Fólk streymir niður á Austurvöll Jakob Bjarnar skrifar 12. mars 2015 20:25 Þegar þetta er skrifað eru komnir um þrjú hundruð manns á Austurvöll til mótmæla og bætist stöðugt í hópinn. Mikil reiði hefur brotist út þegar spurðist um kvöldmatarleytið í kvöld að Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra hefði með formlegum hætti tilkynnt ESB að Ísland væri ekki lengur í umsóknarferli við sambandið, og yrði vart í bráð því umsókn mun ekki lögð fram nema að undangenginni þjóðaratkvæðagreiðslu þar sem spurt verður hvort þjóðin vilji inn í ESB, ekki hvort þjóðin vilji eiga í viðræðum við ESB.Jón Steindór Valdimarsson, sem fer fyrir Já Ísland, var að sjálfsögðu mættur á Austurvöll nú í kvöld.mynd/igMiðað við hversu skammur fyrirvari er þetta verulegur fjöldi sem kominn er á Austurvöll. Tíðindamaður Vísis segir að nú þegar sé um þrjú hundruð manns mættir til að mótmæla. Mótmælendur eru komnir alveg upp að þinghúsinu en engar girðingar á vegum lögreglu eru -- enda, fyrirvarinn lítill sem enginn. Sé miðað við reiðina sem brotist hefur út á samskiptamiðlum, má þess vegna búast við eignaspjöllum. Jóhann Benediktsson, sem fer fyrir Vor 14-hópnum, sem stóð að fjölmennum mótmælum síðasta vor, segir í samtali við Vísi að frekari aðgerða sé að vænta.Á milu.is má fylgjast með gangi mála í beinni útsendingu.Uppfært klukkan 21.00 Mótmælunum er nú að ljúka. Ekki liggur fyrir talning á því hversu margir voru þegar flest var né heldur hafa tíðindi borist af spjöllum né óeirðum. Þannig virðist, þegar þetta er skrifað, sem mótmælin hafi farið friðsamlega fram. Mest lesið Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Innlent Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Innlent „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Innlent Fjórir látnir í Jamaíku og tuttugu á Haítí Erlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fleiri fréttir Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Sjá meira
Þegar þetta er skrifað eru komnir um þrjú hundruð manns á Austurvöll til mótmæla og bætist stöðugt í hópinn. Mikil reiði hefur brotist út þegar spurðist um kvöldmatarleytið í kvöld að Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra hefði með formlegum hætti tilkynnt ESB að Ísland væri ekki lengur í umsóknarferli við sambandið, og yrði vart í bráð því umsókn mun ekki lögð fram nema að undangenginni þjóðaratkvæðagreiðslu þar sem spurt verður hvort þjóðin vilji inn í ESB, ekki hvort þjóðin vilji eiga í viðræðum við ESB.Jón Steindór Valdimarsson, sem fer fyrir Já Ísland, var að sjálfsögðu mættur á Austurvöll nú í kvöld.mynd/igMiðað við hversu skammur fyrirvari er þetta verulegur fjöldi sem kominn er á Austurvöll. Tíðindamaður Vísis segir að nú þegar sé um þrjú hundruð manns mættir til að mótmæla. Mótmælendur eru komnir alveg upp að þinghúsinu en engar girðingar á vegum lögreglu eru -- enda, fyrirvarinn lítill sem enginn. Sé miðað við reiðina sem brotist hefur út á samskiptamiðlum, má þess vegna búast við eignaspjöllum. Jóhann Benediktsson, sem fer fyrir Vor 14-hópnum, sem stóð að fjölmennum mótmælum síðasta vor, segir í samtali við Vísi að frekari aðgerða sé að vænta.Á milu.is má fylgjast með gangi mála í beinni útsendingu.Uppfært klukkan 21.00 Mótmælunum er nú að ljúka. Ekki liggur fyrir talning á því hversu margir voru þegar flest var né heldur hafa tíðindi borist af spjöllum né óeirðum. Þannig virðist, þegar þetta er skrifað, sem mótmælin hafi farið friðsamlega fram.
Mest lesið Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Innlent Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Innlent „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Innlent Fjórir látnir í Jamaíku og tuttugu á Haítí Erlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fleiri fréttir Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Sjá meira