Það er sérstakt gleðiefni fyrir hina ítölsku Samönthu Christoforetti því í sendingunni var sérstaklega útbúin espresso kaffivél frá Lavazza sem henni var send.
Þetta er fyrsta espresso vélin sem send er út í geim en vélin, sem gengur undir nafninu ISSpresso, var sérstaklega útbúin til að hella upp á kaffi úti í geimnum. Vélin, sem er á stærð við örbylgjuofn, hellir upp á kaffið í sérstakan poka sem síðan er hægt að drekka úr.
Watch @AstroSamantha move #Canadarm2 into place to capture the @SpaceX #Dragon: http://t.co/KX5g7yYnYG #ISScargo pic.twitter.com/g1JvThwzEq
— NASA (@NASA) April 17, 2015