„Íslandsvinurinn“ Hahne rekinn úr Svíþjóðardemókrötum Bjarki Ármannsson skrifar 27. apríl 2015 17:36 William Hahne hefur verið rekinn úr Svíþjóðardemókrötum. Gustav Kasselstrand, formaður ungliðahreyfingar Svíþjóðardemókrata, og William Hahne, varaformaður ungliðahreyfingarinnar, hafa verið reknir úr flokknum. Aftonbladet hefur eftir Richard Jomshof, formanni flokksins, að alls hafi sjö manns verið reknir úr flokknum en Kasselstrand og Hahne eru þeir einu sem hafa verið nafngreindir að svo stöddu. Svíþjóðardemókratarnir eru þjóðernissinnaður hægriflokkur sem lýst hafa yfir andúð á innflytjendum. Flokkurinn mældist sá þriðji stærsti í þingkosningunum í Svíþjóð í fyrra með 12,9 prósent atkvæða. Hinn umdeildi Hahne er Íslendingum ef til vill kunnugur fyrir að hafa tvívegis ratað í fjölmiðla hér á landi. Árið 2010 greindi Fréttablaðið frá því að honum hefði verið hent út af Ölstofunni fyrir að veitast að barþjóni af palestínskum uppruna. Hahne var þá staddur hér á landi vegna þings Norðurlandaráðs. Hann baðst síðar opinberlega afsökunar á hegðun sinni.Sjá einnig: Íslendingur í myndbandi sænsks öfgaflokks Vísir greindi svo frá því í fyrra að Diljá Helgadóttir, fulltrúi ungra framsóknarmanna á þingi Norðurlandaráðs æskunnar, hefði birt mynd af sér með Hahne á samfélagsmiðlum. Hún eyddi þó síðar myndinni og meðlimir íslenskra ungliðahreyfinga sem sóttu þingið sögðu að hún hefði ekki vitað hver Hahne væri þegar hún birti myndina. Hahne og Kasselstrand eru ásakaðir af forystumönnum Svíþjóðardemókrata um að hafa, í slagtogi við fólk úr „öfgahópum“ utan flokksins, reynt að styrkja stöðu sína innan flokksins og breyta um leið áherslum hans. Tvímenningarnir greindu frá því á Twitter fyrr í mánuðinum að til stæði að reka þá og nokkra aðra úr flokknum og sakaði Hahne leiðtoga flokksins um „sovésk vinnubrögð.“ Tengdar fréttir Segist ekki vera rasisti - bara hrokafullur „Ég hef aldrei hent neinu í neinn,” segir upplýsingafulltrúi ungliðahreyfingar Svíþjóðardemókrata, William Hahne, en hann var sakaður um rasíska tilburði á Ölstofunni fyrr í vikunni sem endaði á því að hann hellti vatni á barþjón sem er af palenstínsku uppruna. 5. nóvember 2010 13:41 Íslendingur í myndbandi sænsks öfgaflokks Í myndbandinu beina ungliðar Svíþjóðardemókratar orðum sínum að ungu fólki í Evrópu og vara það við erlendum áhrifum. 28. maí 2014 14:45 Fullyrða að Diljá hafi ekki vitað í hvaða flokki Hahne væri Fulltrúi Framsóknar á þingi Norðurlandaráðs æskunnar birti mynd af sér með varaformanni ungliðahreyfingar Svíþjóðardemókrata. 27. október 2014 15:33 Vonarstjarna Framsóknarflokks í slagtogi með umdeildum ungliða Vel fór á með fulltrúa Framsóknarflokksins og varaformanni ungliðahreyfingar Svíðþjóðardemókrata um helgina. 27. október 2014 14:01 Rasismi ungliða skók sendinefnd Svíþjóðar Ungliði úr röðum Svíþjóðardemókrata veittist að barþjóni af erlendum uppruna á Ölstofu Kormáks og Skjaldar í fyrrakvöld og kastaði í hann bjórglasi. Sendinefnd Svíþjóðar á Norðurlandaráðsþinginu hafði samband við barþjóninn í gær og óskaði eftir að fá að hitta hann svo ungliðinn gæti beðist afsökunar. 5. nóvember 2010 08:00 Norðurlandaráð bað barþjón afsökunar Frétt af árás ungliðaforingja Svíþjóðardemókrata á barþjón í Reykjavík var meðal mest lesnu frétta sænskra vefmiðla í gær. Norðurlandaráð æskunnar bað barþjóninn afsökunar eftir fund forseta þess með forseta Norðurlandaráðs. 