Vonarstjarna Framsóknarflokks í slagtogi með umdeildum ungliða 27. október 2014 14:01 Myndin af Diljá og Hahne hefur farið víða um net. Um helgina var Diljá Helgadóttir, ungliði í Framsóknarflokknum, fulltrúi NCF, samtaka ungra miðjumanna á Norðurlöndunum, á ráðstefnunni Nordic Youth Council í sænska þinginu. Diljá segir á Facebook-síðu sinni mjög gagnlegt og gaman að rökræða stjórnmál við meðlimi innan allra flokka frá Norðurlöndunum. „Hilsen fra Stockholm!“ segir Diljá. Áður hafði Diljá birt mynd af sé og Willam Hahne, varaformanni ungliðahreyfingar Svíþjóðardemókrata. Og fór vel á með þeim tveimur. Diljá hefur reyndar fjarlægt myndina af Facebooksíðu sinni, einhverra hluta vegna, en Vísir hefur í morgun gert ítrekaðar tilraunir til að ná tali af Diljá, meðal annars til að spyrja hana nánar út í samband hennar við Hahne, en án árangurs.Svíþjóðardemókratar og Framsóknarmenn Myndin hefur farið víða á netinu og vakið athygli en Hahne er mjög umdeildur og hefur verið kenndur við rasisma. Svíþjóðardemókratar er þjóðernissinnaður hægriflokkur og þegar hann bauð fram fyrir fjórum árum, en hafði fyrsta sinni boðið fram 1988, vann hann stórsigur og hlaut tuttugu þingsæti. Flokkurinn rekur harða innflytjendastefnu og lýstu fulltrúar allra annarra flokka því yfir fyrir kosningar að vegna andúðar flokksmanna á innflytjendum kæmi ekki til greina að mynda með þeim stjórn.Fréttablaðið fjallaði um það þegar Hahne lét dólgslega á Ölstofunni og var varpað á dyr eftir að hafa kallað ókvæðisorðum að barþjóni af palestínskum uppruna.Íslandsvinurinn Hahne Willam Hahne er Íslandsvinur, ef þannig má að orði komast, en árið 2010 greindi Fréttablaðið frá því að honum hafi verið hent út af Ölstofunni vegna þess að hann veittist að barþjóni sem var af palestínskum uppruna. Hahne var þá staddur á þingi Norðurlandaráðs sem hér var haldið og var sænska sendinefndin miður sín vegna atburðarins og Hahne skrifaði afsökunarbeiðni í kjölfar þessa. Hér að neðan má myndband sem Svíþjóðardemókratarnir sendu frá sér í aðdraganda þingkosninganna síðustu. Og gefur það ágæta mynd af áhersluatriðum og stefnu flokksins. Uppfært 15:00Í fyrstu útgáfu þessarar fréttar var fullyrt að Svíþjóðardemókratar væru systurflokkur Framsóknarflokksins á Íslandi. Það er einfaldlega rangt og slæddist þetta inn í textann fyrir mistök og er beðist velvirðingar á því.Uppfært klukkan 16:05 Í upphaflegri útgáfu fréttarinnar var þeirri spurningu velt upp hvort Svíþjóðardemókratar gætu talist vera systurflokkur Framsóknarflokksins á Íslandi í ljósi andstöðu borgarfulltrúa flokksins við byggingu mosku í aðdraganda sveitarstjórnarkosninga í vor. Sú vangavelta átti ekki rétt á sér. Tengdar fréttir Segist ekki vera rasisti - bara hrokafullur „Ég hef aldrei hent neinu í neinn,” segir upplýsingafulltrúi ungliðahreyfingar Svíþjóðardemókrata, William Hahne, en hann var sakaður um rasíska tilburði á Ölstofunni fyrr í vikunni sem endaði á því að hann hellti vatni á barþjón sem er af palenstínsku uppruna. 5. nóvember 2010 13:41 Íslendingur í myndbandi sænsks öfgaflokks Í myndbandinu beina ungliðar Svíþjóðardemókratar orðum sínum að ungu fólki í Evrópu og vara það við erlendum áhrifum. 28. maí 2014 14:45 Fullyrða að Diljá hafi ekki vitað í hvaða flokki Hahne væri Fulltrúi Framsóknar á þingi Norðurlandaráðs æskunnar birti mynd af sér með varaformanni ungliðahreyfingar Svíþjóðardemókrata. 27. október 2014 15:33 Rasismi ungliða skók sendinefnd Svíþjóðar Ungliði úr röðum Svíþjóðardemókrata veittist að barþjóni af erlendum uppruna á Ölstofu Kormáks og Skjaldar í fyrrakvöld og kastaði í hann bjórglasi. Sendinefnd Svíþjóðar á Norðurlandaráðsþinginu hafði samband við barþjóninn í gær og óskaði eftir að fá að hitta hann svo ungliðinn gæti beðist afsökunar. 5. nóvember 2010 08:00 Norðurlandaráð bað barþjón afsökunar Frétt af árás ungliðaforingja Svíþjóðardemókrata á barþjón í Reykjavík var meðal mest lesnu frétta sænskra vefmiðla í gær. Norðurlandaráð æskunnar bað barþjóninn afsökunar eftir fund forseta þess með forseta Norðurlandaráðs. 