Erlent

„Aðstoðarmenn Evrópuþingmanna“ sviku út laun fyrir milljarð króna

Atli Ísleifsson skrifar
Marine Le Pen er leiðtogi franska flokksins Front National.
Marine Le Pen er leiðtogi franska flokksins Front National. Vísir/Getty
Tuttugu starfsmenn Evrópusambandsins sem allir tengjast franska hægri öfgaflokknum Front National eru grunaðir um að hafa svikið laun úr sjóðum sambandsins án þess að hafa unnið einn einasta dag.

Franska blaðið Le Monde greinir frá því að lögregla í Frakklandi hafi nú málið til rannsóknar. Hinir grunuðu eiga allir að hafa „starfað“ sem aðstoðarmenn þingmanna flokksins Front National sem Marine Le Pen stýrir.

Lögregla handtók fólkið fyrr í dag.

Fólkið á að hafa verið „starfandi“ bæði í Brussel og Strasbourg, en talið er að svikin hafi kostað Evrópusambandið rúmlega einn milljarð íslenskra króna þar sem tuttugumenningarnir þáðu mánaðarlaun upp á 1,5 milljón króna.

Martin Schulz, forseti Evrópuþingsins, segir í samtali við að Evrópuþingið muni einnig rannsaka málið innan sinna vébanda, auk lögreglu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×