Norðurlandaráð bað barþjón afsökunar Pétur Gunnarsson skrifar 6. nóvember 2010 06:00 Frétt Aftonbladet. Forseti Norðurlandaráðs kallaði forseta Norðurlandaráðs æskunnar á sinn fund á fimmtudagsmorgun til þess að ræða framkomu eins þingfulltrúa við barþjón á Ölstofunni í Reykjavík. Eins og Fréttablaðið sagði frá í gær veittist ungur liðsmaður Svíþjóðardemókrata (SD) að barþjóni af palestínskum uppruna með rasískum fúkyrðum og kastaði í hann glasi. Fréttir af þessu voru meðal fimm mest lesnu frétta á fréttavefum sænsku dagblaðanna DN, Aftonbladet og Expressen í gær. Aftonbladet segir að niðurstaða fundar forseta Norðurlandaráðs og Norðurlandaráðs æskunnar hafi orðið sú að barþjóninum hafi verið send opinber afsökunarbeiðni Norðurlandaráðs æskunnar. Þar hafi atvikið verið harmað en um leið áréttað að ráðið tæki ekki ábyrgð á framkomu einstaklinga úr hópi þingfulltrúa og áheyrnarfulltrúa. Sænsku fjölmiðlarnir nefna unga Svíþjóðardemókratann. Hann heitir William Hahne og er átján ára fjölmiðlafulltrúi ungliðahreyfingar SD, sem er þjóðernissinnaður hægriflokkur sem var einn af sigurvegurum þingkosninganna í Svíþjóð fyrr á þessu ári. „Við í Norðurlandaráði æskunnar flækjumst inn í þetta hvort sem okkur líkar betur eða verr,“ segir Minna Lindberg, formaður Norðurlandaráðs æskunnar, í samtali við vefsíðuna E í gær. Hún var kölluð til fundar með forseta Norðurlandaráðs vegna málsins. Hún var á stödd Ölstofunni eins og fjölmargir aðrir þingfulltrúar en segist í samtali við Expressen ekki hafa séð hvað gerðist þótt hún hafi orðið vör við átök og segir að einn af félögum Hahnes í Norðurlandaráði æskunnar hafi tekið þátt í að róa menn niður. „Við höfum lagt mjög hart að okkur í samstarfi Norðurlandaráðs æskunnar og Norðurlandaráðs,“ segir Minna og kveðst vona að framkoma Williams Hahne á Ölstofunni í Reykjavík hafi ekki skaðleg áhrif á stöðu Norðurlandaráðs æskunnar gagnvart Norðurlandaráði. Mest lesið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Erlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Erlent Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Erlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Leita að manneskju við Sjáland Innlent Fleiri fréttir Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Sjá meira
Forseti Norðurlandaráðs kallaði forseta Norðurlandaráðs æskunnar á sinn fund á fimmtudagsmorgun til þess að ræða framkomu eins þingfulltrúa við barþjón á Ölstofunni í Reykjavík. Eins og Fréttablaðið sagði frá í gær veittist ungur liðsmaður Svíþjóðardemókrata (SD) að barþjóni af palestínskum uppruna með rasískum fúkyrðum og kastaði í hann glasi. Fréttir af þessu voru meðal fimm mest lesnu frétta á fréttavefum sænsku dagblaðanna DN, Aftonbladet og Expressen í gær. Aftonbladet segir að niðurstaða fundar forseta Norðurlandaráðs og Norðurlandaráðs æskunnar hafi orðið sú að barþjóninum hafi verið send opinber afsökunarbeiðni Norðurlandaráðs æskunnar. Þar hafi atvikið verið harmað en um leið áréttað að ráðið tæki ekki ábyrgð á framkomu einstaklinga úr hópi þingfulltrúa og áheyrnarfulltrúa. Sænsku fjölmiðlarnir nefna unga Svíþjóðardemókratann. Hann heitir William Hahne og er átján ára fjölmiðlafulltrúi ungliðahreyfingar SD, sem er þjóðernissinnaður hægriflokkur sem var einn af sigurvegurum þingkosninganna í Svíþjóð fyrr á þessu ári. „Við í Norðurlandaráði æskunnar flækjumst inn í þetta hvort sem okkur líkar betur eða verr,“ segir Minna Lindberg, formaður Norðurlandaráðs æskunnar, í samtali við vefsíðuna E í gær. Hún var kölluð til fundar með forseta Norðurlandaráðs vegna málsins. Hún var á stödd Ölstofunni eins og fjölmargir aðrir þingfulltrúar en segist í samtali við Expressen ekki hafa séð hvað gerðist þótt hún hafi orðið vör við átök og segir að einn af félögum Hahnes í Norðurlandaráði æskunnar hafi tekið þátt í að róa menn niður. „Við höfum lagt mjög hart að okkur í samstarfi Norðurlandaráðs æskunnar og Norðurlandaráðs,“ segir Minna og kveðst vona að framkoma Williams Hahne á Ölstofunni í Reykjavík hafi ekki skaðleg áhrif á stöðu Norðurlandaráðs æskunnar gagnvart Norðurlandaráði.
Mest lesið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Erlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Erlent Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Erlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Leita að manneskju við Sjáland Innlent Fleiri fréttir Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Sjá meira