Rannsóknin beinist gegn aðskilnaðarsinnum Samúel Karl Ólason skrifar 30. mars 2015 15:00 298 létu lífið þegar vélin var skotin niður. Vísir/EPA Alþjóðlegir rannsóknaraðilar kanna nú möguleikann á því að MH17 flugið hafi verið skotið niður af aðskilnaðarsinnum á flugi yfir átakasvæðinu í Úkraínu. Flugvélin brotlenti þann 17. júlí í fyrra og létust allir um borð, alls 298 manns. Tveir þriðju þeirra voru frá Hollandi. Í yfirlýsingu frá rannsakendum segir að þeir leiti nú vitna sem geti gefið þeim upplýsingar um svokallað „Buk“ loftvarnakerfi í Donbass héraði. Einnig leita þeir upplýsinga um hverjir stýrðu kerfinu, hvaðan það kom og hvort að skotið var úr því á umræddum tíma.Hér má sjá upplýsingar um Buk loftvarnakerfið.Vísir/Graphic NewsYfirvöld í Kænugarði halda því fram að aðskilnaðarsinnar hafi skotið flugvélina niður með eldflaugum sem þeir fengu frá Rússlandi. Rússar og aðskilnaðarsinnar halda því hins vegar fram að vélin hafi verið skotin niður af flugher Úkraínu, til að koma óorði á aðskilnaðarsinna.AP fréttaveitan segir frá því að atvikið hafi komið af stað miklum pólitískum deilum þegar slysið varð þann 17. júlí í fyrra. Rannsakendur sögðu í fyrra að á skrokki vélarinnar hefði mátt sjá för eftir sprengjuflísar og að flugvélin hefði sundrast á lofti.Íbúar bentu á aðskilnaðarsinnaReuters sagði frá því fyrr í mánuðinum að íbúar á svæðinu hafi séð flugskeyti skotið á loft skömmu áður en flugvélin brotlenti. Þannig væri ljóst að henni hefði verið skotið á loft frá yfirráðasvæði aðskilnaðarsinna. Myndbönd, myndir og frásagnir íbúa hafa gefið í skyn að Buk loftvarnakerfi hafi verið flutt til aðskilnaðarsinna í bænum Snizhne þann 17. júlí. Sá bær er nærri staðnum þar sem flugvélin var skotin niður. Íbúar sögðu Reuters að slíkum loftskeytum hefði verið komið fyrir á akri, nærri þorpinu Chervonyi Zhovten, sama dag og flugvélin var skotin niður. Fyrrverandi aðskilnaðarsinni veitti Reuters sömu upplýsingar. Á vef Business Insider birtist grein, nokkrum dögum eftir atvikið, sem fjallaði um að einn af leiðtogum aðskilnaðarsinna á svæðinu hefði stært sig af því að hans menn hefðu skotið niður flugvél úkraínska hersins. Það var um morguninn skömmu eftir að MH17 var skotin niður, sem hann sagði á samfélagsmiðlum, að aðskilnaðarsinnar „hefðu varað þá við því að fljúga í þeirra himni.“Frá flugsýningu í Moskvu árið 2011. Hér má sjá BUK flugskeyti.Vísir/AFPRússar ósáttir Rússneski fréttamiðillinn RT birti í dag grein þar sem því er haldið fram að Reuters hafi logið í umfjöllun sinni fyrr í mánuðinum. Þeir segja að blaðamenn Reuters hafi breytt sögum þorpsbúa og að skeytinu hafi í raun verið skotið af yfirráðasvæði hersins. Eftir að Reuters birti umfjöllun sína fordæmdi Sergey Lavrov hana, en hann er utanríkisráðherra Rússlands. Hann sagði að umfjöllunin liti út fyrir að vera uppspuni og sagði að enn væri fjölmörgum spurningum, sem yfirvöld í Moskvu hefðu setta fram, ósvarað. Sem dæmi nefndi hann að Bandaríkin hefðu ekki birt gervihnattamyndir sem hafi átt að sanna ásakanirnar og að flugumferðarstjórn Úkraínu hefði heldur ekki birt samskipti flugvélarinnar við umheiminn. Tengdar fréttir 3,5 milljarðar fyrir upplýsingar um hver grandaði MH17 Verðlaunafénu er lýst sem því hæsta sinnar tegundar í sögunni. 18. september 2014 13:41 Abbott hyggst spyrja Pútín út í MH17 Ástralski forsætisráðherrann mun eiga fund með Rússlandsforseta í Brisbane í næsta mánuði. 13. október 2014 12:25 Flytja MH17 af slysstað Vinna er hafin við að fjarlægja brak flugvélar Malaysian Airlines af slysstað í Úkraínu. 16. nóvember 2014 18:00 Sammæltust um að þrýsta á Rússa Leiðtogar Bandaríkjanna, Japans og Ástralíu voru sammála um að standa saman í kröfu sinni um að Rússar hættu afskiptum á Krímskaga. 16. nóvember 2014 09:18 Einn farþega MH17 var með súrefnisgrímu Það gefur til kynna að farþegar hafi ekki allir látist samstundis þegar flugvélin varð fyrir eldflaug. 