Fullyrða að Diljá hafi ekki vitað í hvaða flokki Hahne væri Aðalsteinn Kjartansson skrifar 27. október 2014 15:33 Myndin af Diljá og Hahne hefur farið víða. Diljá Helgadóttir, fulltrúi ungra framsóknarmanna á þingi Norðurlandaráðs æskunnar, vissi ekki hver Willam Hahne var þegar hún birti mynd af sér með honum á samfélagsmiðlum. Þetta segir í yfirlýsingu fulltrúa þriggja annarra íslenskra ungliðahreyfinga vegna fréttar Vísis frá því í dag. Vísir sagði frá því í dag að Diljá hafi birt mynd af sér og Willam Hahne, varaformanni ungliðahreyfingar Svíþjóðardemókrata. Hahne er mjög umdeildur og hefur verið kenndur við rasisma en Svíþjóðardemókratar er þjóðernissinnaður hægriflokkur. Í yfirlýsingunni, sem er undirrituð af fulltrúa Sambands ungra sjálfstæðismanna, Ungra jafnaðarmanna, og Ungra Vinstri grænna, segir að Diljá hafi verið í slagtogi með samtökum ungra miðjumanna á norðurlöndunum (NCF). Hafna þau að Diljá hafi verið í einhverskonar slagtogi með fulltrúum sænskra demókrata eða systurflokkum þeirra.Yfirlýsingin í heild:Við fulltrúar frá ungum sjálfstæðismönnum, ungum jafnaðarmönnum, og ungum vinstri grænum, höfnum þeirri fullyrðingu Vísis að Diljá Helgadóttir, fulltrúi ungra framsóknarmanna, hafi verið í einhverskonar slagtogi með fulltrúum sænskra demókrata eða systurflokkum þeirra á þingi Norðurlandaráðs æskunnar. Við getum staðfest að Diljá setti myndina af sér með Willam Hahne á samfélagsmiðla óvitandi um hvaða flokki hann tilheyrði. Diljá var í slagtogi með samtökum ungra miðjumanna á norðurlöndunum (NCF), sem er sá hópur sem ungir framsóknarmenn tilheyra, og talaði hún og kaus í anda þeirra stefnu alla helgina. Undir þetta rita: Rafn Steingrímsson, fulltrúi Sambands ungra sjálfstæðismanna, Stefán Rafn Sigurbjörnsson, fulltrúi Ungra jafnaðarmanna og Hulda Hólmkelsdóttir og Una Hildardóttir fulltrúar UVG. Tengdar fréttir Segist ekki vera rasisti - bara hrokafullur „Ég hef aldrei hent neinu í neinn,” segir upplýsingafulltrúi ungliðahreyfingar Svíþjóðardemókrata, William Hahne, en hann var sakaður um rasíska tilburði á Ölstofunni fyrr í vikunni sem endaði á því að hann hellti vatni á barþjón sem er af palenstínsku uppruna. 5. nóvember 2010 13:41 Íslendingur í myndbandi sænsks öfgaflokks Í myndbandinu beina ungliðar Svíþjóðardemókratar orðum sínum að ungu fólki í Evrópu og vara það við erlendum áhrifum. 28. maí 2014 14:45 Vonarstjarna Framsóknarflokks í slagtogi með umdeildum ungliða Vel fór á með fulltrúa Framsóknarflokksins og varaformanni ungliðahreyfingar Svíðþjóðardemókrata um helgina. 27. október 2014 14:01 Rasismi ungliða skók sendinefnd Svíþjóðar Ungliði úr röðum Svíþjóðardemókrata veittist að barþjóni af erlendum uppruna á Ölstofu Kormáks og Skjaldar í fyrrakvöld og kastaði í hann bjórglasi. Sendinefnd Svíþjóðar á Norðurlandaráðsþinginu hafði samband við barþjóninn í gær og óskaði eftir að fá að hitta hann svo ungliðinn gæti beðist afsökunar. 5. nóvember 2010 08:00 Norðurlandaráð bað barþjón afsökunar Frétt af árás ungliðaforingja Svíþjóðardemókrata á barþjón í Reykjavík var meðal mest lesnu frétta sænskra vefmiðla í gær. Norðurlandaráð æskunnar bað barþjóninn afsökunar eftir fund forseta þess með forseta Norðurlandaráðs. 