Erlent

Lögreglustjórar reknir í Túnisborg

Atli Ísleifsson skrifar
Úr öryggismyndavél á Bardo-safninu.
Úr öryggismyndavél á Bardo-safninu. Vísir/AFP
Sex háttsettir lögreglustjórar hafa verið reknir eftir árásina á Bardo-safnið í Túsisborg í síðustu viku. Talsmaður Habib Essid, forsætisráðherra Túnis, greindi frá þessu.

Rúmlega tuttugu manns fórust í árásinni og voru flest fórnarlambanna erlendir ferðamenn.

Beji Caid Essebsi Túnisforseti greindi frá því um helgina að brestir í öryggismálum hafi leitt til að hryðjuverkaárásin hafi haft svo skelfilegar afleiðingar líkt og raun bar vitni.

Í frétt SVT kemur fram að þeir öryggisverðir sem hefðu átt að standa vörð við inngang safnsins hafi verið í kaffipásu þegar árásarmennirnir hófu skothríðina fyrir utan safnið.

Hryðjuverkasamtökin ISIS hafa lýst yfir ábyrgð á árásinni.


Tengdar fréttir

Árásarmennirnir í Túnis nafngreindir

Beji Caid Essebsi, forseti Túnis, segir landið nú eiga í stríði gegn hryðjuverkum. Nítján fórust í árás gærdagsins í Túnisborg.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×