6. nóvember 2010 06:00 Mest lesið Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Erlent Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Innlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Erlent Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Innlent Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Innlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent Misstu aðra herþotu í sjóinn Erlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Erlent Fleiri fréttir Ekkert sem bendi til málþófs um veiðigjöld Þeir sem gangi inn sem páfaefni gangi út sem kardinálar Skorað á Ísraela og átök hafin milli Indlands og Pakistans Ekki hægt að renna sér í Lágafellslaug næstu vikuna Rekstur Reykjanesbæjar fram úr vonum vegna hærri útsvarstekna Veiðigjöldin enn rædd en þó ekki á dagskrá í dag Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Stútur á 106 þar sem hámarkshraði var sextíu Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Álfurinn í landsliðsbúningi í ár Líflátshótanir í kjölfar veðmála og óttaslegin eftir útburð Þrír fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys við Smáralind Ekki talin yfirvofandi hætta en maðurinn geti orðið hættulegur Núverandi fyrirkomulag „virðist hylma yfir ábyrgð og gagnsæi“ Ítarleg skýrsla á borði ráðherra Inga skipar konu í stað karls í stjórn HMS Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Líkur á nýju gosi munu aukast þegar líða fer á haustið „Því miður er þetta þrautalending“ Reikningum Flokks fólksins lokað um stund „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Konan í Bríetartúni komin á götuna Hækkandi matarverð hringir bjöllum hjá ráðherra Sjá meira
Um helgina var Diljá Helgadóttir, ungliði í Framsóknarflokknum, fulltrúi NCF, samtaka ungra miðjumanna á Norðurlöndunum, á ráðstefnunni Nordic Youth Council í sænska þinginu. Diljá segir á Facebook-síðu sinni mjög gagnlegt og gaman að rökræða stjórnmál við meðlimi innan allra flokka frá Norðurlöndunum. „Hilsen fra Stockholm!“ segir Diljá. Áður hafði Diljá birt mynd af sé og Willam Hahne, varaformanni ungliðahreyfingar Svíþjóðardemókrata. Og fór vel á með þeim tveimur. Diljá hefur reyndar fjarlægt myndina af Facebooksíðu sinni, einhverra hluta vegna, en Vísir hefur í morgun gert ítrekaðar tilraunir til að ná tali af Diljá, meðal annars til að spyrja hana nánar út í samband hennar við Hahne, en án árangurs.Svíþjóðardemókratar og Framsóknarmenn Myndin hefur farið víða á netinu og vakið athygli en Hahne er mjög umdeildur og hefur verið kenndur við rasisma. Svíþjóðardemókratar er þjóðernissinnaður hægriflokkur og þegar hann bauð fram fyrir fjórum árum, en hafði fyrsta sinni boðið fram 1988, vann hann stórsigur og hlaut tuttugu þingsæti. Flokkurinn rekur harða innflytjendastefnu og lýstu fulltrúar allra annarra flokka því yfir fyrir kosningar að vegna andúðar flokksmanna á innflytjendum kæmi ekki til greina að mynda með þeim stjórn.Fréttablaðið fjallaði um það þegar Hahne lét dólgslega á Ölstofunni og var varpað á dyr eftir að hafa kallað ókvæðisorðum að barþjóni af palestínskum uppruna.Íslandsvinurinn Hahne Willam Hahne er Íslandsvinur, ef þannig má að orði komast, en árið 2010 greindi Fréttablaðið frá því að honum hafi verið hent út af Ölstofunni vegna þess að hann veittist að barþjóni sem var af palestínskum uppruna. Hahne var þá staddur á þingi Norðurlandaráðs sem hér var haldið og var sænska sendinefndin miður sín vegna atburðarins og Hahne skrifaði afsökunarbeiðni í kjölfar þessa. Hér að neðan má myndband sem Svíþjóðardemókratarnir sendu frá sér í aðdraganda þingkosninganna síðustu. Og gefur það ágæta mynd af áhersluatriðum og stefnu flokksins. Uppfært 15:00Í fyrstu útgáfu þessarar fréttar var fullyrt að Svíþjóðardemókratar væru systurflokkur Framsóknarflokksins á Íslandi. Það er einfaldlega rangt og slæddist þetta inn í textann fyrir mistök og er beðist velvirðingar á því.Uppfært klukkan 16:05 Í upphaflegri útgáfu fréttarinnar var þeirri spurningu velt upp hvort Svíþjóðardemókratar gætu talist vera systurflokkur Framsóknarflokksins á Íslandi í ljósi andstöðu borgarfulltrúa flokksins við byggingu mosku í aðdraganda sveitarstjórnarkosninga í vor. Sú vangavelta átti ekki rétt á sér.