9. október 2014 14:12 Fjarlægja brak MH17 Vinna er hafin við að fjarlægja flugvélarflak MH17 sem var skotin niður á flugi yfir Úkraínu í júlí síðastliðnum. 17. nóvember 2014 07:00 „Fjöldi hluta“ sundruðu vélinni í lofti Hollensku sérfræðingarnir segja engar vísbendingar hafa komið fram um að um tæknileg eða mannleg mistök hafi verið að ræða að MH17 fórst. 9. september 2014 08:41 Mest lesið Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Innlent Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Innlent „Verkefnið bara heltekur okkur“ Innlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent Fleiri fréttir Tólf særðir eftir hnífstunguárás í Hamborg Vilja breyta mannréttindasáttmála til að auðvelda sér að sparka innflytjendum úr landi Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Ákærður fyrir að myrða sendiráðsstarfsfólk Ísraels Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Sjá meira
Alþjóðlegir rannsóknaraðilar kanna nú möguleikann á því að MH17 flugið hafi verið skotið niður af aðskilnaðarsinnum á flugi yfir átakasvæðinu í Úkraínu. Flugvélin brotlenti þann 17. júlí í fyrra og létust allir um borð, alls 298 manns. Tveir þriðju þeirra voru frá Hollandi. Í yfirlýsingu frá rannsakendum segir að þeir leiti nú vitna sem geti gefið þeim upplýsingar um svokallað „Buk“ loftvarnakerfi í Donbass héraði. Einnig leita þeir upplýsinga um hverjir stýrðu kerfinu, hvaðan það kom og hvort að skotið var úr því á umræddum tíma.Hér má sjá upplýsingar um Buk loftvarnakerfið.Vísir/Graphic NewsYfirvöld í Kænugarði halda því fram að aðskilnaðarsinnar hafi skotið flugvélina niður með eldflaugum sem þeir fengu frá Rússlandi. Rússar og aðskilnaðarsinnar halda því hins vegar fram að vélin hafi verið skotin niður af flugher Úkraínu, til að koma óorði á aðskilnaðarsinna.AP fréttaveitan segir frá því að atvikið hafi komið af stað miklum pólitískum deilum þegar slysið varð þann 17. júlí í fyrra. Rannsakendur sögðu í fyrra að á skrokki vélarinnar hefði mátt sjá för eftir sprengjuflísar og að flugvélin hefði sundrast á lofti.Íbúar bentu á aðskilnaðarsinnaReuters sagði frá því fyrr í mánuðinum að íbúar á svæðinu hafi séð flugskeyti skotið á loft skömmu áður en flugvélin brotlenti. Þannig væri ljóst að henni hefði verið skotið á loft frá yfirráðasvæði aðskilnaðarsinna. Myndbönd, myndir og frásagnir íbúa hafa gefið í skyn að Buk loftvarnakerfi hafi verið flutt til aðskilnaðarsinna í bænum Snizhne þann 17. júlí. Sá bær er nærri staðnum þar sem flugvélin var skotin niður. Íbúar sögðu Reuters að slíkum loftskeytum hefði verið komið fyrir á akri, nærri þorpinu Chervonyi Zhovten, sama dag og flugvélin var skotin niður. Fyrrverandi aðskilnaðarsinni veitti Reuters sömu upplýsingar. Á vef Business Insider birtist grein, nokkrum dögum eftir atvikið, sem fjallaði um að einn af leiðtogum aðskilnaðarsinna á svæðinu hefði stært sig af því að hans menn hefðu skotið niður flugvél úkraínska hersins. Það var um morguninn skömmu eftir að MH17 var skotin niður, sem hann sagði á samfélagsmiðlum, að aðskilnaðarsinnar „hefðu varað þá við því að fljúga í þeirra himni.“Frá flugsýningu í Moskvu árið 2011. Hér má sjá BUK flugskeyti.Vísir/AFPRússar ósáttir Rússneski fréttamiðillinn RT birti í dag grein þar sem því er haldið fram að Reuters hafi logið í umfjöllun sinni fyrr í mánuðinum. Þeir segja að blaðamenn Reuters hafi breytt sögum þorpsbúa og að skeytinu hafi í raun verið skotið af yfirráðasvæði hersins. Eftir að Reuters birti umfjöllun sína fordæmdi Sergey Lavrov hana, en hann er utanríkisráðherra Rússlands. Hann sagði að umfjöllunin liti út fyrir að vera uppspuni og sagði að enn væri fjölmörgum spurningum, sem yfirvöld í Moskvu hefðu setta fram, ósvarað. Sem dæmi nefndi hann að Bandaríkin hefðu ekki birt gervihnattamyndir sem hafi átt að sanna ásakanirnar og að flugumferðarstjórn Úkraínu hefði heldur ekki birt samskipti flugvélarinnar við umheiminn.
