Erlent

Háskólastúdentar drepnir og teknir í gíslingu í Kenía

Atli Ísleifsson skrifar
Sjónarvottar segja fimm grímuklædda menn hafa ráðist inn á háskólalóðina og skotið þá sem á vegi þeirra urðu.
Sjónarvottar segja fimm grímuklædda menn hafa ráðist inn á háskólalóðina og skotið þá sem á vegi þeirra urðu. Vísir/AP
Liðsmenn hryðjuverkasamtakanna al-Shabab hafa drepið að minnsta kosti fjórtán í árás sinni á háskólann í borginni Garissa í norðurhluta Kenía í morgun.

Í frétt BBC segir að um þrjátíu til viðbótar hafi særst í árásinni. Kenískir hermenn hafa umkringt háskólasvæðið.

Sjónarvottar segja fimm grímuklædda menn hafa ráðist inn á háskólalóðina og skotið þá sem á vegi þeirra urðu. Óttast er að fjöldi látinna eigi eftir að hækka.

Hryðjuverkasamtökin al-Shabab segjast bera ábyrgð á árásinni. Höfuðstöðvar samtakanna eru í nágrannaríkinu Sómalíu en liðsmenn þeirra hafa reglulega beint spjótum sínum að Kenía.

Reuters hefur eftir lögreglumanni á staðnum að nokkrir stúdentar hafi verið teknir í gíslingu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×