Tengdar fréttir Segist ekki vera rasisti - bara hrokafullur „Ég hef aldrei hent neinu í neinn,” segir upplýsingafulltrúi ungliðahreyfingar Svíþjóðardemókrata, William Hahne, en hann var sakaður um rasíska tilburði á Ölstofunni fyrr í vikunni sem endaði á því að hann hellti vatni á barþjón sem er af palenstínsku uppruna. 5. nóvember 2010 13:41 Íslendingur í myndbandi sænsks öfgaflokks Í myndbandinu beina ungliðar Svíþjóðardemókratar orðum sínum að ungu fólki í Evrópu og vara það við erlendum áhrifum. 28. maí 2014 14:45 Fullyrða að Diljá hafi ekki vitað í hvaða flokki Hahne væri Fulltrúi Framsóknar á þingi Norðurlandaráðs æskunnar birti mynd af sér með varaformanni ungliðahreyfingar Svíþjóðardemókrata. 27. október 2014 15:33 Rasismi ungliða skók sendinefnd Svíþjóðar Ungliði úr röðum Svíþjóðardemókrata veittist að barþjóni af erlendum uppruna á Ölstofu Kormáks og Skjaldar í fyrrakvöld og kastaði í hann bjórglasi. Sendinefnd Svíþjóðar á Norðurlandaráðsþinginu hafði samband við barþjóninn í gær og óskaði eftir að fá að hitta hann svo ungliðinn gæti beðist afsökunar. 5. nóvember 2010 08:00 Norðurlandaráð bað barþjón afsökunar Frétt af árás ungliðaforingja Svíþjóðardemókrata á barþjón í Reykjavík var meðal mest lesnu frétta sænskra vefmiðla í gær. Norðurlandaráð æskunnar bað barþjóninn afsökunar eftir fund forseta þess með forseta Norðurlandaráðs. 6. nóvember 2010 06:00 Mest lesið Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Erlent Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Innlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Erlent Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Innlent Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Innlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent Misstu aðra herþotu í sjóinn Erlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Erlent Fleiri fréttir Ekkert sem bendi til málþófs um veiðigjöld Þeir sem gangi inn sem páfaefni gangi út sem kardinálar Skorað á Ísraela og átök hafin milli Indlands og Pakistans Ekki hægt að renna sér í Lágafellslaug næstu vikuna Rekstur Reykjanesbæjar fram úr vonum vegna hærri útsvarstekna Veiðigjöldin enn rædd en þó ekki á dagskrá í dag Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Stútur á 106 þar sem hámarkshraði var sextíu Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Álfurinn í landsliðsbúningi í ár Líflátshótanir í kjölfar veðmála og óttaslegin eftir útburð Þrír fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys við Smáralind Ekki talin yfirvofandi hætta en maðurinn geti orðið hættulegur Núverandi fyrirkomulag „virðist hylma yfir ábyrgð og gagnsæi“ Ítarleg skýrsla á borði ráðherra Inga skipar konu í stað karls í stjórn HMS Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Líkur á nýju gosi munu aukast þegar líða fer á haustið „Því miður er þetta þrautalending“ Reikningum Flokks fólksins lokað um stund „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Konan í Bríetartúni komin á götuna Hækkandi matarverð hringir bjöllum hjá ráðherra Sjá meira
Segist ekki vera rasisti - bara hrokafullur „Ég hef aldrei hent neinu í neinn,” segir upplýsingafulltrúi ungliðahreyfingar Svíþjóðardemókrata, William Hahne, en hann var sakaður um rasíska tilburði á Ölstofunni fyrr í vikunni sem endaði á því að hann hellti vatni á barþjón sem er af palenstínsku uppruna. 5. nóvember 2010 13:41
Íslendingur í myndbandi sænsks öfgaflokks Í myndbandinu beina ungliðar Svíþjóðardemókratar orðum sínum að ungu fólki í Evrópu og vara það við erlendum áhrifum. 28. maí 2014 14:45
Fullyrða að Diljá hafi ekki vitað í hvaða flokki Hahne væri Fulltrúi Framsóknar á þingi Norðurlandaráðs æskunnar birti mynd af sér með varaformanni ungliðahreyfingar Svíþjóðardemókrata. 27. október 2014 15:33
Rasismi ungliða skók sendinefnd Svíþjóðar Ungliði úr röðum Svíþjóðardemókrata veittist að barþjóni af erlendum uppruna á Ölstofu Kormáks og Skjaldar í fyrrakvöld og kastaði í hann bjórglasi. Sendinefnd Svíþjóðar á Norðurlandaráðsþinginu hafði samband við barþjóninn í gær og óskaði eftir að fá að hitta hann svo ungliðinn gæti beðist afsökunar. 5. nóvember 2010 08:00
Norðurlandaráð bað barþjón afsökunar Frétt af árás ungliðaforingja Svíþjóðardemókrata á barþjón í Reykjavík var meðal mest lesnu frétta sænskra vefmiðla í gær. Norðurlandaráð æskunnar bað barþjóninn afsökunar eftir fund forseta þess með forseta Norðurlandaráðs. 6. nóvember 2010 06:00