Rasismi ungliða skók sendinefnd Svíþjóðar 5. nóvember 2010 08:00 Ölstofan Ungliðanum var vísað út af staðnum eftir að hafa veist að barþjóninum. Fjöldi gesta á Norðurlandaráðsþinginu var staddur á Ölstofunni að skemmta sér þetta kvöld.Fréttablaðið/vilhelm Ungliði úr röðum Svíþjóðardemókrata veittist að barþjóni af erlendum uppruna á Ölstofu Kormáks og Skjaldar í fyrrakvöld og kastaði í hann bjórglasi. Sendinefnd Svíþjóðar á Norðurlandaráðsþinginu hafði samband við barþjóninn í gær og óskaði eftir að fá að hitta hann svo ungliðinn gæti beðist afsökunar. „Hann var búinn að vera til leiðinda í svolítinn tíma," segir Kormákur Geirharðsson, annar eigenda Ölstofunnar. Ungliðinn hafi verið nokkuð drukkinn og linnulítið hreytt rasískum ónotum á sænsku í barþjóninn, sem er íslenskur og sænskur, en af palestínskum uppruna. „Það vildi til að hann var alinn upp í Svíþjóð og skildi allar blammeringarnar," segir Kormákur. Þegar maðurinn hafi síðan viljað fá afgreiðslu hjá barþjóninum eftir svívirðingarnar - og hent í hann greiðslukorti - hafi þjónninn fengið nóg, hent kortinu til baka og afþakkað viðskiptin við hann. „Þá barði hann í borðið og svo tók hann næsta bjórglas sem hann sá og grýtti í drenginn," segir Kormákur. Glasið hæfði barþjóninn í öxlina en honum varð þó ekki meint af. „Hann sagði sjálfur að hann hefði bara ætlað að skvetta á hann en misst glasið," segir Kormákur. Í kjölfarið hafi honum verið vísað út af staðnum. Hann hafi þrætt fyrir að eiga sök á uppákomunni og þá verið boðið að fá lögreglu á staðinn til að fara yfir upptökur úr öryggismyndavél. Það hafi hann ekki viljað. Kormákur gerir ekki lítið úr atvikinu. „Þetta er töluvert mikið mál. Þetta á ekki að sjást og við líðum ekki svona hér. Þetta setti svartan blett á sænsku sendinefndina og ég veit að þeim finnst það ekki gott." Og það stendur heima. Heimildir Fréttablaðsins herma að sendinefndin hafi verið svo miður sín yfir uppákomunni að fulltrúi hennar hafi, með hjálp starfsmanna Alþingis, komið sér í samband við barþjóninn og óskað eftir því að fá að hitta hann áður en hópurinn fór af landi brott síðdegis í gær svo ungliðinn gæti beðist afsökunar á framferði sínu. Ekki fengust upplýsingar um það í gær hvort barþjónninn hefði þegið boðið. stigur@frettabladid.is Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Fleiri fréttir Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Sjá meira
Ungliði úr röðum Svíþjóðardemókrata veittist að barþjóni af erlendum uppruna á Ölstofu Kormáks og Skjaldar í fyrrakvöld og kastaði í hann bjórglasi. Sendinefnd Svíþjóðar á Norðurlandaráðsþinginu hafði samband við barþjóninn í gær og óskaði eftir að fá að hitta hann svo ungliðinn gæti beðist afsökunar. „Hann var búinn að vera til leiðinda í svolítinn tíma," segir Kormákur Geirharðsson, annar eigenda Ölstofunnar. Ungliðinn hafi verið nokkuð drukkinn og linnulítið hreytt rasískum ónotum á sænsku í barþjóninn, sem er íslenskur og sænskur, en af palestínskum uppruna. „Það vildi til að hann var alinn upp í Svíþjóð og skildi allar blammeringarnar," segir Kormákur. Þegar maðurinn hafi síðan viljað fá afgreiðslu hjá barþjóninum eftir svívirðingarnar - og hent í hann greiðslukorti - hafi þjónninn fengið nóg, hent kortinu til baka og afþakkað viðskiptin við hann. „Þá barði hann í borðið og svo tók hann næsta bjórglas sem hann sá og grýtti í drenginn," segir Kormákur. Glasið hæfði barþjóninn í öxlina en honum varð þó ekki meint af. „Hann sagði sjálfur að hann hefði bara ætlað að skvetta á hann en misst glasið," segir Kormákur. Í kjölfarið hafi honum verið vísað út af staðnum. Hann hafi þrætt fyrir að eiga sök á uppákomunni og þá verið boðið að fá lögreglu á staðinn til að fara yfir upptökur úr öryggismyndavél. Það hafi hann ekki viljað. Kormákur gerir ekki lítið úr atvikinu. „Þetta er töluvert mikið mál. Þetta á ekki að sjást og við líðum ekki svona hér. Þetta setti svartan blett á sænsku sendinefndina og ég veit að þeim finnst það ekki gott." Og það stendur heima. Heimildir Fréttablaðsins herma að sendinefndin hafi verið svo miður sín yfir uppákomunni að fulltrúi hennar hafi, með hjálp starfsmanna Alþingis, komið sér í samband við barþjóninn og óskað eftir því að fá að hitta hann áður en hópurinn fór af landi brott síðdegis í gær svo ungliðinn gæti beðist afsökunar á framferði sínu. Ekki fengust upplýsingar um það í gær hvort barþjónninn hefði þegið boðið. stigur@frettabladid.is
Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Fleiri fréttir Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Sjá meira