Erlent

Assange samþykkir yfirheyrslu í London

Atli Ísleifsson skrifar
Assange hefur dvalið í sendiráði Ekvadors frá því í ágúst árið 2012.
Assange hefur dvalið í sendiráði Ekvadors frá því í ágúst árið 2012. Vísir/EPA
Lögmaður Julian Assange, stofnanda Wikileaks, segir skjólstæðing sinn hafa samþykkt að fulltrúar sænskra yfirvalda yfirheyri sig í London. Dagens Nyheter greinir frá þessu.

Assange hefur dvalið í sendiráði Ekvadors frá því í ágúst árið 2012 og neitað að yfirgefa sendiráðið af ótta við að verða framseldur til Bandaríkjanna.

Í ágúst verða fimm ár liðin frá því að tvær konur í Svíþjóð sökuðu Julian Assange um kynferðisbrot. Þar með fyrnast hin meintu brot, samkvæmt sænskum lögum.

Fyrir nokkrum vikum skýrðu breskir fjölmiðlar frá því að kostnaður við sólarhringsgæslu við sendiráðið frá því í ágúst 2012 hafi kostað breska ríkið tíu milljónir punda. Það samsvarar ríflega tveimur milljörðum króna.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×