Erlent

Le Pen sakaður um að vera með 2,2 milljónir evra á leynilegum reikningum

Atli Ísleifsson skrifar
Jean-Marie Le Pen, stofnandi franska þjóðernisflokksins Front National.
Jean-Marie Le Pen, stofnandi franska þjóðernisflokksins Front National. Vísir/AFP
Jean-Marie Le Pen, stofnandi franska þjóðernisflokksins Front National, gæti átt yfir höfði sér lögsókn fyrir að hafa ekki greint frönskum skattayfirvöldum að fullu frá eignum sínum.

Franski miðillinn Mediapart greinir frá því að Le Pen hafi átt 2,2 milljónir evra, sem samsvarar 320 milljónum króna, á leynilegum bankareikningum í Sviss sem skráðir voru á nafn einkaþjóns Le Pen.

Í frétt breska blaðsins Guardian segir að saksóknurum í Frakklandi hafi verið afhent gögn um málið.

Marine Le Pen, leiðtogi Front National og dóttir Le Pen, sem og aðrir flokksmenn hafa á síðustu árum harðlega gagnrýnt það sem þeir kalla „spillingu frönsku elítunnar“.

Le Pen hefur enn ekki tjáð sig um ásakanirnar.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×