6. nóvember 2010 06:00 Mest lesið Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Erlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Innlent Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Erlent Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Innlent Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Innlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Misstu aðra herþotu í sjóinn Erlent Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Erlent Fleiri fréttir Ekkert sem bendi til málþófs um veiðigjöld Þeir sem gangi inn sem páfaefni gangi út sem kardinálar Skorað á Ísraela og átök hafin milli Indlands og Pakistans Ekki hægt að renna sér í Lágafellslaug næstu vikuna Rekstur Reykjanesbæjar fram úr vonum vegna hærri útsvarstekna Veiðigjöldin enn rædd en þó ekki á dagskrá í dag Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Stútur á 106 þar sem hámarkshraði var sextíu Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Álfurinn í landsliðsbúningi í ár Líflátshótanir í kjölfar veðmála og óttaslegin eftir útburð Þrír fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys við Smáralind Ekki talin yfirvofandi hætta en maðurinn geti orðið hættulegur Núverandi fyrirkomulag „virðist hylma yfir ábyrgð og gagnsæi“ Ítarleg skýrsla á borði ráðherra Inga skipar konu í stað karls í stjórn HMS Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Líkur á nýju gosi munu aukast þegar líða fer á haustið „Því miður er þetta þrautalending“ Reikningum Flokks fólksins lokað um stund „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Konan í Bríetartúni komin á götuna Hækkandi matarverð hringir bjöllum hjá ráðherra Sjá meira
Diljá Helgadóttir, fulltrúi ungra framsóknarmanna á þingi Norðurlandaráðs æskunnar, vissi ekki hver Willam Hahne var þegar hún birti mynd af sér með honum á samfélagsmiðlum. Þetta segir í yfirlýsingu fulltrúa þriggja annarra íslenskra ungliðahreyfinga vegna fréttar Vísis frá því í dag. Vísir sagði frá því í dag að Diljá hafi birt mynd af sér og Willam Hahne, varaformanni ungliðahreyfingar Svíþjóðardemókrata. Hahne er mjög umdeildur og hefur verið kenndur við rasisma en Svíþjóðardemókratar er þjóðernissinnaður hægriflokkur. Í yfirlýsingunni, sem er undirrituð af fulltrúa Sambands ungra sjálfstæðismanna, Ungra jafnaðarmanna, og Ungra Vinstri grænna, segir að Diljá hafi verið í slagtogi með samtökum ungra miðjumanna á norðurlöndunum (NCF). Hafna þau að Diljá hafi verið í einhverskonar slagtogi með fulltrúum sænskra demókrata eða systurflokkum þeirra.Yfirlýsingin í heild:Við fulltrúar frá ungum sjálfstæðismönnum, ungum jafnaðarmönnum, og ungum vinstri grænum, höfnum þeirri fullyrðingu Vísis að Diljá Helgadóttir, fulltrúi ungra framsóknarmanna, hafi verið í einhverskonar slagtogi með fulltrúum sænskra demókrata eða systurflokkum þeirra á þingi Norðurlandaráðs æskunnar. Við getum staðfest að Diljá setti myndina af sér með Willam Hahne á samfélagsmiðla óvitandi um hvaða flokki hann tilheyrði. Diljá var í slagtogi með samtökum ungra miðjumanna á norðurlöndunum (NCF), sem er sá hópur sem ungir framsóknarmenn tilheyra, og talaði hún og kaus í anda þeirra stefnu alla helgina. Undir þetta rita: Rafn Steingrímsson, fulltrúi Sambands ungra sjálfstæðismanna, Stefán Rafn Sigurbjörnsson, fulltrúi Ungra jafnaðarmanna og Hulda Hólmkelsdóttir og Una Hildardóttir fulltrúar UVG.
