Íslenski boltinn

Breiðablik í átta liða úrslit Lengjubikarsins

Anton Ingi Leifsson skrifar
Arnþór Ari með boltann í leiknum.
Arnþór Ari með boltann í leiknum. vísir/getty
Breiðablik tryggði sér sæti í 8-liða úrslitum Lengjubikarsins með öruggum 4-0 sigri á BÍ/Bolungarvík.

Ellert Hreinsson, Ismar Tandir, Olgeir Sigurgeirsson og Arnþór Ari Atlason voru á skotskónum fyrir Breiðablik sem átti ekki í miklum vandræðum í leiknum.

Tveir leikmenn gestanna fengu að líta reisu passann, en rauðu spjöldin komu í sitthvorum hálfleiknum. Úrslit og markaskorarar eru fengnir frá fótbolti.net.

Breiðablik er á toppi riðilsins með 16 stig. Þeir hafa unnið fimm af sjö leikjum sínum, gert eitt jafntefli og tapað einum. BÍ/Bolungarvík er á botninum með 0 stig eftir sjö leiki og markatöluna -26.
Fleiri fréttir

Sjá meira


×