6. nóvember 2010 06:00 Mest lesið Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Erlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent Bindur vonir við Vor til vinstri Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Innlent Fleiri fréttir Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Vilja dauðarefsingu af borðinu vegna hagsmunaáreksturs ráðherra Pútín sagður hafa valið Witkoff Gerðu umfangsmiklar árásir gegn ISIS í Sýrlandi Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Epstein-skjölin birt Draga tilvist neðanjarðarhafs á Títan í efa Réðust á skip úr skuggaflotanum þúsundir kílómetra frá Úkraínu Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Trump vill til tunglsins fyrir 2028 Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Beita dómara ICC refsiaðgerðum vegna Ísrael Taka á kvenfyrirlitningu með sérstöku námskeiði fyrir drengi Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Frú Macron í klandri eftir ósmekkleg ummæli um femínista „Dr. Dauði“ í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða tólf Ekki hafi verið rétt að benda á Skandia-manninn sem morðingja Palme Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Sjá meira
Gustav Kasselstrand, formaður ungliðahreyfingar Svíþjóðardemókrata, og William Hahne, varaformaður ungliðahreyfingarinnar, hafa verið reknir úr flokknum. Aftonbladet hefur eftir Richard Jomshof, formanni flokksins, að alls hafi sjö manns verið reknir úr flokknum en Kasselstrand og Hahne eru þeir einu sem hafa verið nafngreindir að svo stöddu. Svíþjóðardemókratarnir eru þjóðernissinnaður hægriflokkur sem lýst hafa yfir andúð á innflytjendum. Flokkurinn mældist sá þriðji stærsti í þingkosningunum í Svíþjóð í fyrra með 12,9 prósent atkvæða. Hinn umdeildi Hahne er Íslendingum ef til vill kunnugur fyrir að hafa tvívegis ratað í fjölmiðla hér á landi. Árið 2010 greindi Fréttablaðið frá því að honum hefði verið hent út af Ölstofunni fyrir að veitast að barþjóni af palestínskum uppruna. Hahne var þá staddur hér á landi vegna þings Norðurlandaráðs. Hann baðst síðar opinberlega afsökunar á hegðun sinni.Sjá einnig: Íslendingur í myndbandi sænsks öfgaflokks Vísir greindi svo frá því í fyrra að Diljá Helgadóttir, fulltrúi ungra framsóknarmanna á þingi Norðurlandaráðs æskunnar, hefði birt mynd af sér með Hahne á samfélagsmiðlum. Hún eyddi þó síðar myndinni og meðlimir íslenskra ungliðahreyfinga sem sóttu þingið sögðu að hún hefði ekki vitað hver Hahne væri þegar hún birti myndina. Hahne og Kasselstrand eru ásakaðir af forystumönnum Svíþjóðardemókrata um að hafa, í slagtogi við fólk úr „öfgahópum“ utan flokksins, reynt að styrkja stöðu sína innan flokksins og breyta um leið áherslum hans. Tvímenningarnir greindu frá því á Twitter fyrr í mánuðinum að til stæði að reka þá og nokkra aðra úr flokknum og sakaði Hahne leiðtoga flokksins um „sovésk vinnubrögð.“
Tengdar fréttir Segist ekki vera rasisti - bara hrokafullur „Ég hef aldrei hent neinu í neinn,” segir upplýsingafulltrúi ungliðahreyfingar Svíþjóðardemókrata, William Hahne, en hann var sakaður um rasíska tilburði á Ölstofunni fyrr í vikunni sem endaði á því að hann hellti vatni á barþjón sem er af palenstínsku uppruna. 5. nóvember 2010 13:41 Íslendingur í myndbandi sænsks öfgaflokks Í myndbandinu beina ungliðar Svíþjóðardemókratar orðum sínum að ungu fólki í Evrópu og vara það við erlendum áhrifum. 28. maí 2014 14:45 Fullyrða að Diljá hafi ekki vitað í hvaða flokki Hahne væri Fulltrúi Framsóknar á þingi Norðurlandaráðs æskunnar birti mynd af sér með varaformanni ungliðahreyfingar Svíþjóðardemókrata. 