Tengdar fréttir 3,5 milljarðar fyrir upplýsingar um hver grandaði MH17 Verðlaunafénu er lýst sem því hæsta sinnar tegundar í sögunni. 18. september 2014 13:41 Abbott hyggst spyrja Pútín út í MH17 Ástralski forsætisráðherrann mun eiga fund með Rússlandsforseta í Brisbane í næsta mánuði. 13. október 2014 12:25 Flytja MH17 af slysstað Vinna er hafin við að fjarlægja brak flugvélar Malaysian Airlines af slysstað í Úkraínu. 16. nóvember 2014 18:00 Sammæltust um að þrýsta á Rússa Leiðtogar Bandaríkjanna, Japans og Ástralíu voru sammála um að standa saman í kröfu sinni um að Rússar hættu afskiptum á Krímskaga. 16. nóvember 2014 09:18 Einn farþega MH17 var með súrefnisgrímu Það gefur til kynna að farþegar hafi ekki allir látist samstundis þegar flugvélin varð fyrir eldflaug. 9. október 2014 14:12 Fjarlægja brak MH17 Vinna er hafin við að fjarlægja flugvélarflak MH17 sem var skotin niður á flugi yfir Úkraínu í júlí síðastliðnum. 17. nóvember 2014 07:00 „Fjöldi hluta“ sundruðu vélinni í lofti Hollensku sérfræðingarnir segja engar vísbendingar hafa komið fram um að um tæknileg eða mannleg mistök hafi verið að ræða að MH17 fórst. 9. september 2014 08:41 Mest lesið Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Innlent Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Innlent „Verkefnið bara heltekur okkur“ Innlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent Fleiri fréttir Tólf særðir eftir hnífstunguárás í Hamborg Vilja breyta mannréttindasáttmála til að auðvelda sér að sparka innflytjendum úr landi Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Ákærður fyrir að myrða sendiráðsstarfsfólk Ísraels Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Sjá meira
3,5 milljarðar fyrir upplýsingar um hver grandaði MH17 Verðlaunafénu er lýst sem því hæsta sinnar tegundar í sögunni. 18. september 2014 13:41
Abbott hyggst spyrja Pútín út í MH17 Ástralski forsætisráðherrann mun eiga fund með Rússlandsforseta í Brisbane í næsta mánuði. 13. október 2014 12:25
Flytja MH17 af slysstað Vinna er hafin við að fjarlægja brak flugvélar Malaysian Airlines af slysstað í Úkraínu. 16. nóvember 2014 18:00
Sammæltust um að þrýsta á Rússa Leiðtogar Bandaríkjanna, Japans og Ástralíu voru sammála um að standa saman í kröfu sinni um að Rússar hættu afskiptum á Krímskaga. 16. nóvember 2014 09:18
Einn farþega MH17 var með súrefnisgrímu Það gefur til kynna að farþegar hafi ekki allir látist samstundis þegar flugvélin varð fyrir eldflaug. 9. október 2014 14:12
Fjarlægja brak MH17 Vinna er hafin við að fjarlægja flugvélarflak MH17 sem var skotin niður á flugi yfir Úkraínu í júlí síðastliðnum. 17. nóvember 2014 07:00
„Fjöldi hluta“ sundruðu vélinni í lofti Hollensku sérfræðingarnir segja engar vísbendingar hafa komið fram um að um tæknileg eða mannleg mistök hafi verið að ræða að MH17 fórst. 9. september 2014 08:41