Tengdar fréttir Segist ekki vera rasisti - bara hrokafullur „Ég hef aldrei hent neinu í neinn,” segir upplýsingafulltrúi ungliðahreyfingar Svíþjóðardemókrata, William Hahne, en hann var sakaður um rasíska tilburði á Ölstofunni fyrr í vikunni sem endaði á því að hann hellti vatni á barþjón sem er af palenstínsku uppruna. 5. nóvember 2010 13:41 Íslendingur í myndbandi sænsks öfgaflokks Í myndbandinu beina ungliðar Svíþjóðardemókratar orðum sínum að ungu fólki í Evrópu og vara það við erlendum áhrifum. 28. maí 2014 14:45 Vonarstjarna Framsóknarflokks í slagtogi með umdeildum ungliða Vel fór á með fulltrúa Framsóknarflokksins og varaformanni ungliðahreyfingar Svíðþjóðardemókrata um helgina. 27. október 2014 14:01 Rasismi ungliða skók sendinefnd Svíþjóðar Ungliði úr röðum Svíþjóðardemókrata veittist að barþjóni af erlendum uppruna á Ölstofu Kormáks og Skjaldar í fyrrakvöld og kastaði í hann bjórglasi. Sendinefnd Svíþjóðar á Norðurlandaráðsþinginu hafði samband við barþjóninn í gær og óskaði eftir að fá að hitta hann svo ungliðinn gæti beðist afsökunar. 5. nóvember 2010 08:00 Norðurlandaráð bað barþjón afsökunar Frétt af árás ungliðaforingja Svíþjóðardemókrata á barþjón í Reykjavík var meðal mest lesnu frétta sænskra vefmiðla í gær. Norðurlandaráð æskunnar bað barþjóninn afsökunar eftir fund forseta þess með forseta Norðurlandaráðs. 6. nóvember 2010 06:00 Mest lesið Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Erlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Innlent Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Erlent Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Innlent Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Innlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Misstu aðra herþotu í sjóinn Erlent Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Erlent Fleiri fréttir Ekkert sem bendi til málþófs um veiðigjöld Þeir sem gangi inn sem páfaefni gangi út sem kardinálar Skorað á Ísraela og átök hafin milli Indlands og Pakistans Ekki hægt að renna sér í Lágafellslaug næstu vikuna Rekstur Reykjanesbæjar fram úr vonum vegna hærri útsvarstekna Veiðigjöldin enn rædd en þó ekki á dagskrá í dag Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Stútur á 106 þar sem hámarkshraði var sextíu Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Álfurinn í landsliðsbúningi í ár Líflátshótanir í kjölfar veðmála og óttaslegin eftir útburð Þrír fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys við Smáralind Ekki talin yfirvofandi hætta en maðurinn geti orðið hættulegur Núverandi fyrirkomulag „virðist hylma yfir ábyrgð og gagnsæi“ Ítarleg skýrsla á borði ráðherra Inga skipar konu í stað karls í stjórn HMS Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Líkur á nýju gosi munu aukast þegar líða fer á haustið „Því miður er þetta þrautalending“ Reikningum Flokks fólksins lokað um stund „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Konan í Bríetartúni komin á götuna Hækkandi matarverð hringir bjöllum hjá ráðherra Sjá meira
Segist ekki vera rasisti - bara hrokafullur „Ég hef aldrei hent neinu í neinn,” segir upplýsingafulltrúi ungliðahreyfingar Svíþjóðardemókrata, William Hahne, en hann var sakaður um rasíska tilburði á Ölstofunni fyrr í vikunni sem endaði á því að hann hellti vatni á barþjón sem er af palenstínsku uppruna. 5. nóvember 2010 13:41
Íslendingur í myndbandi sænsks öfgaflokks Í myndbandinu beina ungliðar Svíþjóðardemókratar orðum sínum að ungu fólki í Evrópu og vara það við erlendum áhrifum. 28. maí 2014 14:45
Vonarstjarna Framsóknarflokks í slagtogi með umdeildum ungliða Vel fór á með fulltrúa Framsóknarflokksins og varaformanni ungliðahreyfingar Svíðþjóðardemókrata um helgina. 27. október 2014 14:01
Rasismi ungliða skók sendinefnd Svíþjóðar Ungliði úr röðum Svíþjóðardemókrata veittist að barþjóni af erlendum uppruna á Ölstofu Kormáks og Skjaldar í fyrrakvöld og kastaði í hann bjórglasi. Sendinefnd Svíþjóðar á Norðurlandaráðsþinginu hafði samband við barþjóninn í gær og óskaði eftir að fá að hitta hann svo ungliðinn gæti beðist afsökunar. 5. nóvember 2010 08:00
Norðurlandaráð bað barþjón afsökunar Frétt af árás ungliðaforingja Svíþjóðardemókrata á barþjón í Reykjavík var meðal mest lesnu frétta sænskra vefmiðla í gær. Norðurlandaráð æskunnar bað barþjóninn afsökunar eftir fund forseta þess með forseta Norðurlandaráðs. 6. nóvember 2010 06:00