það við erlendum áhrifum. 28. maí 2014 14:45 Fullyrða að Diljá hafi ekki vitað í hvaða flokki Hahne væri Fulltrúi Framsóknar á þingi Norðurlandaráðs æskunnar birti mynd af sér með varaformanni ungliðahreyfingar Svíþjóðardemókrata. 27. október 2014 15:33 Vonarstjarna Framsóknarflokks í slagtogi með umdeildum ungliða Vel fór á með fulltrúa Framsóknarflokksins og varaformanni ungliðahreyfingar Svíðþjóðardemókrata um helgina. 27. október 2014 14:01 Rasismi ungliða skók sendinefnd Svíþjóðar Ungliði úr röðum Svíþjóðardemókrata veittist að barþjóni af erlendum uppruna á Ölstofu Kormáks og Skjaldar í fyrrakvöld og kastaði í hann bjórglasi. Sendinefnd Svíþjóðar á Norðurlandaráðsþinginu hafði samband við barþjóninn í gær og óskaði eftir að fá að hitta hann svo ungliðinn gæti beðist afsökunar. 5. nóvember 2010 08:00 Norðurlandaráð bað barþjón afsökunar Frétt af árás ungliðaforingja Svíþjóðardemókrata á barþjón í Reykjavík var meðal mest lesnu frétta sænskra vefmiðla í gær. Norðurlandaráð æskunnar bað barþjóninn afsökunar eftir fund forseta þess með forseta Norðurlandaráðs. 6. nóvember 2010 06:00 Mest lesið Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Innlent Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Fyrstu þreifingar áramótaveðurspár Veður Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Fær íshellaferð ekki endurgreidda Innlent Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Erlent Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Innlent Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Gefur lítið fyrir staðhæfingar um nýfallið hitamet Veður Fleiri fréttir Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Baulað á Albanese á minningarathöfn á Bondi-strönd Kvarta yfir ritskoðun Epstein-skjala: „Við vitum ekki hvað við vitum ekki“ Níu skotnir til bana á krá Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Sjá meira
Segist ekki vera rasisti - bara hrokafullur „Ég hef aldrei hent neinu í neinn,” segir upplýsingafulltrúi ungliðahreyfingar Svíþjóðardemókrata, William Hahne, en hann var sakaður um rasíska tilburði á Ölstofunni fyrr í vikunni sem endaði á því að hann hellti vatni á barþjón sem er af palenstínsku uppruna. 5. nóvember 2010 13:41
Íslendingur í myndbandi sænsks öfgaflokks Í myndbandinu beina ungliðar Svíþjóðardemókratar orðum sínum að ungu fólki í Evrópu og vara það við erlendum áhrifum. 28. maí 2014 14:45
Fullyrða að Diljá hafi ekki vitað í hvaða flokki Hahne væri Fulltrúi Framsóknar á þingi Norðurlandaráðs æskunnar birti mynd af sér með varaformanni ungliðahreyfingar Svíþjóðardemókrata. 27. október 2014 15:33
Vonarstjarna Framsóknarflokks í slagtogi með umdeildum ungliða Vel fór á með fulltrúa Framsóknarflokksins og varaformanni ungliðahreyfingar Svíðþjóðardemókrata um helgina. 27. október 2014 14:01
Rasismi ungliða skók sendinefnd Svíþjóðar Ungliði úr röðum Svíþjóðardemókrata veittist að barþjóni af erlendum uppruna á Ölstofu Kormáks og Skjaldar í fyrrakvöld og kastaði í hann bjórglasi. Sendinefnd Svíþjóðar á Norðurlandaráðsþinginu hafði samband við barþjóninn í gær og óskaði eftir að fá að hitta hann svo ungliðinn gæti beðist afsökunar. 5. nóvember 2010 08:00
Norðurlandaráð bað barþjón afsökunar Frétt af árás ungliðaforingja Svíþjóðardemókrata á barþjón í Reykjavík var meðal mest lesnu frétta sænskra vefmiðla í gær. Norðurlandaráð æskunnar bað barþjóninn afsökunar eftir fund forseta þess með forseta Norðurlandaráðs. 6. nóvember 2010 06:00