27. október 2014 15:33 Vonarstjarna Framsóknarflokks í slagtogi með umdeildum ungliða Vel fór á með fulltrúa Framsóknarflokksins og varaformanni ungliðahreyfingar Svíðþjóðardemókrata um helgina. 27. október 2014 14:01 Rasismi ungliða skók sendinefnd Svíþjóðar Ungliði úr röðum Svíþjóðardemókrata veittist að barþjóni af erlendum uppruna á Ölstofu Kormáks og Skjaldar í fyrrakvöld og kastaði í hann bjórglasi. Sendinefnd Svíþjóðar á Norðurlandaráðsþinginu hafði samband við barþjóninn í gær og óskaði eftir að fá að hitta hann svo ungliðinn gæti beðist afsökunar. 5. nóvember 2010 08:00 Norðurlandaráð bað barþjón afsökunar Frétt af árás ungliðaforingja Svíþjóðardemókrata á barþjón í Reykjavík var meðal mest lesnu frétta sænskra vefmiðla í gær. Norðurlandaráð æskunnar bað barþjóninn afsökunar eftir fund forseta þess með forseta Norðurlandaráðs. 6. nóvember 2010 06:00 Mest lesið Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Erlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent Bindur vonir við Vor til vinstri Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Innlent Fleiri fréttir Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Vilja dauðarefsingu af borðinu vegna hagsmunaáreksturs ráðherra Pútín sagður hafa valið Witkoff Gerðu umfangsmiklar árásir gegn ISIS í Sýrlandi Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Epstein-skjölin birt Draga tilvist neðanjarðarhafs á Títan í efa Réðust á skip úr skuggaflotanum þúsundir kílómetra frá Úkraínu Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Trump vill til tunglsins fyrir 2028 Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Beita dómara ICC refsiaðgerðum vegna Ísrael Taka á kvenfyrirlitningu með sérstöku námskeiði fyrir drengi Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Frú Macron í klandri eftir ósmekkleg ummæli um femínista „Dr. Dauði“ í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða tólf Ekki hafi verið rétt að benda á Skandia-manninn sem morðingja Palme Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Sjá meira
Segist ekki vera rasisti - bara hrokafullur „Ég hef aldrei hent neinu í neinn,” segir upplýsingafulltrúi ungliðahreyfingar Svíþjóðardemókrata, William Hahne, en hann var sakaður um rasíska tilburði á Ölstofunni fyrr í vikunni sem endaði á því að hann hellti vatni á barþjón sem er af palenstínsku uppruna. 5. nóvember 2010 13:41
Íslendingur í myndbandi sænsks öfgaflokks Í myndbandinu beina ungliðar Svíþjóðardemókratar orðum sínum að ungu fólki í Evrópu og vara það við erlendum áhrifum. 28. maí 2014 14:45
Fullyrða að Diljá hafi ekki vitað í hvaða flokki Hahne væri Fulltrúi Framsóknar á þingi Norðurlandaráðs æskunnar birti mynd af sér með varaformanni ungliðahreyfingar Svíþjóðardemókrata. 27. október 2014 15:33
Vonarstjarna Framsóknarflokks í slagtogi með umdeildum ungliða Vel fór á með fulltrúa Framsóknarflokksins og varaformanni ungliðahreyfingar Svíðþjóðardemókrata um helgina. 27. október 2014 14:01
Rasismi ungliða skók sendinefnd Svíþjóðar Ungliði úr röðum Svíþjóðardemókrata veittist að barþjóni af erlendum uppruna á Ölstofu Kormáks og Skjaldar í fyrrakvöld og kastaði í hann bjórglasi. Sendinefnd Svíþjóðar á Norðurlandaráðsþinginu hafði samband við barþjóninn í gær og óskaði eftir að fá að hitta hann svo ungliðinn gæti beðist afsökunar. 5. nóvember 2010 08:00
Norðurlandaráð bað barþjón afsökunar Frétt af árás ungliðaforingja Svíþjóðardemókrata á barþjón í Reykjavík var meðal mest lesnu frétta sænskra vefmiðla í gær. Norðurlandaráð æskunnar bað barþjóninn afsökunar eftir fund forseta þess með forseta Norðurlandaráðs. 6. nóvember 2010 06:00